Kristófer: Eiginlega okkar heimavöllur líka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 13:22 Kristófer Acox í leiknum í dag. Vísir/getty „Við byrjuðum mjög vel fyrstu tíu mínúturnar, vorum yfir eftir fyrsta leikhluta. Síðan kemur einhver lægð í öðrum leikhluta og holan er orðin of djúp til þess að komast aftur upp úr henni,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Óskar Ófeig Jónsson eftir 75-102 tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Íslenska liðið mætti mjög grimmt til leiks og byrjuðu leikinn mjög vel, en svo sýndu Slóvenar styrk sinn og voru yfir 43-60 í hálfleik. „Við förum inn í leikhléið með það að koma í þriðja leikhluta og reyna aðeins að klóra í bakkann, en það bara gerðist alls ekki og við missum þá ennþá lengra fram úr okkur og þá er þetta orðið of erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Kristófer. „Þeir eru taplausir í okkar riðli, þannig að þeir eru á toppnum og við vissum það fyrir leikinn. En við vissum líka að þetta væri leikur sem við ættum að geta tekið ef við spilum vel.“Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, gerði vel í að rúlla á leikmannahópnum í dag og stóðu varamennirnir sig vel í leiknum. „Mjög ánægður [með leikmenn sem komu inn af bekknum], sérstaklega með Elvar og Tryggva. Þeir voru að nýta sínar mínútur bara mjög vel og þeir komu með drifkraft, og Ægir líka, og náðu að rífa þetta aðeins upp.“ Þrátt fyrir stórt tap í dag, voru úrslitin samt þau bestu hjá íslenska liðinu til þessa og var Kristófer að vonum ánægður með það „Þetta eru alltaf 20-30 stig, en við náum aðeins að laga stöðuna [í dag] og það er jákvætt. Það er einn leikur eftir og ég trúi ekki öðru en að við gefum allt í þetta.“ Síðasti leikur Íslands á mótinu verður gegn Finnum annað kvöld, en hefst leikurinn klukkan 17:45 að íslenskum tíma. Kristófer vonar að fyrsti sigur Íslands á Eurobasket verði þá að veruleika. „Þetta eru bara körfuboltamenn eins og við. Við þurfum bara að koma brjálaðir inn og gefa allt. Það verður troðfullt hús held ég, Finnar á heimavelli en við eiginlega líka á heimavelli með allt þetta fólk í stúkunni Vonandi náum við að gefa þeim alvöru leik í 40 mínútur og taka allavega einn sigur á þessu móti,“ sagði Kristófer Acox. Kristófer skoraði 4 stig í leiknum í dag, tók 3 fráköst og átti einn stolinn bolta. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
„Við byrjuðum mjög vel fyrstu tíu mínúturnar, vorum yfir eftir fyrsta leikhluta. Síðan kemur einhver lægð í öðrum leikhluta og holan er orðin of djúp til þess að komast aftur upp úr henni,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Óskar Ófeig Jónsson eftir 75-102 tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Íslenska liðið mætti mjög grimmt til leiks og byrjuðu leikinn mjög vel, en svo sýndu Slóvenar styrk sinn og voru yfir 43-60 í hálfleik. „Við förum inn í leikhléið með það að koma í þriðja leikhluta og reyna aðeins að klóra í bakkann, en það bara gerðist alls ekki og við missum þá ennþá lengra fram úr okkur og þá er þetta orðið of erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Kristófer. „Þeir eru taplausir í okkar riðli, þannig að þeir eru á toppnum og við vissum það fyrir leikinn. En við vissum líka að þetta væri leikur sem við ættum að geta tekið ef við spilum vel.“Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, gerði vel í að rúlla á leikmannahópnum í dag og stóðu varamennirnir sig vel í leiknum. „Mjög ánægður [með leikmenn sem komu inn af bekknum], sérstaklega með Elvar og Tryggva. Þeir voru að nýta sínar mínútur bara mjög vel og þeir komu með drifkraft, og Ægir líka, og náðu að rífa þetta aðeins upp.“ Þrátt fyrir stórt tap í dag, voru úrslitin samt þau bestu hjá íslenska liðinu til þessa og var Kristófer að vonum ánægður með það „Þetta eru alltaf 20-30 stig, en við náum aðeins að laga stöðuna [í dag] og það er jákvætt. Það er einn leikur eftir og ég trúi ekki öðru en að við gefum allt í þetta.“ Síðasti leikur Íslands á mótinu verður gegn Finnum annað kvöld, en hefst leikurinn klukkan 17:45 að íslenskum tíma. Kristófer vonar að fyrsti sigur Íslands á Eurobasket verði þá að veruleika. „Þetta eru bara körfuboltamenn eins og við. Við þurfum bara að koma brjálaðir inn og gefa allt. Það verður troðfullt hús held ég, Finnar á heimavelli en við eiginlega líka á heimavelli með allt þetta fólk í stúkunni Vonandi náum við að gefa þeim alvöru leik í 40 mínútur og taka allavega einn sigur á þessu móti,“ sagði Kristófer Acox. Kristófer skoraði 4 stig í leiknum í dag, tók 3 fráköst og átti einn stolinn bolta.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum