Héraðsdómur féllst á kröfu um sex mánaða nálgunarbann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 15:31 Hanna Kristín Skaftadóttir hefur kært Magnús Jónsson fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hanna Kristín Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Magnús Jónsson skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu um nálgunarbannið. Það felur í sér að Magnús má hvorki nálgast Hönnu Kristínu né hafa samband við hana en verjandi Magnúsar hefur kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.Hanna Kristín greindi frá því á Facebook í liðinni viku að lögreglan hefði þann 26. júlí synjað beiðni hennar um nálgunarbann. Hún spurði hvað þyrfti til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi en hún hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars fyrr í sumar, þegar greint var frá því að Magnús bæri fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrgreint heimilisofbeldi. Þá birti Hanna Kristín myndir af áverkum sem hann veitti henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju. Í samtali við Vísi í gær sagði Magnús að ákvörðun lögreglustjórans um nálgunarbann hefði komið sér verulega á óvart. Dómsmál Tengdar fréttir Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15 Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Magnús Jónsson skuli sæta sex mánaða nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu um nálgunarbannið. Það felur í sér að Magnús má hvorki nálgast Hönnu Kristínu né hafa samband við hana en verjandi Magnúsar hefur kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.Hanna Kristín greindi frá því á Facebook í liðinni viku að lögreglan hefði þann 26. júlí synjað beiðni hennar um nálgunarbann. Hún spurði hvað þyrfti til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi en hún hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, meðal annars fyrr í sumar, þegar greint var frá því að Magnús bæri fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrgreint heimilisofbeldi. Þá birti Hanna Kristín myndir af áverkum sem hann veitti henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju. Í samtali við Vísi í gær sagði Magnús að ákvörðun lögreglustjórans um nálgunarbann hefði komið sér verulega á óvart.
Dómsmál Tengdar fréttir Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15 Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Magnús í sex mánaða nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. 28. ágúst 2017 15:15
Sett nálgunarbönn fari eftir geðþótta Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur þörf á nákvæmari lýsingu í lagaákvæði um hversu hár þröskuldur þarf að vera fyrir nálgunarbann. 26. ágúst 2017 06:00
Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00