Jón Arnór: Þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 08:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/ÓskarÓ Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. „Þetta er fullbúið lið af rosalega reynslumiklum leikmönnum sem eru búnir að spila út um allar trissur. Þeir spila vel saman líklega eins og smurð vél. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. „Við byrjuðum á stórum leik í Berlín fyrir tveimur árum á móti heimaliðinu sem var stórt verkefni. Við þurfum að koma með sömu orku inn í þennan leik og við vorum með þá,“ segir Jón Arnór. Hann segir að upphaf leiksins muni ráða miklu. „Það skiptir miklu máli hvernig við byrjum leikinn því þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur og við þurfum að nýta okkur það plús orkuna úr stúkunni og þann meðbyr,“ segir Jón og hann hefur ekki áhyggjur af því að tilfinningarnar fari að trufla þá að sjá allan íslenska stuðningsmannahópinn í stúkunni. „Það mun nýtast okkur vel og við munum bara þrífast á því. Ég held að það sé svolítið mikilvægt að slá þá utan undir og vera fyrstir til þess. Við þurfum að fá þá til að pirrast aðeins upp og svo kemur að því í seinni hálfleik að þeir hugsa: Allt í lagi við þurfum að vera virðingu fyrir þeim. Þá þurfum við að vera klókir til þess að geta landað sigri,“ sagði Jón Arnór. Hann kannast vel við leikmenn gríska landsliðsins. „Ég hef spilað á móti mörgum þeirra og þá líður manni eins og maður þekki þá persónulega. Þegar maður spilar á móti þeim svona mörgum sinnum þá er maður farinn að heilsa þeim og svona. Ég hef ekki spilað með neinum í gríska liðinu og ég held að það sé eina liðið hér þar sem ég hef ekki spilað með neinum. Ég þekki þá langflesta og þetta er mjög vel mannað lið,“ sagði Jón Arnór. Hann sér þetta gríska lið nýta sér hraðaupphlaupin betur en mörg önnur grísk lið hafa gert á síðustu árum. „Þeir spila ágætlega hraðann leik og fara í hraðaupphlaup og svoleiðis. Í gegnum tíðina þegar þeir voru bestir þá voru þeir að nýta skotklukkuna mikið og voru að spila langar sóknir og það var oft lágt skor í leikjunum. Góðar varnir. Það einkenndi svolítið gríska boltann,“ sagði Jón Arnór en hvað með fjarveru Giannis Antetokounmpo? „Það er öðrvísi dínamík þegar hann er ekki með. Ég held að þeir séu samt ekkert slakari. Þeir eru með mjög snöggann leikstjórnanda, Calathes og þeir eru með góða og hæfileikaríka stráka sem geta klárað í hraðaupphlaupum. Ég er alveg vissum að þeir nýti sér það en grískur körfubolti í gegnum tíðina hefur verið hægari bolti,“ sagði Jón Arnór. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson á að baki langan atvinnumannaferil í bestu deildum Evrópu og hann hefur því oft mætt leikmönnum gríska landsliðsins sem mætir því íslenska í dag í fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki. „Þetta er fullbúið lið af rosalega reynslumiklum leikmönnum sem eru búnir að spila út um allar trissur. Þeir spila vel saman líklega eins og smurð vél. Þeir verða mjög erfiðir viðureignar,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. „Við byrjuðum á stórum leik í Berlín fyrir tveimur árum á móti heimaliðinu sem var stórt verkefni. Við þurfum að koma með sömu orku inn í þennan leik og við vorum með þá,“ segir Jón Arnór. Hann segir að upphaf leiksins muni ráða miklu. „Það skiptir miklu máli hvernig við byrjum leikinn því þeir eru mjög líklega að fara að vanmeta okkur og við þurfum að nýta okkur það plús orkuna úr stúkunni og þann meðbyr,“ segir Jón og hann hefur ekki áhyggjur af því að tilfinningarnar fari að trufla þá að sjá allan íslenska stuðningsmannahópinn í stúkunni. „Það mun nýtast okkur vel og við munum bara þrífast á því. Ég held að það sé svolítið mikilvægt að slá þá utan undir og vera fyrstir til þess. Við þurfum að fá þá til að pirrast aðeins upp og svo kemur að því í seinni hálfleik að þeir hugsa: Allt í lagi við þurfum að vera virðingu fyrir þeim. Þá þurfum við að vera klókir til þess að geta landað sigri,“ sagði Jón Arnór. Hann kannast vel við leikmenn gríska landsliðsins. „Ég hef spilað á móti mörgum þeirra og þá líður manni eins og maður þekki þá persónulega. Þegar maður spilar á móti þeim svona mörgum sinnum þá er maður farinn að heilsa þeim og svona. Ég hef ekki spilað með neinum í gríska liðinu og ég held að það sé eina liðið hér þar sem ég hef ekki spilað með neinum. Ég þekki þá langflesta og þetta er mjög vel mannað lið,“ sagði Jón Arnór. Hann sér þetta gríska lið nýta sér hraðaupphlaupin betur en mörg önnur grísk lið hafa gert á síðustu árum. „Þeir spila ágætlega hraðann leik og fara í hraðaupphlaup og svoleiðis. Í gegnum tíðina þegar þeir voru bestir þá voru þeir að nýta skotklukkuna mikið og voru að spila langar sóknir og það var oft lágt skor í leikjunum. Góðar varnir. Það einkenndi svolítið gríska boltann,“ sagði Jón Arnór en hvað með fjarveru Giannis Antetokounmpo? „Það er öðrvísi dínamík þegar hann er ekki með. Ég held að þeir séu samt ekkert slakari. Þeir eru með mjög snöggann leikstjórnanda, Calathes og þeir eru með góða og hæfileikaríka stráka sem geta klárað í hraðaupphlaupum. Ég er alveg vissum að þeir nýti sér það en grískur körfubolti í gegnum tíðina hefur verið hægari bolti,“ sagði Jón Arnór.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00 Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00 Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Ísland er ein af þrennuþjóðum Evrópu Sjö þjóðir náðu því að vera með á Evrópumótinu í fótbolta 2016, á Evrópumótinu í körfubolta 2017 og á Evrópumótinu í handbolta 2018. Litla Ísland er í hópi risanna. Evrópumótið í körfubolta hefst í dag þegar strákarnir okkar í körfuboltaliðinu mæta Grikkjum. 31. ágúst 2017 07:00
Spenntur að sjá fólkið mitt í stúkunni Hörður Axel Vilhjálmsson þekkir vel til mótherja íslenska liðsins í kvöld enda spilaði hann eitt tímabil í Grikklandi eftir síðasta Evrópumót. Hörður telur að fjarvera NBA-stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo skilji gríska liðið mögulega eftir leiðtogalaust. 31. ágúst 2017 06:00
Þýðir ekkert að vera feiminn KR-ingurinn Kristófer Acox er einn af fjórum nýliðum íslenska liðsins. Hann horfði á Evrópumótið fyrir tveimur árum í skólastofu í Bandaríkjunum. Það er alltaf von á tilþrifum þegar Kristófer er á gólfinu. 31. ágúst 2017 08:00