Þegar 19 ára gamall Logi skoraði 29 stig á móti Slóvenum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 10:00 Logi Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mætir Slóvenum í dag í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Logi á góðar minningar frá leik á móti Slóveníu. 29. nóvember 2000 fór Logi á kostum í leik við Slóvena í Laugardalshöllinni en hann skoraði þá 29 stig á aðeins 23 mínútum. Hann var þá aðeins að spila sinn sjöunda landsleik og var nýorðinn 19 ára gamall. „Ég man vel eftir leiknum. Ég held að ég hafi verið bara nítján ára gamall þarna. Þetta var einn af mínum fyrstu landsleikjum og ég var að spila á móti svona stórri þjóð eins og Slóvenía er," sagði Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. „Það var mjög spennandi að hafa spilað þennan leik og ég man eftir því að það fór allt ofan í hjá mér. Ég var út um allan völl, ungur pungur á fleygiferð og með mikinn kraft," sagði Logi sem hitti úr 10 af 15 skotum utan af velli og úr öllum sjö vítunum. „Það fór allt ofan í hjá mér þennan dag og við áttum góðan leik á móti þeim. Þeir rétt unnu okkur á lokamínútunum," sagði Logi en getur hann skorað aftur 29 stig á Slóvenana í dag? „Já er það ekki bara,“ sagði Logi í gríni en bætti svo við: „Nei maður er í öðruvísi hlutverki núna sem reynslubolti sem er að reyna að miðla reynslunni til hinna. Ég fæ kannski færri mínútur en reyni að gefa allt í verkefnið þegar ég kem inná," sagði Logi. „Ég reyni líka að dreifa jákvæðni og kraft frá bekknum þegar ég er ekki inná. Einn og einn þristur hér og þar gæti komið," sagði Logi. Íslenska liðið tapaði reyndar leiknum með 10 stigum á endanum (80-90) í þessum leik fyrir tæpum sautján árum en var yfir í hálfleik 44-42 eftir að hafa unnið annan leikhlutann 28-16. Jón Arnór Stefánsson lék einnig leikinn og var með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Það má sjá tölfræði leiksins með því að smella hér. Það má síðan horfa á viðtal Arnars við Loga í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30 Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15 Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30 Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Logi Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mætir Slóvenum í dag í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Logi á góðar minningar frá leik á móti Slóveníu. 29. nóvember 2000 fór Logi á kostum í leik við Slóvena í Laugardalshöllinni en hann skoraði þá 29 stig á aðeins 23 mínútum. Hann var þá aðeins að spila sinn sjöunda landsleik og var nýorðinn 19 ára gamall. „Ég man vel eftir leiknum. Ég held að ég hafi verið bara nítján ára gamall þarna. Þetta var einn af mínum fyrstu landsleikjum og ég var að spila á móti svona stórri þjóð eins og Slóvenía er," sagði Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. „Það var mjög spennandi að hafa spilað þennan leik og ég man eftir því að það fór allt ofan í hjá mér. Ég var út um allan völl, ungur pungur á fleygiferð og með mikinn kraft," sagði Logi sem hitti úr 10 af 15 skotum utan af velli og úr öllum sjö vítunum. „Það fór allt ofan í hjá mér þennan dag og við áttum góðan leik á móti þeim. Þeir rétt unnu okkur á lokamínútunum," sagði Logi en getur hann skorað aftur 29 stig á Slóvenana í dag? „Já er það ekki bara,“ sagði Logi í gríni en bætti svo við: „Nei maður er í öðruvísi hlutverki núna sem reynslubolti sem er að reyna að miðla reynslunni til hinna. Ég fæ kannski færri mínútur en reyni að gefa allt í verkefnið þegar ég kem inná," sagði Logi. „Ég reyni líka að dreifa jákvæðni og kraft frá bekknum þegar ég er ekki inná. Einn og einn þristur hér og þar gæti komið," sagði Logi. Íslenska liðið tapaði reyndar leiknum með 10 stigum á endanum (80-90) í þessum leik fyrir tæpum sautján árum en var yfir í hálfleik 44-42 eftir að hafa unnið annan leikhlutann 28-16. Jón Arnór Stefánsson lék einnig leikinn og var með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Það má sjá tölfræði leiksins með því að smella hér. Það má síðan horfa á viðtal Arnars við Loga í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30 Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15 Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30 Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00
Sána í stað æfingar hjá Hlyni í dag Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var ekki með á æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í dag en kappinn glímir við veikindi. 4. september 2017 13:30
Goran Dragic: Við vanmetum engan Arnar Björnsson ræddi við Goran Dragic, leikmann Miami Heat og slóvenska landsliðsins, á æfingu slóvenska liðsins í dag en Slóvenar mæta Íslendingum á EM í körfubolta í Helsinki á morgun. 4. september 2017 21:15
Martin: Það er hans verkefni að pæla í því Martin Hermannsson og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa tapað þremur fyrstu leikjunum stórt á Evrópumótinu í Helsinki og fá nú bara tvo leiki til viðbótar til að landa fyrsta sigri Íslands á Eurobasket. 4. september 2017 14:30
Einar Bollason: Finnur Freyr er framtíðarlandsliðsþjálfari Körfuboltagoðsögnin Einar Bollason er að sjálfsögðu í Helsinki þar sem íslenska körfuboltalandsliðið tekur þátt á EM. 4. september 2017 19:00
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik