Bjóst ekki við að upplifa þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:00 Íslenski hópurinn sem keppir á Eurobasket stillir sér upp fyrir framan flugvélina sem fór með strákana til Helsinki í gærmorgun. vísir/ernir „Það var frábær tilfinning að labba svona inn í Leifsstöð.Þetta er vissulega skemmtileg tilbreyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í gærmorgun rétt áður en hann steig upp í flugvél til Helsinki. Hann hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og hefur svo sannarlega lifað tímanna tvenna þegar kemur að karlalandsliðinu í körfubolta. Einu sinni var það aðeins fjarlægur draumur að keppa á stórmóti en í gær var Hlynur á leið á sitt annað Evrópumót á tveimur árum.Eins og firmalið fyrir tíu árum „Umgjörðin er orðin allt önnur. Ég vildi ekki bera það saman við það þegar ég fyrst byrjaði. Fyrir tíu árum þá var þetta nánast eins og firmalið miðað við það sem er í dag með fullri virðingu fyrir því sem var í gangi þá. Það er stór munur á umgjörðinni og öllu,“ segir Hlynur. Hlynur er ekki sá eini sem upplifir breytta tíma á eigin skinni. „Umgjörðin og þetta er allt eitthvað nýtt fyrir okkur. Það var ekki sami pakki þegar við fórum til Berlínar,“ segir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson tekur undir það. „Þetta er bara allt annað og virkilega gaman að sjá stökkið sem við erum búnir að taka frá síðasta Eurobasket. Auðvitað skiptir körfuboltinn meira máli en það er alltaf gaman þegar það er aðeins stjanað við mann,“ segir Martin.Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hlynur Bæringsson, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason á ferðinni í gegnum Leifsstöð í gærmorgun.vísir/ernirSkemmtilegra ef ég væri yngri Hlynur er einn af þeim leikmönnum sem eiga hvað mestan þátt í því að liðið hefur komist svo langt á síðustu árum. „Við sem erum eldri erum stoltir af því að hafa náð því að byrja að koma liðinu á fyrstu stórmótin. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni. Það hefði samt verið skemmtilegra að vera þarna þegar maður var yngri,“ segir Hlynur. Martin Hermannsson, einn af þeim ungu, þekkir samt ekkert annað. „Ég veit ekki af hverju þessir gömlu leikmenn eru ekki löngu búnir að gera þetta. Ég er búinn að vera í fimm ár í landsliðinu og búinn að gera þetta tvisvar,“ segir Martin og skýtur létt á gömlu karlana í liðinu. Íslenska liðið býr vissulega að því að vera að fara á sitt annað Eurobasket á tveimur árum. „Það á eftir að nýtast okkur eitthvað, en þegar við mættum til Berlínar fyrir tveimur árum þá var þetta allt saman svo nýtt fyrir okkur. Við fórum þetta svolítið á adrenalíni og stemningunni og við megum ekki gleyma því,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Við getum ekki mætt til Helsinki, þóst hafa gert þetta allt saman áður og verið einhverjir töffarar. Við þurfum að fara þetta á stemningunni og íslenska faktornum eins og hefur verið talað mikið um. Við þurfum að upplifa þetta aftur eins og við séum að fara út í einhverja óvissu og út í eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór.Elskum að spila saman Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en mun ekki reynslan frá því í Berlín 2015 hjálpa liðinu núna? „Okkur finnst við eiga heima þarna sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því þá ertu bara ekki sáttur við að vera í einhverjum jöfnum leik. Við vitum það alveg enn þá að við verðum alltaf litla liðið þarna og allt verður að detta með okkur ef við ætlum að vinna,“ segir Hlynur. Jón Arnór segir einu væntingarnar vera að leikmenn íslenska liðsins ætli að leggja sig meira fram heldur en andstæðingarnir. „Við ætlum að berjast og sýna fólkinu heima hversu mikið við elskum að spila saman fyrir landsliðið okkar. Við ætlum að gera alla stolta,“ sagði Jón Arnór rétt áður en hann hoppaði upp í flugvél til Helsinki. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Það var frábær tilfinning að labba svona inn í Leifsstöð.Þetta er vissulega skemmtileg tilbreyting og eitthvað sem ég bjóst ekki við að fá að upplifa,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í gærmorgun rétt áður en hann steig upp í flugvél til Helsinki. Hann hefur verið í landsliðinu frá árinu 2000 og hefur svo sannarlega lifað tímanna tvenna þegar kemur að karlalandsliðinu í körfubolta. Einu sinni var það aðeins fjarlægur draumur að keppa á stórmóti en í gær var Hlynur á leið á sitt annað Evrópumót á tveimur árum.Eins og firmalið fyrir tíu árum „Umgjörðin er orðin allt önnur. Ég vildi ekki bera það saman við það þegar ég fyrst byrjaði. Fyrir tíu árum þá var þetta nánast eins og firmalið miðað við það sem er í dag með fullri virðingu fyrir því sem var í gangi þá. Það er stór munur á umgjörðinni og öllu,“ segir Hlynur. Hlynur er ekki sá eini sem upplifir breytta tíma á eigin skinni. „Umgjörðin og þetta er allt eitthvað nýtt fyrir okkur. Það var ekki sami pakki þegar við fórum til Berlínar,“ segir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson tekur undir það. „Þetta er bara allt annað og virkilega gaman að sjá stökkið sem við erum búnir að taka frá síðasta Eurobasket. Auðvitað skiptir körfuboltinn meira máli en það er alltaf gaman þegar það er aðeins stjanað við mann,“ segir Martin.Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij, Hlynur Bæringsson, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason á ferðinni í gegnum Leifsstöð í gærmorgun.vísir/ernirSkemmtilegra ef ég væri yngri Hlynur er einn af þeim leikmönnum sem eiga hvað mestan þátt í því að liðið hefur komist svo langt á síðustu árum. „Við sem erum eldri erum stoltir af því að hafa náð því að byrja að koma liðinu á fyrstu stórmótin. Vonandi verða þau fleiri í framtíðinni. Það hefði samt verið skemmtilegra að vera þarna þegar maður var yngri,“ segir Hlynur. Martin Hermannsson, einn af þeim ungu, þekkir samt ekkert annað. „Ég veit ekki af hverju þessir gömlu leikmenn eru ekki löngu búnir að gera þetta. Ég er búinn að vera í fimm ár í landsliðinu og búinn að gera þetta tvisvar,“ segir Martin og skýtur létt á gömlu karlana í liðinu. Íslenska liðið býr vissulega að því að vera að fara á sitt annað Eurobasket á tveimur árum. „Það á eftir að nýtast okkur eitthvað, en þegar við mættum til Berlínar fyrir tveimur árum þá var þetta allt saman svo nýtt fyrir okkur. Við fórum þetta svolítið á adrenalíni og stemningunni og við megum ekki gleyma því,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Við getum ekki mætt til Helsinki, þóst hafa gert þetta allt saman áður og verið einhverjir töffarar. Við þurfum að fara þetta á stemningunni og íslenska faktornum eins og hefur verið talað mikið um. Við þurfum að upplifa þetta aftur eins og við séum að fara út í einhverja óvissu og út í eitthvað nýtt,“ segir Jón Arnór.Elskum að spila saman Fyrsti sigurinn lætur enn bíða eftir sér en mun ekki reynslan frá því í Berlín 2015 hjálpa liðinu núna? „Okkur finnst við eiga heima þarna sem er mjög mikilvægt fyrir okkur því þá ertu bara ekki sáttur við að vera í einhverjum jöfnum leik. Við vitum það alveg enn þá að við verðum alltaf litla liðið þarna og allt verður að detta með okkur ef við ætlum að vinna,“ segir Hlynur. Jón Arnór segir einu væntingarnar vera að leikmenn íslenska liðsins ætli að leggja sig meira fram heldur en andstæðingarnir. „Við ætlum að berjast og sýna fólkinu heima hversu mikið við elskum að spila saman fyrir landsliðið okkar. Við ætlum að gera alla stolta,“ sagði Jón Arnór rétt áður en hann hoppaði upp í flugvél til Helsinki.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira