Íslendingar mæta Slóvenum á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki klukkan 10.45. Hjónin Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir voru á leið í keppnishöllina ásamt dætrum sínum.
„Það er frábært að vera hérna og styðja strákana. Maður verður að vera með hóflegar væntingar. Ég átti ekki von á því að við myndum vinna marga leiki“, segir Falur. Falur og Margrét voru á síðasta Evrópumóti í Berlín. „Þá tókum við eldri deildina þá sem gátu farið með okkur á barina“ segir Margrét. „Þetta er búið að vera æði og mun skemmtilegra en í Berlín“, segir Lovísa elsta dóttirin.
Falur lék eitt ár í Finnlandi með ToPo Honka og er búinn að hitta gamla liðsfélaga hér í Helsinki.
Viðtalið við þau má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Ættarmót hjá körfuboltafjölskyldunni
Arnar Björnsson skrifar
Mest lesið

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
Íslenski boltinn

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Íslenski boltinn


„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
Íslenski boltinn

Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki
Íslenski boltinn




