Ná báðir Markkanen bræðurnir að vinna Ísland í sömu vikunni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2017 16:45 Eero Markkanen var framherji Finna í 1-0 sigrinum á Íslandi í Tampere en hann er eldri bróðir Lauri Markkanen. Vísir/Getty Íslenska körfuboltalandsliðið fær að glíma við framtíðar NBA-stjörnuna Lauri Markkanen í kvöld þegar Ísland og Finnland mætast í síðasta leik riðilsins í Helsinki. Finnar hafa þegar tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni í Istanbul en íslensku strákarnir eru á heimaleið eftir leikinn í kvöld. Þetta verður annar leikur Íslands og Finnlands hjá A-landsliðum karla því fótboltalandslið þjóðanna mættust í Tampere í Finnlandi á laugardaginn var. Þar unnu Finnar. Eero Markkanen var framherji Finna í 1-0 sigrinum á Íslandi í Tampere en hann er eldri bróðir Lauri Markkanen. Eero spilaði allan leikinn í framlínu finnska liðsins sem var hans þrettándi landsleikur. Eero var aftur á móti á varamannabekknum þegar Finnar unnu 1-0 sigur á Kósóvó í gær. Eero Markkanen er 26 ára, fæddur árið 1991, en hann er leikmaður þýska liðsins Dynamo Dresden í dag eftir að hafa komið þangað í láni frá AIK. Lauri Markkanen er 20 ára, fæddur 22. maí 1997. Hann mun spila með Chicago Bulls í NBA-deildinni á komandi tímaibli. Lauri Markkanen hefur farið á kostum á EM í Helsinki og það er ljóst að þar fer leikmaður sem er líklegur til að vera stjarna í NBA á komandi tímabili. Lauri er með 22,5 stig að meðaltali í leik á EM í Helsinki og hefur hitt úr 56 prósent skota sinna utan af velli, sett niður 50 prósent þriggja stiga skota sinna og þá hafa 86 prósent víta hans hafa farið rétta leið. Ná er bara að sjá hvort báðir Markkanen bræðurnir nái því að fagna sigri í landsleik á móti Íslandi í sömu vikunni. EM 2017 í Finnlandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið fær að glíma við framtíðar NBA-stjörnuna Lauri Markkanen í kvöld þegar Ísland og Finnland mætast í síðasta leik riðilsins í Helsinki. Finnar hafa þegar tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni í Istanbul en íslensku strákarnir eru á heimaleið eftir leikinn í kvöld. Þetta verður annar leikur Íslands og Finnlands hjá A-landsliðum karla því fótboltalandslið þjóðanna mættust í Tampere í Finnlandi á laugardaginn var. Þar unnu Finnar. Eero Markkanen var framherji Finna í 1-0 sigrinum á Íslandi í Tampere en hann er eldri bróðir Lauri Markkanen. Eero spilaði allan leikinn í framlínu finnska liðsins sem var hans þrettándi landsleikur. Eero var aftur á móti á varamannabekknum þegar Finnar unnu 1-0 sigur á Kósóvó í gær. Eero Markkanen er 26 ára, fæddur árið 1991, en hann er leikmaður þýska liðsins Dynamo Dresden í dag eftir að hafa komið þangað í láni frá AIK. Lauri Markkanen er 20 ára, fæddur 22. maí 1997. Hann mun spila með Chicago Bulls í NBA-deildinni á komandi tímaibli. Lauri Markkanen hefur farið á kostum á EM í Helsinki og það er ljóst að þar fer leikmaður sem er líklegur til að vera stjarna í NBA á komandi tímabili. Lauri er með 22,5 stig að meðaltali í leik á EM í Helsinki og hefur hitt úr 56 prósent skota sinna utan af velli, sett niður 50 prósent þriggja stiga skota sinna og þá hafa 86 prósent víta hans hafa farið rétta leið. Ná er bara að sjá hvort báðir Markkanen bræðurnir nái því að fagna sigri í landsleik á móti Íslandi í sömu vikunni.
EM 2017 í Finnlandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum