Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. september 2017 20:15 Michael Clausen ofnæmislæknir. Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar efast um skaðsemi myglusvepps og kallar eftir frekari rannsóknum. Myglusveppur hefur verið talsvert í umræðunni síðustu misserin, en nýjasta dæmið er hús Orkuveitunnar sem talið er vera gjörónýtt af völdum rakaskemmda. Líkur eru á að rífa þurfi húsið en tjónið er talið nema tæpum tveimur milljörðum króna. Kári Stefánsson ritaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann segir að hvergi hafi verið sýnt fram á að það með vísindalegum aðferðum að myglusveppur í húsum vegi að heilsu manna, og bætir við að hann hafi gert ítarlega leit að slíkum rannsóknum í læknisfræðibókmenntum. Ekki væri úr vegi að byrja á að rannsaka málið áður en hús séu dæmd ónýt og rifin. Michael Clausen ofnæmislæknir segir það ekki rétt að engar rannsóknir hafi verið gerðar á skaðsemi myglusveppsins – hins vegar hafi ekki tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli raka og myglu. „Rannsóknir hafa sýnt það að það eru tengsl á milli þess að búa eða vinna í húsnæði sem er með rakaskemmdum og þar af leiðandi mygla. Til dæmis öndunarfæraeinkenni eins og astma og nefeinkenni og þvíumlíkt. En það er ekki hægt að sýna fram á orsakatengsl þar á milli. En það eru tengsl engu að síður,“ segir Michael. Hann segir rakaskemmdir geta leyst ýmis efni úr læðingi og að það þurfi að skoða nánar. Full ástæða sé til þess að huga vel að þessum málum. „Það eru önnur efni sem kunna að losna þegar um er að ræða rakaskemmdir. Það liggur ekkert algjörlega á hreinu hver bófinn er í þessu drama, en það er heilsuspillandi að búa í slíku húsnæði.“Er fólk mögulega of mikið að velta þessu fyrir sér? „Ég held að ef manni líður illa og er lasinn að þá eðlilega að velta því fyrir sér hvað það getur verið. Það er náttúrulega okkar hlutverk, sem erum að vinna með fólk sem er veikt, að reyna að finna einhverjar skýringar á því. Þannig að ég held að það sé ekki rangt að gera það. En svo er eflaust hægt að fara of mikið út í öfgar.“ Tengdar fréttir Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00 Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26 Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar efast um skaðsemi myglusvepps og kallar eftir frekari rannsóknum. Myglusveppur hefur verið talsvert í umræðunni síðustu misserin, en nýjasta dæmið er hús Orkuveitunnar sem talið er vera gjörónýtt af völdum rakaskemmda. Líkur eru á að rífa þurfi húsið en tjónið er talið nema tæpum tveimur milljörðum króna. Kári Stefánsson ritaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann segir að hvergi hafi verið sýnt fram á að það með vísindalegum aðferðum að myglusveppur í húsum vegi að heilsu manna, og bætir við að hann hafi gert ítarlega leit að slíkum rannsóknum í læknisfræðibókmenntum. Ekki væri úr vegi að byrja á að rannsaka málið áður en hús séu dæmd ónýt og rifin. Michael Clausen ofnæmislæknir segir það ekki rétt að engar rannsóknir hafi verið gerðar á skaðsemi myglusveppsins – hins vegar hafi ekki tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli raka og myglu. „Rannsóknir hafa sýnt það að það eru tengsl á milli þess að búa eða vinna í húsnæði sem er með rakaskemmdum og þar af leiðandi mygla. Til dæmis öndunarfæraeinkenni eins og astma og nefeinkenni og þvíumlíkt. En það er ekki hægt að sýna fram á orsakatengsl þar á milli. En það eru tengsl engu að síður,“ segir Michael. Hann segir rakaskemmdir geta leyst ýmis efni úr læðingi og að það þurfi að skoða nánar. Full ástæða sé til þess að huga vel að þessum málum. „Það eru önnur efni sem kunna að losna þegar um er að ræða rakaskemmdir. Það liggur ekkert algjörlega á hreinu hver bófinn er í þessu drama, en það er heilsuspillandi að búa í slíku húsnæði.“Er fólk mögulega of mikið að velta þessu fyrir sér? „Ég held að ef manni líður illa og er lasinn að þá eðlilega að velta því fyrir sér hvað það getur verið. Það er náttúrulega okkar hlutverk, sem erum að vinna með fólk sem er veikt, að reyna að finna einhverjar skýringar á því. Þannig að ég held að það sé ekki rangt að gera það. En svo er eflaust hægt að fara of mikið út í öfgar.“
Tengdar fréttir Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00 Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26 Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Ekki víst að mygla sé skaðleg "Þrátt fyrir vandlega leit í læknisfræðibókmenntum okkar tíma hefur mér ekki tekist að finna þess merki að búið sé að sýna fram á með vísindalegum aðferðum að myglusveppir í húsum vegi að heilsu manna,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 5. september 2017 06:00
Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26
Kólumkilli eða sveppasúpa Ég held að það hafi verið einhvern tíma seint á sjöunda áratugnum að hann faðir minn, Stefán Jónsson fréttamaður, fór norður í land til þess að taka viðtöl við íbúa á bæ þar sem reimleikar höfðu gert vart við sig. Viðtölunum var útvarpað sem fréttaauka þjóðinni til fróðleiks. Það voru engar athugasemdir gerðar við þennan fréttaflutning af draugum vegna þess að þjóðin trúði á þá, hafði lifað með þeim í þúsund ár. 5. september 2017 07:00