Eyðilagði Van Gaal hollenskan fótbolta? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 16:00 Van Gaal stýrði Hollendingum á HM 2014 Vísir/getty Hollendingar héldu vonum sínum um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á lofti með 3-1 sigri á Búlgaríu á sunnudaginn. Hollendingar eru í 3. sæti A-riðils þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum frá Svíum sem sitja í öðru sætinu. En hvernig stendur á því að liðið sem var í úrslitum 2010 og undanúrslitum 2014 mun líklegast ekki komast í lokakeppnina 2018? Mark Ogden hjá ESPN tók saman áhugaverða samantekt um hollenska landsliðið. Holland var lengi talið eitt af stórveldum Evrópu í fótboltanum og hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims, eins og Arjen Robben, Johan Cruyff, Marco van Basten og lengi gæti áfram talið. En Hollendingar hafa verið á niðurleið undan farið, og þótti undankeppni Evrópumótsins 2016 þeim til skammar, þar sem þeir urðu í fjórða sæti í riðlinum, Íslendingum til góðra minninga. Kenningar fótboltaspekinga eru að Luis Van Gaal sé maðurinn á bak við hnignun Hollands, og að hana megi rekja allt til tíunda áratugs síðustu aldar þegar Van Gaal gerði Ajax að Evrópumeisturum félagsliða árið 1995. Þó að Van Gaal hafi sett Ajax og hollenskan fótbolta á toppinn á þeim tíma, þá hafi hans leikstíll leitt til kynslóðar af fótboltamönnum sem séu ekki með sama þor og sjálfstraust og einkenndi fyrirrennara þeirra. Á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum voru leikmenn eins og Robben, Wesley Sneijder og Robin van Persie áberandi í liðinu og eru þeir allir búnir eiginleikum og getu í það að breyta leikjum og klára leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru einmitt síðasta kynslóð ungra leikmanna sem komu fram áður en áhrifum Van Gaal fór að njóta við. Í dag er Robben enn skærasta stjarna hollenska liðsins, og van Persie var kallaður inn í liðið fyrir leikinn gegn Búlgaríu eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Allir þeir ungu leikmenn sem Van Gaal gaf tækifæri með hollenska liðinu árið 2014 eru horfnir út af sjónarsviðinu í dag. Daley Blind spilar reglulega með Manchester United og Georginio Wijnaldum hefur staðið sig vel með Liverpool. Robben er enn að spila með þýska stórveldinu Bayern Munich og Jasper Cillessen er varamarkmaður Barcelona, en fleiri eru hollensku nöfnin í stórliðum í Evrópu ekki. Ajax leit út fyrir að ætla að koma hollenskum fótbolta aftur á kortið þegar þeir komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili með unga og efnilega leikmenn innanborðs. En allt varð fyrir ekki og nú, 6 mánuðum seinna, bíður þeirra tímabil án Evrópukeppna þar sem liðið komst ekki í gegnum umspil Evrópudeildarinnar. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00 Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Hollendingar héldu vonum sínum um að komast í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á lofti með 3-1 sigri á Búlgaríu á sunnudaginn. Hollendingar eru í 3. sæti A-riðils þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum frá Svíum sem sitja í öðru sætinu. En hvernig stendur á því að liðið sem var í úrslitum 2010 og undanúrslitum 2014 mun líklegast ekki komast í lokakeppnina 2018? Mark Ogden hjá ESPN tók saman áhugaverða samantekt um hollenska landsliðið. Holland var lengi talið eitt af stórveldum Evrópu í fótboltanum og hafa framleitt marga af bestu fótboltamönnum heims, eins og Arjen Robben, Johan Cruyff, Marco van Basten og lengi gæti áfram talið. En Hollendingar hafa verið á niðurleið undan farið, og þótti undankeppni Evrópumótsins 2016 þeim til skammar, þar sem þeir urðu í fjórða sæti í riðlinum, Íslendingum til góðra minninga. Kenningar fótboltaspekinga eru að Luis Van Gaal sé maðurinn á bak við hnignun Hollands, og að hana megi rekja allt til tíunda áratugs síðustu aldar þegar Van Gaal gerði Ajax að Evrópumeisturum félagsliða árið 1995. Þó að Van Gaal hafi sett Ajax og hollenskan fótbolta á toppinn á þeim tíma, þá hafi hans leikstíll leitt til kynslóðar af fótboltamönnum sem séu ekki með sama þor og sjálfstraust og einkenndi fyrirrennara þeirra. Á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum voru leikmenn eins og Robben, Wesley Sneijder og Robin van Persie áberandi í liðinu og eru þeir allir búnir eiginleikum og getu í það að breyta leikjum og klára leiki upp á sitt einsdæmi. Þeir eru einmitt síðasta kynslóð ungra leikmanna sem komu fram áður en áhrifum Van Gaal fór að njóta við. Í dag er Robben enn skærasta stjarna hollenska liðsins, og van Persie var kallaður inn í liðið fyrir leikinn gegn Búlgaríu eftir tveggja ára fjarveru frá landsliðinu. Allir þeir ungu leikmenn sem Van Gaal gaf tækifæri með hollenska liðinu árið 2014 eru horfnir út af sjónarsviðinu í dag. Daley Blind spilar reglulega með Manchester United og Georginio Wijnaldum hefur staðið sig vel með Liverpool. Robben er enn að spila með þýska stórveldinu Bayern Munich og Jasper Cillessen er varamarkmaður Barcelona, en fleiri eru hollensku nöfnin í stórliðum í Evrópu ekki. Ajax leit út fyrir að ætla að koma hollenskum fótbolta aftur á kortið þegar þeir komust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili með unga og efnilega leikmenn innanborðs. En allt varð fyrir ekki og nú, 6 mánuðum seinna, bíður þeirra tímabil án Evrópukeppna þar sem liðið komst ekki í gegnum umspil Evrópudeildarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00 Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52 Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Hollenska kvennalandsliðsins í fótbolta tryggði sér sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með 4-2 sigri á Dönum í úrslitaleik í Enschede í dag. 6. ágúst 2017 17:00
Blind lagði upp tvö í sigri Hollands Hollendingar unnu 3-1 sigur á Búlgaríu í A-riðli undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í dag. 3. september 2017 17:52