Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. september 2017 06:00 Nýlega hafa borist áskoranir, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins og frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til fjármálaráðherra um að veita almenningi skattaafslátt til að kaupa hlutabréf. Óumdeilt er að slík aðgerð nýtist nær eingöngu tekjuhæstu einstaklingunum í samfélaginu.Miklu fleiri leiðir til sparnaðar Það er undarleg forgangsröðun að nota skattkerfið til að hygla þeim sem hafa hæstu tekjurnar með því að veita þeim sérstakar hlutabréfabætur. Ljóst er að hvorki lífeyrisþegar né almennt launafólk mun notfæra sér þetta „kostaboð“ til að lækka skattstofn sinn, af þeirri einföldu ástæðu að fólk hefur nóg annað við fé sitt að gera en að kaupa hlutabréf. Hlutabréfakaup einstaklinga er ein tegund af sparnaði. Ef tilgangurinn með þessari undarlegu tillögu er að auka sparnað í samfélaginu eru miklu fleiri leiðir til þess, t.d. að auka vaxtabætur. Ef það er svigrúm til að lækka skatta er það meir í anda jafnaðarmennsku að veita fólki skattaafslátt vegna t.d. greiðslna fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakaup og vegna ferðakostnaðar af þeim sökum. Einnig mætti hækka vaxtabótagreiðslur eða veita þeim sem skulda íbúða- eða námslán skattaafslætti vegna afborgana.Kolröng forgangsröðun Hér að ofan eru nefndar þarfari hugmyndir um skattaafslætti sem nýtist fleirum en þeim tekjuhæstu. Það er kolröng forgangsröðun að berjast fyrir skattaafslætti fyrir hina tekjuhærri, þegar krabbameinssjúkum er neitað um frádrátt frá skatti vegna mikilla útgjalda vegna heilbrigðisþjónustu. Fólk getur sótt um frádrátt frá skatti vegna mikilla heilbrigðisútgjalda hjá Ríkisskattstjóra, en þær reglur eru túlkaðar þröngt og sjaldan fallist á slík erindi. Það segir margt um hug þingmanna sem berjast fyrir hlutabréfabótum en ekki fyrir bótum vegna hárra heilbrigðisútgjalda! Tillaga um skattaafslætti er í samræmi við málflutning hægri manna og þjónar tekjuhæstu einstaklingum í samfélaginu, um leið og hún gengur gegn jöfnuði og skilur eftir þá sem hafa meðal og lægri tekjur með sárt enni.Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa borist áskoranir, m.a. frá Samtökum atvinnulífsins og frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til fjármálaráðherra um að veita almenningi skattaafslátt til að kaupa hlutabréf. Óumdeilt er að slík aðgerð nýtist nær eingöngu tekjuhæstu einstaklingunum í samfélaginu.Miklu fleiri leiðir til sparnaðar Það er undarleg forgangsröðun að nota skattkerfið til að hygla þeim sem hafa hæstu tekjurnar með því að veita þeim sérstakar hlutabréfabætur. Ljóst er að hvorki lífeyrisþegar né almennt launafólk mun notfæra sér þetta „kostaboð“ til að lækka skattstofn sinn, af þeirri einföldu ástæðu að fólk hefur nóg annað við fé sitt að gera en að kaupa hlutabréf. Hlutabréfakaup einstaklinga er ein tegund af sparnaði. Ef tilgangurinn með þessari undarlegu tillögu er að auka sparnað í samfélaginu eru miklu fleiri leiðir til þess, t.d. að auka vaxtabætur. Ef það er svigrúm til að lækka skatta er það meir í anda jafnaðarmennsku að veita fólki skattaafslátt vegna t.d. greiðslna fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakaup og vegna ferðakostnaðar af þeim sökum. Einnig mætti hækka vaxtabótagreiðslur eða veita þeim sem skulda íbúða- eða námslán skattaafslætti vegna afborgana.Kolröng forgangsröðun Hér að ofan eru nefndar þarfari hugmyndir um skattaafslætti sem nýtist fleirum en þeim tekjuhæstu. Það er kolröng forgangsröðun að berjast fyrir skattaafslætti fyrir hina tekjuhærri, þegar krabbameinssjúkum er neitað um frádrátt frá skatti vegna mikilla útgjalda vegna heilbrigðisþjónustu. Fólk getur sótt um frádrátt frá skatti vegna mikilla heilbrigðisútgjalda hjá Ríkisskattstjóra, en þær reglur eru túlkaðar þröngt og sjaldan fallist á slík erindi. Það segir margt um hug þingmanna sem berjast fyrir hlutabréfabótum en ekki fyrir bótum vegna hárra heilbrigðisútgjalda! Tillaga um skattaafslætti er í samræmi við málflutning hægri manna og þjónar tekjuhæstu einstaklingum í samfélaginu, um leið og hún gengur gegn jöfnuði og skilur eftir þá sem hafa meðal og lægri tekjur með sárt enni.Höfundur er jafnaðarmaður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar