Slóvenar vinna A-riðil með fullt hús stiga Arnar Björnsson skrifar 6. september 2017 13:47 Luka Doncic í leiknum í dag Vísir/getty Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin. Af 24 liðum í keppninni eru aðeins Spánverjar enn taplausir, en þeir eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni. Bæði lið höfðu unnið alla fjóra leikina en Slóvenar með hinn 18 ára Luka Doncic og fyrirliðann Goran Dragic í fararbroddi náðu fljótlega undirtökunum.Doncic, sem þykir einn efnilegasti körfuboltamaður heims, skoraði 10 stig í 1. leikhluta og Slóvenar voru með 6 stiga forystu að honum lokum. Frakkar áttu í vandræðum með frábæra vörn Slóvena og skoruðu aðeins 13 stig í öðrum leikhluta. Munurinn í hálfleik var 17 stig, 52-35. Frakkar klóruðu í bakkann í byrjun seinni hálfleiks en Slóvenar voru fljótir að stöðva það áhlaup og keyrðu yfir franska liðið. Þeir komust í 26 stiga forystu fyrir lokafjórðunginn. Þá rumskuðu risarnir í franska liðinu og þjálfari Slóvena þurfti að taka leikhlé þegar Frakkar voru búnir að minnka muninn í 17 stig á þremur fyrstu mínútum leikhlutans. Frakkar héldu þrátt fyrir það áfram að saxa á forystu Slóvena. Þegar 5 mínútur og 20 sekúndur voru eftir fauk í Evan Fournier sem hellti sér yfir einn dómaranna og var fyrir vikið vísað út úr húsi. Þá voru Frakkar búnir að minnka muninn í 12 stig. Slóvenar náðu að lokum vopnum sínum á ný og fögnuðu 17 stiga sigri.Goran Dragic var stigahæstur Slóvena, skoraði 22 stig og hinn frábæri Luka Doncic 15 auk þess að taka 9 fráköst. Nando de Colo var stigahæstur í franska liðinu með 16 stig. Fyrirliðinn Boris Diaw skoraði 13 stig á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Á eftir mætast Pólverjar og Grikkir í hreinum úrslitaleik um fjórða sætið og um leið sæti í 16-liða úrslitum. Síðasti leikur riðlakeppninnar verður viðureign Íslendinga og Finna sem fer fram klukkan 17:45 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira
Slóvenar kláruðu A-riðil með trompi í morgun og unnu síðasta leik sinn gegn Frökkum. Þeir fara því taplausir áfram í 16-liða úrslitin. Af 24 liðum í keppninni eru aðeins Spánverjar enn taplausir, en þeir eiga eftir að spila lokaleik sinn í riðlakeppninni. Bæði lið höfðu unnið alla fjóra leikina en Slóvenar með hinn 18 ára Luka Doncic og fyrirliðann Goran Dragic í fararbroddi náðu fljótlega undirtökunum.Doncic, sem þykir einn efnilegasti körfuboltamaður heims, skoraði 10 stig í 1. leikhluta og Slóvenar voru með 6 stiga forystu að honum lokum. Frakkar áttu í vandræðum með frábæra vörn Slóvena og skoruðu aðeins 13 stig í öðrum leikhluta. Munurinn í hálfleik var 17 stig, 52-35. Frakkar klóruðu í bakkann í byrjun seinni hálfleiks en Slóvenar voru fljótir að stöðva það áhlaup og keyrðu yfir franska liðið. Þeir komust í 26 stiga forystu fyrir lokafjórðunginn. Þá rumskuðu risarnir í franska liðinu og þjálfari Slóvena þurfti að taka leikhlé þegar Frakkar voru búnir að minnka muninn í 17 stig á þremur fyrstu mínútum leikhlutans. Frakkar héldu þrátt fyrir það áfram að saxa á forystu Slóvena. Þegar 5 mínútur og 20 sekúndur voru eftir fauk í Evan Fournier sem hellti sér yfir einn dómaranna og var fyrir vikið vísað út úr húsi. Þá voru Frakkar búnir að minnka muninn í 12 stig. Slóvenar náðu að lokum vopnum sínum á ný og fögnuðu 17 stiga sigri.Goran Dragic var stigahæstur Slóvena, skoraði 22 stig og hinn frábæri Luka Doncic 15 auk þess að taka 9 fráköst. Nando de Colo var stigahæstur í franska liðinu með 16 stig. Fyrirliðinn Boris Diaw skoraði 13 stig á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Á eftir mætast Pólverjar og Grikkir í hreinum úrslitaleik um fjórða sætið og um leið sæti í 16-liða úrslitum. Síðasti leikur riðlakeppninnar verður viðureign Íslendinga og Finna sem fer fram klukkan 17:45 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Sjá meira