Primera Air: „Það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“ Jóhann K. Jóhannsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 20. ágúst 2017 12:27 Framkvæmdastjóri flugrekstarsviðs Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega þegar eitthvað kemur upp á. Þó sé alltaf spurning hvað teljist nægjanlegar upplýsingar.Vísir greindi frá því í morgun að fjölmargir Íslendingar hafi þurft að dvelja á flugvöllum, jafnt í Keflavík sem og á Spáni svo klukkustundum skiptir, í von og óvon um hvenær flugið þeirra fer í loftið. Þeirra á meðal er Hilmar Kristensson, sem Vísir ræddi við í morgun, og bíður hann enn eftir því að komast í flug til Malaga sem fyrirhugað var að færi í lofið klukkan 6 í morgun.Sjá einnig: Íslendingar lýsa martaðarhelgi Primera AirHann hefur í dag lagt leið sína þrisvar til Keflavíkur og alltaf fær hann þau skilaboð að búið sé að fresta fluginu. Það hafi svo verið fyrir tilviljun sem hann komst að því að flugi hans hefði verið frestað til klukkan 14 í dag. Þær upplýsingar hafi hann fengið á vef Isavia, ekki frá Primera Air, og er hann ósáttur við upplýsingagjöf flugfélagsins. Farþegar á vegum Heimsferða og Úrval Útsýnar hafa einnig lent í vandræðum og segja þeir að misvísandi upplýsingar séu að koma frá ferðaskrifstofunum og flugfélaginu.Upplýsingar í sms, tölvupóstum og á flugvöllunum Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Primera Air, segir í samtali við fréttastofu að seinkunina megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Staðan er núna sú að gert er ráð fyrir því að vélin fari klukkan 23 frá Tenerife, á staðartíma og lendi í Keflavík um klukkan 03:55.“Eins og fram kom í frétt Vísis hafa hafa margir kvartað yfir lélegri upplýsingagjöf frá félaginu. Aðspurður segir Ásgeir svolítið erfitt að bregðast við þeim kvörtunum. „Við erum með ferla sem eiga að tryggja það að farþegar fái töluverðar upplýsingar á flugvöllunum - eða ef þeir eru ekki komnir þangað ennþá“ segir Ásgeir og segir þau í formi sms-skilaboða og tölvupósta. Þá eigi einnig að vera hægt að fá upplýsingar hjá þjónustufyrirtækjum Primera Air á flugvöllunum. Hann segir að í tilfelli Hilmars hafi upplýsingar bæði ratað á farþega í sms-skilaboðum sem og á flugvöllinn í Keflavík - „En það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“Eina annasamasta helgi ársins Primera Air sendi fréttastofunni yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem hún harmar hvernig málin hafa þróast. Hana má lesa hér að neðan.Vegna óviðráðanlegra tæknilegra orsaka er seinkun á flugi Primera Air 6F104 frá Tenerife til Keflavíkur.Gert er ráð fyrir að flugið fari frá Tenerife kl 23:00 (á staðartíma) í kvöld og lendi í Keflavík kl 03:55 (á staðartíma).Ástæðan fyrir seinkuninni er vegan tæknilegra orsaka og einnig þar sem áhöfnin var búinn að vera á vakt of lengi til að geta klára flugið frá Tenerife til Keflavíkur. Þar sem um er að ræða eina annasömustu helgi ársins eru engar varaflugvélar á lausu í Evrópu.Þar sem ekki fannst önnur vél til að fljúga með farþeganna heim var tekinn ákvörðun um að senda bæði áhöfn og farþega á hóte svo allir gætu hvílst fyrir flugið heim. Alir farþegar eru á leið á hótel og þjónustufyrirtækið á Tenerife flugvelli hefur staðfest að allir farþegar hafa fengið upplýsingar um áætlaða brottför.Okkur hjá Primera Air þykir mjög miður að það hafi orðið seinkun á fluginu og biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa haft í för með sér fyrir farþegana okkar.Þeir farþegar sem telja sig eiga rétt á bótum er bent á að upplýsingar er að finna á vefsíðu Primera Air: Primeraair.is Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Framkvæmdastjóri flugrekstarsviðs Primera Air segir félagið vera með ferla sem eigi að tryggja upplýsingagjöf til farþega þegar eitthvað kemur upp á. Þó sé alltaf spurning hvað teljist nægjanlegar upplýsingar.Vísir greindi frá því í morgun að fjölmargir Íslendingar hafi þurft að dvelja á flugvöllum, jafnt í Keflavík sem og á Spáni svo klukkustundum skiptir, í von og óvon um hvenær flugið þeirra fer í loftið. Þeirra á meðal er Hilmar Kristensson, sem Vísir ræddi við í morgun, og bíður hann enn eftir því að komast í flug til Malaga sem fyrirhugað var að færi í lofið klukkan 6 í morgun.Sjá einnig: Íslendingar lýsa martaðarhelgi Primera AirHann hefur í dag lagt leið sína þrisvar til Keflavíkur og alltaf fær hann þau skilaboð að búið sé að fresta fluginu. Það hafi svo verið fyrir tilviljun sem hann komst að því að flugi hans hefði verið frestað til klukkan 14 í dag. Þær upplýsingar hafi hann fengið á vef Isavia, ekki frá Primera Air, og er hann ósáttur við upplýsingagjöf flugfélagsins. Farþegar á vegum Heimsferða og Úrval Útsýnar hafa einnig lent í vandræðum og segja þeir að misvísandi upplýsingar séu að koma frá ferðaskrifstofunum og flugfélaginu.Upplýsingar í sms, tölvupóstum og á flugvöllunum Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs hjá Primera Air, segir í samtali við fréttastofu að seinkunina megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Staðan er núna sú að gert er ráð fyrir því að vélin fari klukkan 23 frá Tenerife, á staðartíma og lendi í Keflavík um klukkan 03:55.“Eins og fram kom í frétt Vísis hafa hafa margir kvartað yfir lélegri upplýsingagjöf frá félaginu. Aðspurður segir Ásgeir svolítið erfitt að bregðast við þeim kvörtunum. „Við erum með ferla sem eiga að tryggja það að farþegar fái töluverðar upplýsingar á flugvöllunum - eða ef þeir eru ekki komnir þangað ennþá“ segir Ásgeir og segir þau í formi sms-skilaboða og tölvupósta. Þá eigi einnig að vera hægt að fá upplýsingar hjá þjónustufyrirtækjum Primera Air á flugvöllunum. Hann segir að í tilfelli Hilmars hafi upplýsingar bæði ratað á farþega í sms-skilaboðum sem og á flugvöllinn í Keflavík - „En það er alltaf spurning hvað er nóg af upplýsingum“Eina annasamasta helgi ársins Primera Air sendi fréttastofunni yfirlýsingu nú í hádeginu þar sem hún harmar hvernig málin hafa þróast. Hana má lesa hér að neðan.Vegna óviðráðanlegra tæknilegra orsaka er seinkun á flugi Primera Air 6F104 frá Tenerife til Keflavíkur.Gert er ráð fyrir að flugið fari frá Tenerife kl 23:00 (á staðartíma) í kvöld og lendi í Keflavík kl 03:55 (á staðartíma).Ástæðan fyrir seinkuninni er vegan tæknilegra orsaka og einnig þar sem áhöfnin var búinn að vera á vakt of lengi til að geta klára flugið frá Tenerife til Keflavíkur. Þar sem um er að ræða eina annasömustu helgi ársins eru engar varaflugvélar á lausu í Evrópu.Þar sem ekki fannst önnur vél til að fljúga með farþeganna heim var tekinn ákvörðun um að senda bæði áhöfn og farþega á hóte svo allir gætu hvílst fyrir flugið heim. Alir farþegar eru á leið á hótel og þjónustufyrirtækið á Tenerife flugvelli hefur staðfest að allir farþegar hafa fengið upplýsingar um áætlaða brottför.Okkur hjá Primera Air þykir mjög miður að það hafi orðið seinkun á fluginu og biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa haft í för með sér fyrir farþegana okkar.Þeir farþegar sem telja sig eiga rétt á bótum er bent á að upplýsingar er að finna á vefsíðu Primera Air: Primeraair.is
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30