Jón Arnór ekki búinn að ákveða neitt 6. september 2017 22:12 Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu. Ísland lauk leik í kvöld þegar liðið tapaði fimmta leik sínum í jafnmörgum leikjum, en í kvöld tapaði Ísland fyrir gestgjöfum Finna í hörkuleik sem tapaðist 83-79. „Við vorum í þeirri stöðu sem við sáum fyrir okkur. Við ætluðum okkur að vera inn í leiknum í lokin. Við gerum mistök. Kvörtum aðeins í dómaranum og ég veit ekki hvað þeir skora mörg stig í þessari sókn og ná því mómentinu sín megin,” sagði Jón Arnór í samtali við Arnar Björnsson. Finnar skoruðu sjö stig í einni og sömu sókninni eftir að Ísland fékk dæma á sig tæknivillu. Ísland var meðal annars með yfirhöndina í þriðja leikhlutanum, en þá féllu ekki hlutir með liðinu til að mynda nokkrir dómar og Finnar sigu hægt og rólega fram úr. „Ég fer útaf með fimm villur sem var hrikalega klaufalegt og eitthvað sem ég þarf að lifa með. Við áttum enn séns á að vinna, en það vantaði herslumuninn.” „Það er búið að berja okkur niður ansi oft í þessu móti. Við ætluðum okkur að ná saman fjórum leikhlutum og við náðum því í dag. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og okkar frammistöðu í dag. Stemningin var stórkostleg og okkur líður vel undir þannig kringumstæðum.” „Stuðningsmenn Finnlands og Íslands harmónuðu vel saman og héldu uppi fjörinu allan leikinn. Ég mun örugglega hugsa um það meira á morgun hversu mikið ég naut þess, en það er bara erfitt að kyngja því að hafa ekki unnið leikinn. Ég hugsa kannski til baka á morgun og verð léttari.” „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir, sérstaklega í lokin á leiknum. Við blokkum skot hjá þeim og algjörlega glórulaust dæmt tvö víti. Það er kannski eitthvað sem má búast við þegar það eru tólf þúsund Finnar í stúkunni og þeir á sínum heimavelli.” Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað hinn 34 ára gamli og bráðum 35 ára, geri í haust. Er hann hættur með landsliðinu eða hyggst hann halda áfram? „Ég bara veit það ekki. Ég er ekki búinn að hugsa um það og ákveða neitt. Auðvitað er þetta tilfinning sem þú færð hvergi annarsstaðar. Þetta er hlutur sem þú átt eftir að sakna þegar maður hættir og það verður erfitt að stíga frá þessu. Ég tek mér tíma og hugsa málið. Ég sé svo til.” „Það er eiginlega ótrúlegt að ég sé standandi hér enn þá og að ég hafi spilað svona mikið. Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í úrslitaleiknum gegn Grindavík. Það er nánast fáranlegt.” „Ég er ótrúlega þakklátur að hafa fengið að taka þátt í þessu móti og að deila þessum mómentum með mínum liðsfélögum og fólkinu. Ég er ævinlega þakklátur fyrir það,” sagði Jón Arnór að lokum. Allt viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38 Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02 Logi fékk afmælisköku eftir leikinn í gær Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson hélt upp á 36 ára afmælið sitt í gær og náði því í annað skiptið á sínum ferli að spila Eurobasket leik á afmælisdaginn sinn. 6. september 2017 14:30 Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30 Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að íslenska landsliðið geti gengið stolt frá borði eftir EM í Finnlandi. Jón veit ekki hvort hann spili áfram með landsliðinu. Ísland lauk leik í kvöld þegar liðið tapaði fimmta leik sínum í jafnmörgum leikjum, en í kvöld tapaði Ísland fyrir gestgjöfum Finna í hörkuleik sem tapaðist 83-79. „Við vorum í þeirri stöðu sem við sáum fyrir okkur. Við ætluðum okkur að vera inn í leiknum í lokin. Við gerum mistök. Kvörtum aðeins í dómaranum og ég veit ekki hvað þeir skora mörg stig í þessari sókn og ná því mómentinu sín megin,” sagði Jón Arnór í samtali við Arnar Björnsson. Finnar skoruðu sjö stig í einni og sömu sókninni eftir að Ísland fékk dæma á sig tæknivillu. Ísland var meðal annars með yfirhöndina í þriðja leikhlutanum, en þá féllu ekki hlutir með liðinu til að mynda nokkrir dómar og Finnar sigu hægt og rólega fram úr. „Ég fer útaf með fimm villur sem var hrikalega klaufalegt og eitthvað sem ég þarf að lifa með. Við áttum enn séns á að vinna, en það vantaði herslumuninn.” „Það er búið að berja okkur niður ansi oft í þessu móti. Við ætluðum okkur að ná saman fjórum leikhlutum og við náðum því í dag. