Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Anton Ingi Leifsson skrifar 2. september 2017 13:02 Haukur í leiknum í dag. vísir/ernir Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. „Þetta var ekki skemmtilegur leikur. Það meiðir okkur að ég sé ekki að finna mig, en Martin og Hörður stigu upp. Leiðinlegt að ég gat ekki fylgt því eftir sérstaklega eftir síðasta leik," sagði Haukur Helgi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, eftir leikinn í dag. Haukur Helgi var ekki að finna sig eins vel og í fyrsta leiknum þar sem hann var stigahæsti leikmaður vallarins í tapinu gegn Grikkjum. „Mér leið vel inni á vellinum, en sum skotin voru bara ofan í og upp úr. Sum voru bara "way off" en ég þarf bara fara að fara hugleiða aðeins og horfa inn í sjálfan mig og sjá hvað ég er að gera öðruvísi í dag en í fyrradag." „Þetta var mjög leiðinlegt hvernig þetta gerðist. Mér finnst við ekkert slakari en þetta lið í sannleika sagt. Þeir eru frábært lið, hittu úr öllu og spila mjög vel. Þeir tóku okkur dálítið út úr rhytmanum." „Ég held að við þurfum að hætta að pæla aðeins í þeim og horfa á okkur sjálfa; hvernig við spilum, hvernig leikstíllinn okkar hefur verið, hvernig við komumst hingað og halda því áfram. Halda í hjartað og baráttuna."Sjá meira:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt „Við þurfum að finna fyrir aðdáendunum og leyfa þeim að drífa okkur áfram. Vera óhræddir og þora að skjóta," en byrjunin var afar góð og íslensku stuðninsgmennirnir voru vel með á nótunum. Strákarnir náðu þó ekki að fylgja því eftir. „Við byrjuðum mjög vel og þeir halda ívið okkur og koma með áhlaup. Við byrjuðum að sækja vel á körfuna og vorum að spila okkar leik, en ég veit ekki hvort við höfum hikað eftir að við vorum ekki að fá villurnar." „Mín skot voru klárlega ekki að fara ofan í. Ég þurfti að hætta hugsa svona mikið út í þetta og halda áfram að skjóta, en ég þarf bara að gíra mig upp í næsta leik." Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum okkar, en liðið mætir stórliði Frakklands strax á morgun. „Núna förum við bara upp á hótel og þegar við förum að sofa þá er þessi leikur bara farinn. Frakkarnir eru hrikalega sterkir og tapa fyrsta leik, en þeir koma brjálaðir til baka." „Við mötchum ekkert vel upp á móti þeim, en þeir hafa ekki þetta hjarta. Þeim finnst þeir eiga að vinna leikina finnst mér og ég held að þeir hafi komið þannig inn í Finnaleikinn sem þeir töpuðu." „Það kom mér á óvart að Finnarnir kýldu þá bara fyrst og það er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði Haukur Helgi að lokum í samtali við Óskar í Helsinki. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. „Þetta var ekki skemmtilegur leikur. Það meiðir okkur að ég sé ekki að finna mig, en Martin og Hörður stigu upp. Leiðinlegt að ég gat ekki fylgt því eftir sérstaklega eftir síðasta leik," sagði Haukur Helgi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann 365 miðla, eftir leikinn í dag. Haukur Helgi var ekki að finna sig eins vel og í fyrsta leiknum þar sem hann var stigahæsti leikmaður vallarins í tapinu gegn Grikkjum. „Mér leið vel inni á vellinum, en sum skotin voru bara ofan í og upp úr. Sum voru bara "way off" en ég þarf bara fara að fara hugleiða aðeins og horfa inn í sjálfan mig og sjá hvað ég er að gera öðruvísi í dag en í fyrradag." „Þetta var mjög leiðinlegt hvernig þetta gerðist. Mér finnst við ekkert slakari en þetta lið í sannleika sagt. Þeir eru frábært lið, hittu úr öllu og spila mjög vel. Þeir tóku okkur dálítið út úr rhytmanum." „Ég held að við þurfum að hætta að pæla aðeins í þeim og horfa á okkur sjálfa; hvernig við spilum, hvernig leikstíllinn okkar hefur verið, hvernig við komumst hingað og halda því áfram. Halda í hjartað og baráttuna."Sjá meira:Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt „Við þurfum að finna fyrir aðdáendunum og leyfa þeim að drífa okkur áfram. Vera óhræddir og þora að skjóta," en byrjunin var afar góð og íslensku stuðninsgmennirnir voru vel með á nótunum. Strákarnir náðu þó ekki að fylgja því eftir. „Við byrjuðum mjög vel og þeir halda ívið okkur og koma með áhlaup. Við byrjuðum að sækja vel á körfuna og vorum að spila okkar leik, en ég veit ekki hvort við höfum hikað eftir að við vorum ekki að fá villurnar." „Mín skot voru klárlega ekki að fara ofan í. Ég þurfti að hætta hugsa svona mikið út í þetta og halda áfram að skjóta, en ég þarf bara að gíra mig upp í næsta leik." Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum okkar, en liðið mætir stórliði Frakklands strax á morgun. „Núna förum við bara upp á hótel og þegar við förum að sofa þá er þessi leikur bara farinn. Frakkarnir eru hrikalega sterkir og tapa fyrsta leik, en þeir koma brjálaðir til baka." „Við mötchum ekkert vel upp á móti þeim, en þeir hafa ekki þetta hjarta. Þeim finnst þeir eiga að vinna leikina finnst mér og ég held að þeir hafi komið þannig inn í Finnaleikinn sem þeir töpuðu." „Það kom mér á óvart að Finnarnir kýldu þá bara fyrst og það er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði Haukur Helgi að lokum í samtali við Óskar í Helsinki.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira