Mörgum mannslífum bjargað Steindór J. Erlingsson og Pétur Hauksson skrifar 7. september 2017 07:00 Undirritaðir eiga það sameiginlegt að hafa bent á ýmislegt sem betur mætti fara á geðdeild Landspítala. Okkur blöskrar hins vegar sú neikvæða umræða um deildina sem nú á sér stað. Okkar vel meintu athugasemdir á árum áður eru léttvægar í samanburði við núverandi holskeflu óvæginnar gagnrýni. Auðvitað ber að draga lærdóm af hörmulegum atburðum undanfarið, og það verður örugglega gert. Á sama tíma má það alveg koma fram að starfsfólki geðdeildar tekst með starfi sínu að koma í veg fyrir mörg sjálfsvíg og annan skaða. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað, en það fer ekki hátt. Ekki er litið á starfið sem hetjulækningar og þessi mannbjörg ratar ekki í fjölmiðla. Hvernig fer starfsfólk geðdeildar að? Árangurinn næst með umfangsmiklu, faglegu og óeigingjörnu starfi. Þetta er erfiðisvinna. Starfsfólk er jafnvel í hættu þegar sjúklingar koma undir áhrifum og í ójafnvægi. Starfsfólk geðdeildar kveinkar sér hins vegar ekki og heldur áfram að gera sitt besta. Komið er fram við sjúka af nærgætni og virðingu. Það skiptir mestu máli og gerir meira gagn en nauðung og hroki. Lausnin er ekki að breyta reglum þannig að strangara eftirlit verði með inniliggjandi sjúklingum, né að nauðung verði aukin. Það myndi breyta sjúkrahúsinu í fangelsi. Aðgengi að sérhæfðri bráðaþjónustu á geðsviði er betri hér en í nágrannalöndum. Hér getur hver sem er gengið inn og fengið faglega aðstoð sérhæfðs starfsmanns geðdeildar, á hvaða tíma dags sem er, án milligöngu eða síunar. Geri aðrir betur. Ekki eru allir sem mæta á geðdeild lagðir inn. Hægt væri að fylla Landspítala allan á svipstundu ef allir sem þess óska yrðu lagðir inn. Hins vegar virðist starfsfólk geðdeildar leggja metnað sinn í að finna viðeigandi úrræði fyrir alla sem þangað leita. Ráðgjöf er veitt og öllum er komið í farveg, eins og það er kallað. Úrræðin geta verið innan deildarinnar eða utan. Heilsugæslan getur í mörgum tilvikum veitt viðeigandi hjálp, þrátt fyrir neikvæða umræðu um þá mikilvægu þjónustu. Hlutverkasetur, Hugarafl, Geðhjálp, Klúbburinn Geysir og Rauðakrossathvörfin Vin, Laut og Lækur hjálpa einnig mörgum. Reynsla greinarhöfunda er að þeir sem þurfa innlögn eru lagðir inn, m.a. þeir sem eru í sjálfsvígshættu og eru með geðsjúkdóm. Starfsfólkið er lífsbjörg þeirra. Vanlíðan er að vonum mikil og fáir tjá sig um hana og hjálpina sem þeim er veitt. Og ekki fer starfsfólk geðdeildar að hrósa sjálfu sér. Hjálpin fer ekki hátt og því er þetta ritað. Auk umræðu um framangreinda mannbjörg, mæla greinarhöfundar með umræðu og aðgerðum til að koma í veg fyrir þann mikla fjölda sjálfsvíga sem eiga sér stað hér á landi á ári hverju. Steindór J. Erlingsson er vísindasagnfræðingur og hefur oft þurft að leita hjálpar á geðdeild Landspítala.Pétur Hauksson er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaðir eiga það sameiginlegt að hafa bent á ýmislegt sem betur mætti fara á geðdeild Landspítala. Okkur blöskrar hins vegar sú neikvæða umræða um deildina sem nú á sér stað. Okkar vel meintu athugasemdir á árum áður eru léttvægar í samanburði við núverandi holskeflu óvæginnar gagnrýni. Auðvitað ber að draga lærdóm af hörmulegum atburðum undanfarið, og það verður örugglega gert. Á sama tíma má það alveg koma fram að starfsfólki geðdeildar tekst með starfi sínu að koma í veg fyrir mörg sjálfsvíg og annan skaða. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað, en það fer ekki hátt. Ekki er litið á starfið sem hetjulækningar og þessi mannbjörg ratar ekki í fjölmiðla. Hvernig fer starfsfólk geðdeildar að? Árangurinn næst með umfangsmiklu, faglegu og óeigingjörnu starfi. Þetta er erfiðisvinna. Starfsfólk er jafnvel í hættu þegar sjúklingar koma undir áhrifum og í ójafnvægi. Starfsfólk geðdeildar kveinkar sér hins vegar ekki og heldur áfram að gera sitt besta. Komið er fram við sjúka af nærgætni og virðingu. Það skiptir mestu máli og gerir meira gagn en nauðung og hroki. Lausnin er ekki að breyta reglum þannig að strangara eftirlit verði með inniliggjandi sjúklingum, né að nauðung verði aukin. Það myndi breyta sjúkrahúsinu í fangelsi. Aðgengi að sérhæfðri bráðaþjónustu á geðsviði er betri hér en í nágrannalöndum. Hér getur hver sem er gengið inn og fengið faglega aðstoð sérhæfðs starfsmanns geðdeildar, á hvaða tíma dags sem er, án milligöngu eða síunar. Geri aðrir betur. Ekki eru allir sem mæta á geðdeild lagðir inn. Hægt væri að fylla Landspítala allan á svipstundu ef allir sem þess óska yrðu lagðir inn. Hins vegar virðist starfsfólk geðdeildar leggja metnað sinn í að finna viðeigandi úrræði fyrir alla sem þangað leita. Ráðgjöf er veitt og öllum er komið í farveg, eins og það er kallað. Úrræðin geta verið innan deildarinnar eða utan. Heilsugæslan getur í mörgum tilvikum veitt viðeigandi hjálp, þrátt fyrir neikvæða umræðu um þá mikilvægu þjónustu. Hlutverkasetur, Hugarafl, Geðhjálp, Klúbburinn Geysir og Rauðakrossathvörfin Vin, Laut og Lækur hjálpa einnig mörgum. Reynsla greinarhöfunda er að þeir sem þurfa innlögn eru lagðir inn, m.a. þeir sem eru í sjálfsvígshættu og eru með geðsjúkdóm. Starfsfólkið er lífsbjörg þeirra. Vanlíðan er að vonum mikil og fáir tjá sig um hana og hjálpina sem þeim er veitt. Og ekki fer starfsfólk geðdeildar að hrósa sjálfu sér. Hjálpin fer ekki hátt og því er þetta ritað. Auk umræðu um framangreinda mannbjörg, mæla greinarhöfundar með umræðu og aðgerðum til að koma í veg fyrir þann mikla fjölda sjálfsvíga sem eiga sér stað hér á landi á ári hverju. Steindór J. Erlingsson er vísindasagnfræðingur og hefur oft þurft að leita hjálpar á geðdeild Landspítala.Pétur Hauksson er geðlæknir.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun