Fossar til framtíðar í stað Hvalárvirkjunar Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Nýlega ferðuðumst við undirritaðir fótgangandi með allt á bakinu um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalár á Ströndum. Við skoðuðum virkjanasvæðið í heild sinni og gengum eftir þremur helstu vatnsföllunum endilöngum; Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará. Í þessum ám eru hundruð fossa og mörg tilkomumikil gljúfur. Við gengum einnig eftir heiðum sem stendur til að leggja undir risastórt uppistöðulón og gistum þar í tjaldi, áður en aftur var haldið niður eftir dölum og gljúfrum þar sem árnar renna í sjó fram. Náttúrufegurðinni er erfitt að lýsa, en auk fossa í öllum stærðum og gerðum blöstu við okkur tjarnir með fuglum og flóru, afskekkt heiðavötn, og strendur þaktar rekaviði. Einstakt veður gerði upplifun okkar á fegurð svæðisins enn sterkari en ella.Hvalárvirkjun – úlfur í sauðagæru? Við teljum að mikið skorti á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar um fyrirhugaða virkjun í Hvalá og Eyvindarfjarðará. Þetta á sérstaklega við um neikvæð áhrif virkjunarinnar á víðernin á Ströndum, svæði sem teljast meðal helstu náttúruperla Vestfjarða. Ósnortin víðerni eru ekki ótæmandi auðlind enda hafa þau verið skert um 70% á Íslandi á síðustu 70 árum. Staðsetning virkjunarinnar er sérlega viðkvæm, rétt við þröskuld friðlandsins á Hornströndum. Við viljum einnig minna á að í náttúruverndarlögum njóta fossar sérstakrar verndar. Hvalárvirkjun hefur sífellt verið að stækka á teikniborðinu, og er nú 55 MW, sem er langt umfram orkuþörf Vestfjarða. Nafnið er úlfur í sauðagæru, enda ljóst að auk þeirra 35 MW sem fást með virkjun Hvalár og Rjúkanda bætast 20 MW við með virkjun Eyvindarfjarðarár. Réttara heiti væri því Hvalár-, Rjúkanda- og Eyvindarfjarðarárvirkjun, en í síðastnefndu ánni eru flestir af tilkomumestu fossunum – fossar sem heimamenn segja okkur að þeir myndu sjá mest eftir.Nýtt umhverfismat Það er ótrúlegt að svo breyttri „Hvalárvirkjun“ hafi verið laumað í gegnum þarsíðustu Rammaáætlun, án nauðsynlegrar kynningar og umræðu. Það ferli virðist götótt og kanna þarf hvort reglum hafi verið fylgt. Við teljum eðlilega kröfu að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði metin að nýju, ekki síst fyrir þá staðreynd að nú er ljóst að tugir tilkomumikilla fossa í Eyvindarfjarðará munu að mestu þurrkast upp. Okkur hefur fundist umræðan um Hvalárvirkjun of einsleit og lítið rætt um aðra valkosti en virkjun til að styrkja byggð í Árneshreppi og efla atvinnulíf á Vestfjörðum. Við erum sannfærðir um að tækifæri framtíðar liggi fremur í aukinni ferðamennsku þar sem ósnortin víðerni eru í öndvegi.Einn af tilkomumestu fossunum í Eyvindarfjarðará á Ströndum.Fossadagatal í 30 daga og stuttmynd Við mynduðum hátt í hundruð fossa í ferð okkar, suma úr lofti með dróna. Fossarnir hafa margir hverjir ekki sést áður á mynd en stærstu fossarnir, Drynjandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarárfossar og Hvalárfossar, teljast að okkar mati í hópi tilkomumestu fossa landsins. Við höfum ákveðið að birta myndir okkar af 30 helstu fossunum á Facebook frá og með 1. september og kynna þannig einn foss á dag í 30 daga. Stuttur texti fylgir myndunum sem tala sínu máli og munu vonandi hjálpa fólki að taka upplýsta ákvörðun um fyrirhuguð virkjanaáform. Fossamyndirnar ætlum við síðan að prenta út í lit og gefa út sem „Fossadagatal“ sem sent verður á alþingismenn, ráðherra, sveitarstjórnir á Vestfjörðum, landeigendur sem selt hafa vatnsréttindi sín í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði, stjórnarmenn í HS Orku og Vesturverki, forsvarsmenn Landsnets, Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landverndar. Loks vinnum við að gerð stutts myndbands þar sem raskið af virkjuninni er útskýrt með þrívíddarhönnun. Kostnað berum við sjálfir – enda teljum við málefnið afar brýnt og mikilvægt: að vernda náttúru landsins svo komandi kynslóðir fái að njóta hennar.Höfundar eru læknar og áhugamenn um útivist og náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nýlega ferðuðumst við undirritaðir fótgangandi með allt á bakinu um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalár á Ströndum. Við skoðuðum virkjanasvæðið í heild sinni og gengum eftir þremur helstu vatnsföllunum endilöngum; Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará. Í þessum ám eru hundruð fossa og mörg tilkomumikil gljúfur. Við gengum einnig eftir heiðum sem stendur til að leggja undir risastórt uppistöðulón og gistum þar í tjaldi, áður en aftur var haldið niður eftir dölum og gljúfrum þar sem árnar renna í sjó fram. Náttúrufegurðinni er erfitt að lýsa, en auk fossa í öllum stærðum og gerðum blöstu við okkur tjarnir með fuglum og flóru, afskekkt heiðavötn, og strendur þaktar rekaviði. Einstakt veður gerði upplifun okkar á fegurð svæðisins enn sterkari en ella.Hvalárvirkjun – úlfur í sauðagæru? Við teljum að mikið skorti á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar um fyrirhugaða virkjun í Hvalá og Eyvindarfjarðará. Þetta á sérstaklega við um neikvæð áhrif virkjunarinnar á víðernin á Ströndum, svæði sem teljast meðal helstu náttúruperla Vestfjarða. Ósnortin víðerni eru ekki ótæmandi auðlind enda hafa þau verið skert um 70% á Íslandi á síðustu 70 árum. Staðsetning virkjunarinnar er sérlega viðkvæm, rétt við þröskuld friðlandsins á Hornströndum. Við viljum einnig minna á að í náttúruverndarlögum njóta fossar sérstakrar verndar. Hvalárvirkjun hefur sífellt verið að stækka á teikniborðinu, og er nú 55 MW, sem er langt umfram orkuþörf Vestfjarða. Nafnið er úlfur í sauðagæru, enda ljóst að auk þeirra 35 MW sem fást með virkjun Hvalár og Rjúkanda bætast 20 MW við með virkjun Eyvindarfjarðarár. Réttara heiti væri því Hvalár-, Rjúkanda- og Eyvindarfjarðarárvirkjun, en í síðastnefndu ánni eru flestir af tilkomumestu fossunum – fossar sem heimamenn segja okkur að þeir myndu sjá mest eftir.Nýtt umhverfismat Það er ótrúlegt að svo breyttri „Hvalárvirkjun“ hafi verið laumað í gegnum þarsíðustu Rammaáætlun, án nauðsynlegrar kynningar og umræðu. Það ferli virðist götótt og kanna þarf hvort reglum hafi verið fylgt. Við teljum eðlilega kröfu að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði metin að nýju, ekki síst fyrir þá staðreynd að nú er ljóst að tugir tilkomumikilla fossa í Eyvindarfjarðará munu að mestu þurrkast upp. Okkur hefur fundist umræðan um Hvalárvirkjun of einsleit og lítið rætt um aðra valkosti en virkjun til að styrkja byggð í Árneshreppi og efla atvinnulíf á Vestfjörðum. Við erum sannfærðir um að tækifæri framtíðar liggi fremur í aukinni ferðamennsku þar sem ósnortin víðerni eru í öndvegi.Einn af tilkomumestu fossunum í Eyvindarfjarðará á Ströndum.Fossadagatal í 30 daga og stuttmynd Við mynduðum hátt í hundruð fossa í ferð okkar, suma úr lofti með dróna. Fossarnir hafa margir hverjir ekki sést áður á mynd en stærstu fossarnir, Drynjandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarárfossar og Hvalárfossar, teljast að okkar mati í hópi tilkomumestu fossa landsins. Við höfum ákveðið að birta myndir okkar af 30 helstu fossunum á Facebook frá og með 1. september og kynna þannig einn foss á dag í 30 daga. Stuttur texti fylgir myndunum sem tala sínu máli og munu vonandi hjálpa fólki að taka upplýsta ákvörðun um fyrirhuguð virkjanaáform. Fossamyndirnar ætlum við síðan að prenta út í lit og gefa út sem „Fossadagatal“ sem sent verður á alþingismenn, ráðherra, sveitarstjórnir á Vestfjörðum, landeigendur sem selt hafa vatnsréttindi sín í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði, stjórnarmenn í HS Orku og Vesturverki, forsvarsmenn Landsnets, Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landverndar. Loks vinnum við að gerð stutts myndbands þar sem raskið af virkjuninni er útskýrt með þrívíddarhönnun. Kostnað berum við sjálfir – enda teljum við málefnið afar brýnt og mikilvægt: að vernda náttúru landsins svo komandi kynslóðir fái að njóta hennar.Höfundar eru læknar og áhugamenn um útivist og náttúruvernd.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun