Ægir: Við þurfum þessa orku frá Íslendingunum í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 11:30 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/ÓskarÓ Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum. „Það er mikið að fara yfir og áreiti í kringum þetta en við erum annars einbeittir og búnir að gera þetta áður," sagði Ægir Þór Steinarsson þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli íslenska liðsins í gær. Móherji í fyrsta leiknum í dag er Grikkland en hversu vel þekkja íslensku strákarnir gríska liðið? „Við þekkjum þá vel því það eru þarna margir leikmenn sem eru í Olympiacos og Panathinaikos og einhverjir sem hafa verið í NBA áður. Maður er því mikið búinn að horfa á þessa leikmenn,“ sagði Ægir. „Þeir eru sterkir og það eru góðir leikmenn í öllum stöðum. Það eru líka margir þeirra sem eru að spila saman og þetta er því eins og félagslið. Þeir ættu því að ná vel saman og verða því erfiðir,“ sagði Ægir. Lokaundirbúningsleikur Íslands var í Litháen og tapaðist með 20 stigum en Ægir segir þann leik hafa skipt íslenska liðið miklu máli. „Það var mikilvægt að fá þennan leik á móti Litháen og venjast akkurat þessu háa „leveli“ sem þarf til þess að vinna leiki. Þú þarft að spila vel í 40 mínútur því það er ekki nóg að spila vel í 15 eða 20 mínútur. Við ætlum að taka þetta ennþá lengra núna,“ sagði Ægir. Hann segir að íslensku strákarnir muni fá aukaorku frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem verða í stúkunni í Helsinki. „Ég held að formið geti ekki verið betra hjá mér en svo skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki þegar þú spilar í þessari höll og fyrir framan þessa áhorfendur. Þú ferð þá á einhverjum öðrum kröftum,“ sagði Ægir og hann vill heyra í Íslendingunum í kvöld. „Lið eins og hjá okkur þarf á þessu að halda og að vera með þannig stemmningu. Við þrífumst á þeirri stemmningu. Við þurfum að vera að pressa boltann og vera að tvídekka. Við þurfum að vera á fullu til að jafna bilið á hæðinni og öllu. Við þurfum þessa orku,“ sagði Ægir. Hann segir breiddina í íslenska liðinu vera að aukast. „Við þurfum marga fætur í þetta og við erum með breiddina í það líka finnst mér. Við erum með marga leikmenn sem geta komið inná og hjálpað til og við erum allir tilbúnir í það,“ sagði Ægir. Ægir segir það hafa verið hrikalega stórt skref fyrir sig að vinna sér sæti í Eurobasket hópnum sem er nú mættur til Helsinki. „Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að hugsa lengi um þessa stund. Ég er ofboðslega stoltur að fá tækifærið til að spila fyrir land og þjóð. Það er engin klysja. Maður fær alveg gæsahúð að labba inn á völlinn, heyra þjóðsönginn og spila síðan fyrir landið sitt,“ sagði Ægir. „Það er mikilvægt að við séum allir með ákveðið hlutverk. Ég veit að ég þarf að koma inná og setja ákveðinn tón varnarlega. Ég byrja á því að pressa boltann og setja upp sóknirnar. Ég geri það sem ég geri vel“ sagði Ægir. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum. „Það er mikið að fara yfir og áreiti í kringum þetta en við erum annars einbeittir og búnir að gera þetta áður," sagði Ægir Þór Steinarsson þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli íslenska liðsins í gær. Móherji í fyrsta leiknum í dag er Grikkland en hversu vel þekkja íslensku strákarnir gríska liðið? „Við þekkjum þá vel því það eru þarna margir leikmenn sem eru í Olympiacos og Panathinaikos og einhverjir sem hafa verið í NBA áður. Maður er því mikið búinn að horfa á þessa leikmenn,“ sagði Ægir. „Þeir eru sterkir og það eru góðir leikmenn í öllum stöðum. Það eru líka margir þeirra sem eru að spila saman og þetta er því eins og félagslið. Þeir ættu því að ná vel saman og verða því erfiðir,“ sagði Ægir. Lokaundirbúningsleikur Íslands var í Litháen og tapaðist með 20 stigum en Ægir segir þann leik hafa skipt íslenska liðið miklu máli. „Það var mikilvægt að fá þennan leik á móti Litháen og venjast akkurat þessu háa „leveli“ sem þarf til þess að vinna leiki. Þú þarft að spila vel í 40 mínútur því það er ekki nóg að spila vel í 15 eða 20 mínútur. Við ætlum að taka þetta ennþá lengra núna,“ sagði Ægir. Hann segir að íslensku strákarnir muni fá aukaorku frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem verða í stúkunni í Helsinki. „Ég held að formið geti ekki verið betra hjá mér en svo skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki þegar þú spilar í þessari höll og fyrir framan þessa áhorfendur. Þú ferð þá á einhverjum öðrum kröftum,“ sagði Ægir og hann vill heyra í Íslendingunum í kvöld. „Lið eins og hjá okkur þarf á þessu að halda og að vera með þannig stemmningu. Við þrífumst á þeirri stemmningu. Við þurfum að vera að pressa boltann og vera að tvídekka. Við þurfum að vera á fullu til að jafna bilið á hæðinni og öllu. Við þurfum þessa orku,“ sagði Ægir. Hann segir breiddina í íslenska liðinu vera að aukast. „Við þurfum marga fætur í þetta og við erum með breiddina í það líka finnst mér. Við erum með marga leikmenn sem geta komið inná og hjálpað til og við erum allir tilbúnir í það,“ sagði Ægir. Ægir segir það hafa verið hrikalega stórt skref fyrir sig að vinna sér sæti í Eurobasket hópnum sem er nú mættur til Helsinki. „Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að hugsa lengi um þessa stund. Ég er ofboðslega stoltur að fá tækifærið til að spila fyrir land og þjóð. Það er engin klysja. Maður fær alveg gæsahúð að labba inn á völlinn, heyra þjóðsönginn og spila síðan fyrir landið sitt,“ sagði Ægir. „Það er mikilvægt að við séum allir með ákveðið hlutverk. Ég veit að ég þarf að koma inná og setja ákveðinn tón varnarlega. Ég byrja á því að pressa boltann og setja upp sóknirnar. Ég geri það sem ég geri vel“ sagði Ægir.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira