Háskólinn á Akureyri 30 ára Eyjólfur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 08:00 Háskólinn á Akureyri er 30 ára. Fyrir háskólastofnun er það ungur aldur en í raun er ótrúlegt hversu góður árangur hefur náðst á jafn stuttum tíma. Þann 10. febrúar 1965 var á Alþingi rædd þingsályktunartillaga Ingvars Gíslasonar, Karls Kristjánssonar og Gísla Guðmundssonar um eflingu Akureyrarbæjar sem skólabæjar. Í tillögunni kom fram að stefnt skyldi að því að háskóli tæki til starfa í náinni framtíð. Það tók 22 ár að koma tillögunni í framkvæmd. Þingsályktunartillaga Ingvars og annarra flutningsmanna endurómaði þá umræðu sem hafði skapast upp úr 1960 um að tími væri til kominn að aðgengi að háskólanámi yrði bætt með því að taka upp háskólakennslu á Akureyri. Seint á 7. áratugnum var jafnframt hafinn undirbúningur að háskólakennslu í Tromsö í Noregi og hafa eflaust margir horft til þeirrar fyrirmyndar, bæði hvað varðaði háskólann sjálfan en ekki síst þeirrar stefnu Norðmanna að efla byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Hefði það verið mikið happ fyrir íslenskt samfélag ef stjórnmálamenn þess tíma hefðu sýnt sömu framsýni og norskir starfsbræður þeirra gerðu á þessum árum og hrint í framkvæmd sambærilegri stefnu. En það er alls ekki orðið of seint. Að öðrum ólöstuðum var það þó samvinna þeirra Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra og Haraldar Bessasonar prófessors við Manitoba-háskóla sem varð lokahnykkurinn í stofnun sjálfstæðs háskóla á Akureyri. Í greinargerð til Sverris setti Haraldur fram skýr rök fyrir því að Háskólinn á Akureyri yrði sjálfstæð vísindastofnun sem þó væri í miklu og beinu sambandi við innlendar og erlendar háskólastofnanir. Sverrir Hermannsson, þá menntamálaráðherra, hafði ekki uppi frekari málalengingar í málinu og tók af skarið um að setja á stofn sjálfstæðan Háskóla á Akureyri og birti um það auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu í lok júní 1987. Áratugalangri baráttu um eflingu háskólanáms utan höfuðborgarsvæðisins var lokið en við tók nýr kafli þar sem uppbygging og efling skólans varð forgangsatriði.Háskóli allra landsmanna Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því í dag hversu mikla þýðingu Háskólinn á Akureyri hefur haft fyrir aðgengi að háskólanámi fyrir alla landsmenn. Um 10 árum eftir að skólinn hóf starfsemi sína var farið að huga að fjarnámi við skólann. Strax í upphafi var fjarnámið í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, hvort sem um var að ræða símenntunarmiðstöðvar, þekkingarsetur eða námsflokka, eða í beinu sambandi við einstök sveitarfélög. Á þeim þremur áratugum sem háskólinn hefur starfað hafa rúmlega 5000 einstaklingar af landinu öllu brautskráðst frá honum. Rúmlega helmingur þessara nemenda (55%) kemur frá Norðurlandi, um 20% koma frá höfuðborgarsvæðinu og um 25% frá öðrum landshlutum. Með þessu móti hefur skólinn getað komið til móts við þá miklu þörf sem verið hefur á háskólamenntuðu fólki á landsbyggðunum öllum. Þannig hefur fólk haft tækifæri til þess að mennta sig í hjúkrunarfræði, til kennara, í sjávarútvegsfræðum, líftækni og viðskiptafræðum, iðjuþjálfun, sálfræði, lögfræði, félagsvísindum og nútímafræði, og nú síðast lögreglufræðum. Allt eru þetta mikilvægar fræðigreinar sem mynda stoðir hvers samfélags, ekki síst þeirra samfélaga sem staðið hafa fjærst stærstu þéttbýliskjörnunum. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur sem stunda fjarnám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til þess að starfa í þeirri sömu heimabyggð fimm árum seinna. Með því að veita aukið aðgengi að háskólamenntun hefur Háskólinn á Akureyri stuðlað að uppbyggingu þjónustustofnana og fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins og þar með treyst byggð í landinu öllu. HA hefur notið stuðnings fólks víðsvegar úr samfélaginu. Þessu fólki fær skólinn seint fullþakkað en hann er þakklátur fyrir stuðninginn og treystir á að Íslendingar allir sjái mikilvægi háskólamenntunar fyrir næstu kynslóðir. Á þessum tímamótum er mér ofarlega í huga hið mikla og óeigingjarna starf sem allt starfsfólk Háskólans á Akureyri hefur sinnt í gegnum þessa þrjá áratugi. Án fórnfýsi þess og tryggðar við stofnunina, á erfiðustu tímum og þeim bestu, hefði skólinn aldrei náð þeim árangri sem náðst hefur í dag. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háskólinn á Akureyri er 30 ára. Fyrir háskólastofnun er það ungur aldur en í raun er ótrúlegt hversu góður árangur hefur náðst á jafn stuttum tíma. Þann 10. febrúar 1965 var á Alþingi rædd þingsályktunartillaga Ingvars Gíslasonar, Karls Kristjánssonar og Gísla Guðmundssonar um eflingu Akureyrarbæjar sem skólabæjar. Í tillögunni kom fram að stefnt skyldi að því að háskóli tæki til starfa í náinni framtíð. Það tók 22 ár að koma tillögunni í framkvæmd. Þingsályktunartillaga Ingvars og annarra flutningsmanna endurómaði þá umræðu sem hafði skapast upp úr 1960 um að tími væri til kominn að aðgengi að háskólanámi yrði bætt með því að taka upp háskólakennslu á Akureyri. Seint á 7. áratugnum var jafnframt hafinn undirbúningur að háskólakennslu í Tromsö í Noregi og hafa eflaust margir horft til þeirrar fyrirmyndar, bæði hvað varðaði háskólann sjálfan en ekki síst þeirrar stefnu Norðmanna að efla byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Hefði það verið mikið happ fyrir íslenskt samfélag ef stjórnmálamenn þess tíma hefðu sýnt sömu framsýni og norskir starfsbræður þeirra gerðu á þessum árum og hrint í framkvæmd sambærilegri stefnu. En það er alls ekki orðið of seint. Að öðrum ólöstuðum var það þó samvinna þeirra Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra og Haraldar Bessasonar prófessors við Manitoba-háskóla sem varð lokahnykkurinn í stofnun sjálfstæðs háskóla á Akureyri. Í greinargerð til Sverris setti Haraldur fram skýr rök fyrir því að Háskólinn á Akureyri yrði sjálfstæð vísindastofnun sem þó væri í miklu og beinu sambandi við innlendar og erlendar háskólastofnanir. Sverrir Hermannsson, þá menntamálaráðherra, hafði ekki uppi frekari málalengingar í málinu og tók af skarið um að setja á stofn sjálfstæðan Háskóla á Akureyri og birti um það auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu í lok júní 1987. Áratugalangri baráttu um eflingu háskólanáms utan höfuðborgarsvæðisins var lokið en við tók nýr kafli þar sem uppbygging og efling skólans varð forgangsatriði.Háskóli allra landsmanna Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því í dag hversu mikla þýðingu Háskólinn á Akureyri hefur haft fyrir aðgengi að háskólanámi fyrir alla landsmenn. Um 10 árum eftir að skólinn hóf starfsemi sína var farið að huga að fjarnámi við skólann. Strax í upphafi var fjarnámið í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, hvort sem um var að ræða símenntunarmiðstöðvar, þekkingarsetur eða námsflokka, eða í beinu sambandi við einstök sveitarfélög. Á þeim þremur áratugum sem háskólinn hefur starfað hafa rúmlega 5000 einstaklingar af landinu öllu brautskráðst frá honum. Rúmlega helmingur þessara nemenda (55%) kemur frá Norðurlandi, um 20% koma frá höfuðborgarsvæðinu og um 25% frá öðrum landshlutum. Með þessu móti hefur skólinn getað komið til móts við þá miklu þörf sem verið hefur á háskólamenntuðu fólki á landsbyggðunum öllum. Þannig hefur fólk haft tækifæri til þess að mennta sig í hjúkrunarfræði, til kennara, í sjávarútvegsfræðum, líftækni og viðskiptafræðum, iðjuþjálfun, sálfræði, lögfræði, félagsvísindum og nútímafræði, og nú síðast lögreglufræðum. Allt eru þetta mikilvægar fræðigreinar sem mynda stoðir hvers samfélags, ekki síst þeirra samfélaga sem staðið hafa fjærst stærstu þéttbýliskjörnunum. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur sem stunda fjarnám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til þess að starfa í þeirri sömu heimabyggð fimm árum seinna. Með því að veita aukið aðgengi að háskólamenntun hefur Háskólinn á Akureyri stuðlað að uppbyggingu þjónustustofnana og fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins og þar með treyst byggð í landinu öllu. HA hefur notið stuðnings fólks víðsvegar úr samfélaginu. Þessu fólki fær skólinn seint fullþakkað en hann er þakklátur fyrir stuðninginn og treystir á að Íslendingar allir sjái mikilvægi háskólamenntunar fyrir næstu kynslóðir. Á þessum tímamótum er mér ofarlega í huga hið mikla og óeigingjarna starf sem allt starfsfólk Háskólans á Akureyri hefur sinnt í gegnum þessa þrjá áratugi. Án fórnfýsi þess og tryggðar við stofnunina, á erfiðustu tímum og þeim bestu, hefði skólinn aldrei náð þeim árangri sem náðst hefur í dag. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun