Tíundi hver ætlar ekki í verslunarferð í Costco Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2017 06:00 Verslunin var opnuð í maí og er vel sótt alla daga vikunnar. vísir/eyþór Rétt tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa verslað í Costco, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöðurnar sýna að rúm 63 prósent hafa verslað þar, rúm 28 prósent gætu hugsað sér að gera það en átta prósent hafa ekki farið í Costco og ætla ekki að versla þar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir niðurstöðurnar í takti við sölu áskriftarkorta fyrirtækisins. „Við vitum hvað þeir eru komnir með í áskrifendum, um 90 þúsund áskrifendur, og það eru um 120 til 130 þúsund heimili í landinu. Þannig að þetta er verulegur hluti heimila í landinu sem er kominn með áskrift þarna,“ segir Andrés.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.vísir/stefánFréttablaðið greindi frá því í byrjun júní að veltan í Costco hefði verið 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun verslunarinnar. Á sama tíma var hlutdeild allra Bónusverslana landsins 28 prósent. Þessar tölur um markaðshlutdeild voru byggðar á upplýsingum Meniga um greiðslukortanotkun. Nýrri upplýsingar hafa ekki verið birtar. Andrés segir að það vanti nákvæma mælingu á áhrifum Costco á samkeppnisaðilana. „Það er búið að kippa smásöluvísitölunni úr sambandi. Hagar eru hættir að gefa upplýsingar og Costco gefur ekki upplýsingar. Þetta er bagalegt og menn vita ekki hvernig þróunin er frá mánuði til mánaðar. Menn eru bara að leita leiða til að bregðast við því en engin niðurstaða er komin í það ennþá,“ segir Andrés. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yngra fólk mun líklegra til að hafa verslað í Costco en þeir sem eldri eru. Þannig hafa 68,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 18-49 ára verslað í Costco, en 56 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri. Þá eru konur líka líklegri til að hafa farið í Costco en karlar, en tæplega 68 prósent kvenna sem svöruðu segjast hafa farið en einungis rúmlega 59 prósent karla. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent og tóku rúm 97 prósent afstöðu til spurningarinnar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Rétt tæplega tveir af hverjum þremur Íslendingum hafa verslað í Costco, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöðurnar sýna að rúm 63 prósent hafa verslað þar, rúm 28 prósent gætu hugsað sér að gera það en átta prósent hafa ekki farið í Costco og ætla ekki að versla þar. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir niðurstöðurnar í takti við sölu áskriftarkorta fyrirtækisins. „Við vitum hvað þeir eru komnir með í áskrifendum, um 90 þúsund áskrifendur, og það eru um 120 til 130 þúsund heimili í landinu. Þannig að þetta er verulegur hluti heimila í landinu sem er kominn með áskrift þarna,“ segir Andrés.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.vísir/stefánFréttablaðið greindi frá því í byrjun júní að veltan í Costco hefði verið 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun verslunarinnar. Á sama tíma var hlutdeild allra Bónusverslana landsins 28 prósent. Þessar tölur um markaðshlutdeild voru byggðar á upplýsingum Meniga um greiðslukortanotkun. Nýrri upplýsingar hafa ekki verið birtar. Andrés segir að það vanti nákvæma mælingu á áhrifum Costco á samkeppnisaðilana. „Það er búið að kippa smásöluvísitölunni úr sambandi. Hagar eru hættir að gefa upplýsingar og Costco gefur ekki upplýsingar. Þetta er bagalegt og menn vita ekki hvernig þróunin er frá mánuði til mánaðar. Menn eru bara að leita leiða til að bregðast við því en engin niðurstaða er komin í það ennþá,“ segir Andrés. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yngra fólk mun líklegra til að hafa verslað í Costco en þeir sem eldri eru. Þannig hafa 68,5 prósent þeirra sem eru í aldurshópnum 18-49 ára verslað í Costco, en 56 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri. Þá eru konur líka líklegri til að hafa farið í Costco en karlar, en tæplega 68 prósent kvenna sem svöruðu segjast hafa farið en einungis rúmlega 59 prósent karla. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent og tóku rúm 97 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira