Það var mikið um dýrðir þegar stuðningsmenn Íslands komu saman í FanZone, sérstöku stuðningsmannasvæði, fyrir Eurobasket í körfubolta í morgu. Ísland mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum klukkan 13.30.
Um 1200 manns eru þegar komnir til Helsinki og er von á enn fleirum nú um helgina, þegar knattspyrnulandsliðið leikur við Finna í undankeppni HM 2018.
Arnar Björnsson og Björn G. Sigurðsson fönguðu stemninguna í Helsinki í morgun og má sjá innslagið hér fyrir ofan.

