Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 09:30 Pavel Ermolinskij á æfingu íslenska liðsins út í Helsinki. Vísir/ÓskarÓ Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan „bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. „Nú er loksins komið að þessu. Þetta er búið að vera langt sumar, margar æfingar og löng ferðalög. Núna er maður kominn í alvöruna og finnur fyrir spennunni sem maður fann fyrir síðast. Þetta er bara geggjað. Tilhlökkunin er mikil og maður bíður eftir fyrsta leiknum. Við tókum góða æfingu í dag og núna hefst niðurtalningin,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Arnar Björnsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Pavel var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Arnar fékk hann til að rifja upp ævintýrið frá í Berlín fyrir tveimur árum og spurði hann hvort stemningin núna væri svipuð? „Jú vissulega en við erum komnir með meiri reynslu. Menn eru farnir að haga sér eins og þeir eigi heima í keppninni. Það er gott hugarfar sem vantaði kannski síðast. Þá vorum við kannski fullpeppaðir og adrenalínið full mikið. Núna erum við kannski rólegri því við vitum út í hvað við erum að fara. Á sama tíma erum við meðvitaðir um að þessi geðveiki þarf að vera til staðar. Ef við náum að samtvinna þessa hluti þá erum við til alls líklegir,“ sagði Pavel. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna nú til Helsinki til að styðja á bak við íslenska liðinu. Liðið fær því örugglega mikinn stuðning frá íslenskum áhorfendum og það hlýtur að gefa ykkur mikinn kraft? „Ég held að það verði geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið. Eins og þetta var síðast þá þekkti maður hvert andlit í stúkunni. Það var mjög heimilslegt. Hinar þjóðirnar hafa þetta ekki. Vinir, fjölskyldur og allir sem maður þekkir eru á staðnum. Þetta verða því mjög persónulegir leikir fyrir okkur. Það á eftir að drífa okkur áfram að gefast aldrei upp hvernig sem staðan er“, sagði Pavel Ermolinskij. Hann líkt og aðrir leikmenn liðsins bíða því spenntir eftir fyrsta leiknum gegn Grikkjum á morgun. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan „bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. „Nú er loksins komið að þessu. Þetta er búið að vera langt sumar, margar æfingar og löng ferðalög. Núna er maður kominn í alvöruna og finnur fyrir spennunni sem maður fann fyrir síðast. Þetta er bara geggjað. Tilhlökkunin er mikil og maður bíður eftir fyrsta leiknum. Við tókum góða æfingu í dag og núna hefst niðurtalningin,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Arnar Björnsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Pavel var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Arnar fékk hann til að rifja upp ævintýrið frá í Berlín fyrir tveimur árum og spurði hann hvort stemningin núna væri svipuð? „Jú vissulega en við erum komnir með meiri reynslu. Menn eru farnir að haga sér eins og þeir eigi heima í keppninni. Það er gott hugarfar sem vantaði kannski síðast. Þá vorum við kannski fullpeppaðir og adrenalínið full mikið. Núna erum við kannski rólegri því við vitum út í hvað við erum að fara. Á sama tíma erum við meðvitaðir um að þessi geðveiki þarf að vera til staðar. Ef við náum að samtvinna þessa hluti þá erum við til alls líklegir,“ sagði Pavel. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna nú til Helsinki til að styðja á bak við íslenska liðinu. Liðið fær því örugglega mikinn stuðning frá íslenskum áhorfendum og það hlýtur að gefa ykkur mikinn kraft? „Ég held að það verði geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið. Eins og þetta var síðast þá þekkti maður hvert andlit í stúkunni. Það var mjög heimilslegt. Hinar þjóðirnar hafa þetta ekki. Vinir, fjölskyldur og allir sem maður þekkir eru á staðnum. Þetta verða því mjög persónulegir leikir fyrir okkur. Það á eftir að drífa okkur áfram að gefast aldrei upp hvernig sem staðan er“, sagði Pavel Ermolinskij. Hann líkt og aðrir leikmenn liðsins bíða því spenntir eftir fyrsta leiknum gegn Grikkjum á morgun.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik