

Það var mikið stuð og stemning þegar Arnar Björnsson hitti gamlar körfuboltagoðsagnir á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins í körfubolta fyrir leik dagsins.
Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik.
"Ég veit ekki alveg hvað fór úrskeiðis. Mér fannst þeir vinna okkur á hinum og þessum sviðum," sagði stóri og stæðilegri miðherjinn, Tryggvi Snær Hlinason, eftir 30 stiga tap gegn Póllandi á EM í körfubolta í Finnlandi.
Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag.
Hörður Axel Vilhjálmsson stóð upp úr í íslenska körfuboltalandsliðinu í tapinu fyrir Pólverjum í dag. Hörður Axel skoraði 16 stig og hitti úr sex af 10 skotum sínum.
Það var mikið um dýrðir þegar stuðningsmenn Íslands komu saman í stuðningsmannasvæðinu í Helsinki fyrir Eurobasket í morgun.
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16.