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og okkar frammistöðu í dag. Stemningin var stórkostleg og okkur líður vel undir þannig kringumstæðum.” „Stuðningsmenn Finnlands og Íslands harmónuðu vel saman og héldu uppi fjörinu allan leikinn. Ég mun örugglega hugsa um það meira á morgun hversu mikið ég naut þess, en það er bara erfitt að kyngja því að hafa ekki unnið leikinn. Ég hugsa kannski til baka á morgun og verð léttari.” „Mér fannst nokkrir dómar mjög skrýtnir, sérstaklega í lokin á leiknum. Við blokkum skot hjá þeim og algjörlega glórulaust dæmt tvö víti. Það er kannski eitthvað sem má búast við þegar það eru tólf þúsund Finnar í stúkunni og þeir á sínum heimavelli.” Mikið hefur verið rætt og ritað um hvað hinn 34 ára gamli og bráðum 35 ára, geri í haust. Er hann hættur með landsliðinu eða hyggst hann halda áfram? „Ég bara veit það ekki. Ég er ekki búinn að hugsa um það og ákveða neitt. Auðvitað er þetta tilfinning sem þú færð hvergi annarsstaðar. Þetta er hlutur sem þú átt eftir að sakna þegar maður hættir og það verður erfitt að stíga frá þessu. Ég tek mér tíma og hugsa málið. Ég sé svo til.” „Það er eiginlega ótrúlegt að ég sé standandi hér enn þá og að ég hafi spilað svona mikið. Ég hef ekki spilað körfubolta síðan í úrslitaleiknum gegn Grindavík. Það er nánast fáranlegt.” „Ég er ótrúlega þakklátur að hafa fengið að taka þátt í þessu móti og að deila þessum mómentum með mínum liðsfélögum og fólkinu. Ég er ævinlega þakklátur fyrir það,” sagði Jón Arnór að lokum. Allt viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38 Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02 Logi fékk afmælisköku eftir leikinn í gær Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson hélt upp á 36 ára afmælið sitt í gær og náði því í annað skiptið á sínum ferli að spila Eurobasket leik á afmælisdaginn sinn. 6. september 2017 14:30 Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30 Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Logi: Gaman að fylgjast með strákum sem ég man eftir sem litlum guttum Logi Gunnarsson, einn reynsluboltinn í liði íslenska körfuboltalandsliðsins, segist ganga stoltur frá EM í Finnlandi. Íslenska liðið tapaði í hörkuleik gegn gestgjöfunum í kvöld, en liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu. 6. september 2017 20:38
Hlynur: Langar ekki að vera hent út úr landsliðinu Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var að vonum svekktur eftir tapið fyrir Finnum í lokaleik Íslendinga á EM í körfubolta. 6. september 2017 22:02
Logi fékk afmælisköku eftir leikinn í gær Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson hélt upp á 36 ára afmælið sitt í gær og náði því í annað skiptið á sínum ferli að spila Eurobasket leik á afmælisdaginn sinn. 6. september 2017 14:30
Umfjöllun: Ísland - Finnland 79-83 | Frábær frammistaða og strákarnir svo nálægt fyrsta sigrinum Frábær frammistaða íslenska körfuboltalandsliðsins dugði ekki til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket í kvöld. 6. september 2017 19:30
Pavel: Strákarnir sem eru að koma upp eru miklu hæfileikaríkari en við vorum Pavel Ermolinskij spilaði sinn besta leik á EM þegar Ísland tapaði fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu í kvöld. 6. september 2017 20:40