Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 11:45 Lilja Alfreðsdóttir segir mikilvægt að þingheimur fái upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað. Samsett/Stefán/Stakkafell Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Hún vill fá upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að jörðin, sem er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, væri í söluferli. Ásett verð er 1,2 milljarðar og hafa kínverskir fjárfestar áhuga á jörðinni með það fyrir augum að byggja upp ferðamannatengdan iðnað. Í samtali við Vísi segir Lilja að mikilvægt sé að þingmenn fái yfirlit yfir landakaup erlendra aðila að svo yfirsýn fáist á umfangi þeirra hér á landi og hvort að greina megi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Vitnar hún til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna þar sem varnaglar eru settir við landakaupum erlendra aðila. „Ég vil að lagaumgjörðinni sé fylgt og við þurfum að fá upplýsingar um að það sé örugglega verið að gera það,“ segir Lilja. „Þar er búið að setja ákveðnar hindranir og svo getur ráðherrann komið inn í það og afnumið það.“ Segir Lilja að hún hafi fengið veður af því erlendir aðilar hafi í auknum mæli áhuga á jörðum og að fólk hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um það hvernig dómsmálaráðuneytið framfylgi lögunum. „Ég vil bara fá stöðuna, hvernig þetta lítur út og að þeir aðilar sem eigi að fylgja þessu eftir hafi ekki örugglega yfirsýnina. Þetta er eitt af því sem vekur mann til umhugsunar um hvað er hægt að kaupa mikið af landinu.“ Segir Lilja að hún reikni ekki með öðru en að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði við ósk hennar um fund í nefndinni vegna málsins. Alþingi Tengdar fréttir Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Hún vill fá upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að jörðin, sem er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, væri í söluferli. Ásett verð er 1,2 milljarðar og hafa kínverskir fjárfestar áhuga á jörðinni með það fyrir augum að byggja upp ferðamannatengdan iðnað. Í samtali við Vísi segir Lilja að mikilvægt sé að þingmenn fái yfirlit yfir landakaup erlendra aðila að svo yfirsýn fáist á umfangi þeirra hér á landi og hvort að greina megi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Vitnar hún til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna þar sem varnaglar eru settir við landakaupum erlendra aðila. „Ég vil að lagaumgjörðinni sé fylgt og við þurfum að fá upplýsingar um að það sé örugglega verið að gera það,“ segir Lilja. „Þar er búið að setja ákveðnar hindranir og svo getur ráðherrann komið inn í það og afnumið það.“ Segir Lilja að hún hafi fengið veður af því erlendir aðilar hafi í auknum mæli áhuga á jörðum og að fólk hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um það hvernig dómsmálaráðuneytið framfylgi lögunum. „Ég vil bara fá stöðuna, hvernig þetta lítur út og að þeir aðilar sem eigi að fylgja þessu eftir hafi ekki örugglega yfirsýnina. Þetta er eitt af því sem vekur mann til umhugsunar um hvað er hægt að kaupa mikið af landinu.“ Segir Lilja að hún reikni ekki með öðru en að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði við ósk hennar um fund í nefndinni vegna málsins.
Alþingi Tengdar fréttir Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00