Ég er heppna lamaða konan Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2017 09:08 Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022. Í dag eru NPA samningar 51, árið 2018 á að fjölga þeim upp í 80 og svo hægt og bítandi upp í 172 árið 2022. Þessi ár og sennilega lengur verða einstaklingar fangar í eigin rúmum, án valds yfir eigin lífi í boði stjórnvalda, það er ömurlegt og hörmulegra en orð fá lýst að stjórnvöld skuli leggja þetta til. Viðhorf gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og bítandi og ég verð að segja, að þetta er áhugaverður tími í íslensku samfélagi. Ekki aðeins er fatlað fólk nú almennt að stíga fram og krefjast réttar síns til mannsæmandi lífs, heldur er samfélagið að verða meðvitaðra um, að brotið hefur verið á fötluðu fólki, það vanvirt, ráðskast kerfisbundið með það og forræðishyggja ófatlaðs fólk ríkt sem dimmur skuggi yfir lífi margra fatlaðra einstaklinga. Fatlað fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því að það er verðmætt, að það auðgar samfélagið og að það getur lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betra landi til að búa í, ef það fær réttu tækin til þess. Það að NPA hafi ekki enn verið löggilt hér á landi er ekki bara slæmt það er mannréttindabrot! Karp stjórnvalda um mannréttindi okkar sem þurfum á NPA að halda er ekki ásættanlegt og ég spyr mig, eru stjórnvöld enn bundin í fjötra fortíðar, hrædd við að sleppa hendinni af okkur, fötluðu fólki, og treysta okkur fyrir eigin lífi? Í dag liggur í raun allt fyrir hjá ráðuneytinu til þess að hægt sé að lögfesta rétt fatlaðs fólk til NPA, meðal annars allar lagalegar og tæknilegar lausnir. Útfærslur liggja fyrir sem og mat á áhrifum. Reynsla af NPA hefur verið jákvæð, jafnvel fjárhagslega fyrir sveitarfélögin en aðallega fyrir einstaklingana sjálfa. Fatlað fólk er virkt fólk, það hefur þegar sýnt sig að það fólk sem notið hefur NPA er virkara í samfélaginu, hvort sem er í námi, vinnu, íþróttum, stjórnmálum eða frítíma.Hvers virði er líf? Það að vera fatlaður á ekki að vera ávísun á; minni mannréttindi, minnkað líf, að vera minna virði, að verða eign kerfisins, annarra ákvarðana. Það að lifa og búa við fötlun, er í raun þekkingabrunnur, og það fatlaða fólk sem fær tækifæri til að dafna í daglegu lífi, námi og starfi fyrir tilstuðlan NPA gerir samfélagið örugglega ríkara heldur en það fólk sem lokað er inni á herbergjum sínum, fjötrað í forræðishyggju stjórnvalda vegna auðvirðilegra afsakana, eins og þeirra að fjármagn ráði. Ég hvet ráðafólk til að setjast niður í eitt skipti fyrir öll og veita sjálfsögðum mannréttindum á borð við NPA brautargengi og láta karp um hvernig fjármagna á fyrirbærið ekki tefja aðgerðir lengur því okkur liggur lífið á að fara að lifa þvi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim sem er svo heppin að hafa fengið NPA samning (Notendastýrð persónuleg aðstoð), ég segi heppin af því að fáir hafa notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda. Í dag er staðan sú að verið er að vinna að innleiðingu og lögfestingu NPA og var tími til kominn. Mér þykir þó furðu sæta hve langan tíma stjórnvöld ætla sér til að fjölga NPA samningum. Hægt, mjög hægt verður samningum fjölgað þannig að þörfinni sem fyrir liggur í dag, eða um 170 samningar, verður ekki svarað fyrr en árið 2022. Í dag eru NPA samningar 51, árið 2018 á að fjölga þeim upp í 80 og svo hægt og bítandi upp í 172 árið 2022. Þessi ár og sennilega lengur verða einstaklingar fangar í eigin rúmum, án valds yfir eigin lífi í boði stjórnvalda, það er ömurlegt og hörmulegra en orð fá lýst að stjórnvöld skuli leggja þetta til. Viðhorf gagnvart fötluðu fólki eru að breytast hægt og bítandi og ég verð að segja, að þetta er áhugaverður tími í íslensku samfélagi. Ekki aðeins er fatlað fólk nú almennt að stíga fram og krefjast réttar síns til mannsæmandi lífs, heldur er samfélagið að verða meðvitaðra um, að brotið hefur verið á fötluðu fólki, það vanvirt, ráðskast kerfisbundið með það og forræðishyggja ófatlaðs fólk ríkt sem dimmur skuggi yfir lífi margra fatlaðra einstaklinga. Fatlað fólk gerir sér betur og betur grein fyrir því að það er verðmætt, að það auðgar samfélagið og að það getur lagt sitt af mörkum til þess að gera Ísland að betra landi til að búa í, ef það fær réttu tækin til þess. Það að NPA hafi ekki enn verið löggilt hér á landi er ekki bara slæmt það er mannréttindabrot! Karp stjórnvalda um mannréttindi okkar sem þurfum á NPA að halda er ekki ásættanlegt og ég spyr mig, eru stjórnvöld enn bundin í fjötra fortíðar, hrædd við að sleppa hendinni af okkur, fötluðu fólki, og treysta okkur fyrir eigin lífi? Í dag liggur í raun allt fyrir hjá ráðuneytinu til þess að hægt sé að lögfesta rétt fatlaðs fólk til NPA, meðal annars allar lagalegar og tæknilegar lausnir. Útfærslur liggja fyrir sem og mat á áhrifum. Reynsla af NPA hefur verið jákvæð, jafnvel fjárhagslega fyrir sveitarfélögin en aðallega fyrir einstaklingana sjálfa. Fatlað fólk er virkt fólk, það hefur þegar sýnt sig að það fólk sem notið hefur NPA er virkara í samfélaginu, hvort sem er í námi, vinnu, íþróttum, stjórnmálum eða frítíma.Hvers virði er líf? Það að vera fatlaður á ekki að vera ávísun á; minni mannréttindi, minnkað líf, að vera minna virði, að verða eign kerfisins, annarra ákvarðana. Það að lifa og búa við fötlun, er í raun þekkingabrunnur, og það fatlaða fólk sem fær tækifæri til að dafna í daglegu lífi, námi og starfi fyrir tilstuðlan NPA gerir samfélagið örugglega ríkara heldur en það fólk sem lokað er inni á herbergjum sínum, fjötrað í forræðishyggju stjórnvalda vegna auðvirðilegra afsakana, eins og þeirra að fjármagn ráði. Ég hvet ráðafólk til að setjast niður í eitt skipti fyrir öll og veita sjálfsögðum mannréttindum á borð við NPA brautargengi og láta karp um hvernig fjármagna á fyrirbærið ekki tefja aðgerðir lengur því okkur liggur lífið á að fara að lifa þvi.Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar