Við verðum að spila af hörku Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2017 06:30 Pedersen ásamt aðstoðarþjálfurum sínum á æfingu í gær. fréttablaðið/vilhelm Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti formlega í gær hvaða tólf leikmenn fara til Finnlands í dag og spila á EM sem hefst þar í vikunni. Það kom ekkert á óvart í vali þjálfarans sem hélt sig við sömu menn og í síðustu æfingaleikjum. „Við vorum búnir að ákveða hópinn áður en við fórum í síðustu ferð til Ungverjalands og Litháen. Við vorum nokkuð vissir er við fórum til Rússlands en það var smá áhyggjuefni með meiðsli sem við urðum að taka inn í reikninginn þar,“ segir Pedersen en þó svo hann sé kominn með sinn tólf manna hóp þá eru enn smá meiðslaáhyggjur.Tveir tæpir „Haukur Helgi er ekki nógu góður í bakinu en mun æfa í dag. Jón Arnór er líka slæmur í náranum en hann verður betri með hverjum deginum. Hann ætti því að geta spilað með okkur.“ Íslenska liðið hefur náð góðum undirbúningi fyrir mótið. Æft mikið saman og spilað fjölda leikja. Þjálfarinn er ánægður með það. „Við náðum strax góðu flæði. Við höfum spilað fína leiki og sérstaklega gegn Rússum og Litháum. Þá sýndum við þann baráttuanda sem þarf alltaf að vera í liðinu. Í Ungverjalandi spiluðum við sautján frábærar mínútur en síðan tóku þeir okkur í gegn en við sýndum hvað við getum gegn bestu liðunum,“ segir Pedersen en íslenska liðið tapaði þessum leikjum. En hefur hann ekkert áhyggjur af andlegu hliðinni fyrir mótið? „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila við frábær lið. Litháen er þriðja besta lið heims með tvo NBA-menn í byrjunarliðinu. Við verðum að nýta það sem við við höfum. Spila af hörku og með miklum krafti. Við verðum líka að spila vel saman sem lið og ef það tekst þá náum við vonandi að hanga í andstæðingum okkar.“Skilja allt eftir á gólfinu Andstæðingar Íslands í Finnlandi eru allir mjög sterkir og Pedersen segir að stundum geti farið svo að besti leikur Íslands dugi ekki til að vinna leik. „Þetta eru góð lið og hafa mikla yfirburði á okkur í ákveðnum þáttum. Þau hafa því getuna til þess að spila ekki sinn besta leik en geta samt unnið okkur. Við verðum því að skilja allt eftir á gólfinu. Meira getum við ekki gert og vonandi skilar það okkur sigri eða sigrum,“ segir Pedersen en hans lið er ekki eins óskrifað blað líkt og það var síðast er Ísland komst á EM. „Við verðum að mæta til leiks með sama hugarfar og síðast. Að við séum minna liðið sem þurfi að leggja meira á sig en andstæðingurinn. Þannig vinnum við fleiri lausa bolta og gefum okkur betra tækifæri í leikjunum en ella. Þessi riðill er jafn sterkur og riðillinn sem við vorum í síðast. Ef við spilum vel þá getum við unnið leik en þessi lið eru öll alltaf sigurstranglegri en við. Ég vil sjá okkur spila vel, leggja okkur alla fram og sjá hverju það skilar okkur.“Jón Arnór í meðferð eftir æfingu í gær.vísir/vilhelmJón Arnór allur að koma til Jón Arnór Stefánsson var með umbúðir utan um hægri fótinn eftir æfingu liðsins í dag. Standið á honum hefur ekki verið nógu gott en hann segist allur vera að koma til. „Ég er búinn að vera meiddur í öllum undirbúningnum en hef síðustu tvær vikur gert mikið meira. Ég er enn í hreyfingu sem ég er að stýra sjálfur. Ég er ekki farinn að taka á því af fullu. Ég tel mig geta byrjað af fullu núna og er bjartsýnn á að ég geti hjálpað liðinu. Mínar væntingar eru að komast í nógu gott stand til þess að geta hjálpað liðinu. Vera til taks,“ segir Jón Arnór en hvaða væntingar hefur hann fyrir mótið? „Að við leggjum okkur meira fram en hitt liðið. Hafa trú á því sem við erum að gera. Þessir þættir verða að vera í lagi. Fókusinn sé á að við gerum meira en andstæðingurinn og sá þáttur mun skila okkur einhverjum úrslitum því við erum ekki að fara að yfirspila neina andstæðinga. Með vinnunni gefum við okkur möguleika á því að stela kannski sigri sem væri ofboðslega sætt.“ EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Craig Pedersen landsliðsþjálfari tilkynnti formlega í gær hvaða tólf leikmenn fara til Finnlands í dag og spila á EM sem hefst þar í vikunni. Það kom ekkert á óvart í vali þjálfarans sem hélt sig við sömu menn og í síðustu æfingaleikjum. „Við vorum búnir að ákveða hópinn áður en við fórum í síðustu ferð til Ungverjalands og Litháen. Við vorum nokkuð vissir er við fórum til Rússlands en það var smá áhyggjuefni með meiðsli sem við urðum að taka inn í reikninginn þar,“ segir Pedersen en þó svo hann sé kominn með sinn tólf manna hóp þá eru enn smá meiðslaáhyggjur.Tveir tæpir „Haukur Helgi er ekki nógu góður í bakinu en mun æfa í dag. Jón Arnór er líka slæmur í náranum en hann verður betri með hverjum deginum. Hann ætti því að geta spilað með okkur.“ Íslenska liðið hefur náð góðum undirbúningi fyrir mótið. Æft mikið saman og spilað fjölda leikja. Þjálfarinn er ánægður með það. „Við náðum strax góðu flæði. Við höfum spilað fína leiki og sérstaklega gegn Rússum og Litháum. Þá sýndum við þann baráttuanda sem þarf alltaf að vera í liðinu. Í Ungverjalandi spiluðum við sautján frábærar mínútur en síðan tóku þeir okkur í gegn en við sýndum hvað við getum gegn bestu liðunum,“ segir Pedersen en íslenska liðið tapaði þessum leikjum. En hefur hann ekkert áhyggjur af andlegu hliðinni fyrir mótið? „Það má ekki gleyma því að við vorum að spila við frábær lið. Litháen er þriðja besta lið heims með tvo NBA-menn í byrjunarliðinu. Við verðum að nýta það sem við við höfum. Spila af hörku og með miklum krafti. Við verðum líka að spila vel saman sem lið og ef það tekst þá náum við vonandi að hanga í andstæðingum okkar.“Skilja allt eftir á gólfinu Andstæðingar Íslands í Finnlandi eru allir mjög sterkir og Pedersen segir að stundum geti farið svo að besti leikur Íslands dugi ekki til að vinna leik. „Þetta eru góð lið og hafa mikla yfirburði á okkur í ákveðnum þáttum. Þau hafa því getuna til þess að spila ekki sinn besta leik en geta samt unnið okkur. Við verðum því að skilja allt eftir á gólfinu. Meira getum við ekki gert og vonandi skilar það okkur sigri eða sigrum,“ segir Pedersen en hans lið er ekki eins óskrifað blað líkt og það var síðast er Ísland komst á EM. „Við verðum að mæta til leiks með sama hugarfar og síðast. Að við séum minna liðið sem þurfi að leggja meira á sig en andstæðingurinn. Þannig vinnum við fleiri lausa bolta og gefum okkur betra tækifæri í leikjunum en ella. Þessi riðill er jafn sterkur og riðillinn sem við vorum í síðast. Ef við spilum vel þá getum við unnið leik en þessi lið eru öll alltaf sigurstranglegri en við. Ég vil sjá okkur spila vel, leggja okkur alla fram og sjá hverju það skilar okkur.“Jón Arnór í meðferð eftir æfingu í gær.vísir/vilhelmJón Arnór allur að koma til Jón Arnór Stefánsson var með umbúðir utan um hægri fótinn eftir æfingu liðsins í dag. Standið á honum hefur ekki verið nógu gott en hann segist allur vera að koma til. „Ég er búinn að vera meiddur í öllum undirbúningnum en hef síðustu tvær vikur gert mikið meira. Ég er enn í hreyfingu sem ég er að stýra sjálfur. Ég er ekki farinn að taka á því af fullu. Ég tel mig geta byrjað af fullu núna og er bjartsýnn á að ég geti hjálpað liðinu. Mínar væntingar eru að komast í nógu gott stand til þess að geta hjálpað liðinu. Vera til taks,“ segir Jón Arnór en hvaða væntingar hefur hann fyrir mótið? „Að við leggjum okkur meira fram en hitt liðið. Hafa trú á því sem við erum að gera. Þessir þættir verða að vera í lagi. Fókusinn sé á að við gerum meira en andstæðingurinn og sá þáttur mun skila okkur einhverjum úrslitum því við erum ekki að fara að yfirspila neina andstæðinga. Með vinnunni gefum við okkur möguleika á því að stela kannski sigri sem væri ofboðslega sætt.“
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira