Ægir: Við þurfum þessa orku frá Íslendingunum í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 11:30 Ægir Þór Steinarsson. Vísir/ÓskarÓ Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum. „Það er mikið að fara yfir og áreiti í kringum þetta en við erum annars einbeittir og búnir að gera þetta áður," sagði Ægir Þór Steinarsson þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli íslenska liðsins í gær. Móherji í fyrsta leiknum í dag er Grikkland en hversu vel þekkja íslensku strákarnir gríska liðið? „Við þekkjum þá vel því það eru þarna margir leikmenn sem eru í Olympiacos og Panathinaikos og einhverjir sem hafa verið í NBA áður. Maður er því mikið búinn að horfa á þessa leikmenn,“ sagði Ægir. „Þeir eru sterkir og það eru góðir leikmenn í öllum stöðum. Það eru líka margir þeirra sem eru að spila saman og þetta er því eins og félagslið. Þeir ættu því að ná vel saman og verða því erfiðir,“ sagði Ægir. Lokaundirbúningsleikur Íslands var í Litháen og tapaðist með 20 stigum en Ægir segir þann leik hafa skipt íslenska liðið miklu máli. „Það var mikilvægt að fá þennan leik á móti Litháen og venjast akkurat þessu háa „leveli“ sem þarf til þess að vinna leiki. Þú þarft að spila vel í 40 mínútur því það er ekki nóg að spila vel í 15 eða 20 mínútur. Við ætlum að taka þetta ennþá lengra núna,“ sagði Ægir. Hann segir að íslensku strákarnir muni fá aukaorku frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem verða í stúkunni í Helsinki. „Ég held að formið geti ekki verið betra hjá mér en svo skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki þegar þú spilar í þessari höll og fyrir framan þessa áhorfendur. Þú ferð þá á einhverjum öðrum kröftum,“ sagði Ægir og hann vill heyra í Íslendingunum í kvöld. „Lið eins og hjá okkur þarf á þessu að halda og að vera með þannig stemmningu. Við þrífumst á þeirri stemmningu. Við þurfum að vera að pressa boltann og vera að tvídekka. Við þurfum að vera á fullu til að jafna bilið á hæðinni og öllu. Við þurfum þessa orku,“ sagði Ægir. Hann segir breiddina í íslenska liðinu vera að aukast. „Við þurfum marga fætur í þetta og við erum með breiddina í það líka finnst mér. Við erum með marga leikmenn sem geta komið inná og hjálpað til og við erum allir tilbúnir í það,“ sagði Ægir. Ægir segir það hafa verið hrikalega stórt skref fyrir sig að vinna sér sæti í Eurobasket hópnum sem er nú mættur til Helsinki. „Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að hugsa lengi um þessa stund. Ég er ofboðslega stoltur að fá tækifærið til að spila fyrir land og þjóð. Það er engin klysja. Maður fær alveg gæsahúð að labba inn á völlinn, heyra þjóðsönginn og spila síðan fyrir landið sitt,“ sagði Ægir. „Það er mikilvægt að við séum allir með ákveðið hlutverk. Ég veit að ég þarf að koma inná og setja ákveðinn tón varnarlega. Ég byrja á því að pressa boltann og setja upp sóknirnar. Ég geri það sem ég geri vel“ sagði Ægir. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sjá meira
Ægir Þór Steinarsson er á leiðinni á sitt annað Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu en hann var einnig með í Berlín fyrir tveimur árum. „Það er mikið að fara yfir og áreiti í kringum þetta en við erum annars einbeittir og búnir að gera þetta áður," sagði Ægir Þór Steinarsson þegar blaðamaður Vísis hitti hann á hóteli íslenska liðsins í gær. Móherji í fyrsta leiknum í dag er Grikkland en hversu vel þekkja íslensku strákarnir gríska liðið? „Við þekkjum þá vel því það eru þarna margir leikmenn sem eru í Olympiacos og Panathinaikos og einhverjir sem hafa verið í NBA áður. Maður er því mikið búinn að horfa á þessa leikmenn,“ sagði Ægir. „Þeir eru sterkir og það eru góðir leikmenn í öllum stöðum. Það eru líka margir þeirra sem eru að spila saman og þetta er því eins og félagslið. Þeir ættu því að ná vel saman og verða því erfiðir,“ sagði Ægir. Lokaundirbúningsleikur Íslands var í Litháen og tapaðist með 20 stigum en Ægir segir þann leik hafa skipt íslenska liðið miklu máli. „Það var mikilvægt að fá þennan leik á móti Litháen og venjast akkurat þessu háa „leveli“ sem þarf til þess að vinna leiki. Þú þarft að spila vel í 40 mínútur því það er ekki nóg að spila vel í 15 eða 20 mínútur. Við ætlum að taka þetta ennþá lengra núna,“ sagði Ægir. Hann segir að íslensku strákarnir muni fá aukaorku frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem verða í stúkunni í Helsinki. „Ég held að formið geti ekki verið betra hjá mér en svo skiptir ekki máli hvort þú sért í góðu formi eða ekki þegar þú spilar í þessari höll og fyrir framan þessa áhorfendur. Þú ferð þá á einhverjum öðrum kröftum,“ sagði Ægir og hann vill heyra í Íslendingunum í kvöld. „Lið eins og hjá okkur þarf á þessu að halda og að vera með þannig stemmningu. Við þrífumst á þeirri stemmningu. Við þurfum að vera að pressa boltann og vera að tvídekka. Við þurfum að vera á fullu til að jafna bilið á hæðinni og öllu. Við þurfum þessa orku,“ sagði Ægir. Hann segir breiddina í íslenska liðinu vera að aukast. „Við þurfum marga fætur í þetta og við erum með breiddina í það líka finnst mér. Við erum með marga leikmenn sem geta komið inná og hjálpað til og við erum allir tilbúnir í það,“ sagði Ægir. Ægir segir það hafa verið hrikalega stórt skref fyrir sig að vinna sér sæti í Eurobasket hópnum sem er nú mættur til Helsinki. „Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að hugsa lengi um þessa stund. Ég er ofboðslega stoltur að fá tækifærið til að spila fyrir land og þjóð. Það er engin klysja. Maður fær alveg gæsahúð að labba inn á völlinn, heyra þjóðsönginn og spila síðan fyrir landið sitt,“ sagði Ægir. „Það er mikilvægt að við séum allir með ákveðið hlutverk. Ég veit að ég þarf að koma inná og setja ákveðinn tón varnarlega. Ég byrja á því að pressa boltann og setja upp sóknirnar. Ég geri það sem ég geri vel“ sagði Ægir.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sjá meira