Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2017 14:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Vísir/AFP „Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína.“ Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í fyrstu ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem hann veittist harkalega að stjórnvöldum Norður-Kóreu, Íran og Venesúela. Í ræðu sinni sagði Trump að einstök ríki sem jafnvel væru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styddu við hryðjuverkasamtök og ógnuðu heiminum með gereyðingarvopnum. Þar vísaði hann til Íran og Norður-Kóreu. Tiltölulega snemma í ræðu sinni sagði Trump að nærri því 700 milljörðum dala yrði varið í hernaðarmál á næstu árum. „Her okkar verður sterkari en hann hefur nokkurn tímann verið.“President Trump says if forced to defend itself or its allies, the United States will "totally destroy" North Korea https://t.co/m9GcTNUO6J pic.twitter.com/R600QL2YXK— Bloomberg (@business) September 19, 2017 Hann sagði að í stað þess að nýta auðlindir sínar til að bæta líf þegna sinna hefði ríkisstjórn Íran þess í stað varið þeim í að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum um heiminn og í að koma upp kjarnorkuvopnum. Trump sagði kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og annarra við Íran vera versta samning sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann komið að og gaf í skyn að hann myndi slíta samkomulaginu. Þá sagði hann samkomulagið vera skömmustulegt fyrir Bandaríkin. Trump sagði enga ríkisstjórn hafa sýnt heiminum og eigin þegnum minni virðingu en hin óforskammaða ríkisstjórn Norður-Kóreu. Nefndi hann dauða ungs bandarísks manns sem fór í dá í fangelsi þar í landi. Hann nefndi einnig dauða Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu. Hann var myrtur með VX-taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á flugvelli í Kuala Lumpur. Forsetinn nefndi einnig að þrettán ára stúlku hefði verið rænt í Japan og hún flutt til Norður-Kóreu. Þar hefði hún verið neydd til að þjálfa njósnara Norður-Kóreu í að tala japönsku.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 Þá sagði Trump að það væri óásættanlegt að önnur ríki stæðu í viðskiptum við Norður-Kóreu og kallaði eftir því að ríkið yrði alfarið einangrað.Vill stjórnarskipti í Venesúela Trump fjallaði einnig um Venesúela og sagði að þörf væri á stjórnarskiptum þar. Ríkisstjórn Nicolas Maduro hefði lagt þetta ríka land í rúst og nú væri ríkisstjórnin að berjast gegn eigin þegnum. „Við viljum hjálpa þeim að ná lýðræði sínu aftur,“ sagði Trump.Ræða Trump í heild sinni. Donald Trump Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
„Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína.“ Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í fyrstu ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem hann veittist harkalega að stjórnvöldum Norður-Kóreu, Íran og Venesúela. Í ræðu sinni sagði Trump að einstök ríki sem jafnvel væru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styddu við hryðjuverkasamtök og ógnuðu heiminum með gereyðingarvopnum. Þar vísaði hann til Íran og Norður-Kóreu. Tiltölulega snemma í ræðu sinni sagði Trump að nærri því 700 milljörðum dala yrði varið í hernaðarmál á næstu árum. „Her okkar verður sterkari en hann hefur nokkurn tímann verið.“President Trump says if forced to defend itself or its allies, the United States will "totally destroy" North Korea https://t.co/m9GcTNUO6J pic.twitter.com/R600QL2YXK— Bloomberg (@business) September 19, 2017 Hann sagði að í stað þess að nýta auðlindir sínar til að bæta líf þegna sinna hefði ríkisstjórn Íran þess í stað varið þeim í að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum um heiminn og í að koma upp kjarnorkuvopnum. Trump sagði kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og annarra við Íran vera versta samning sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann komið að og gaf í skyn að hann myndi slíta samkomulaginu. Þá sagði hann samkomulagið vera skömmustulegt fyrir Bandaríkin. Trump sagði enga ríkisstjórn hafa sýnt heiminum og eigin þegnum minni virðingu en hin óforskammaða ríkisstjórn Norður-Kóreu. Nefndi hann dauða ungs bandarísks manns sem fór í dá í fangelsi þar í landi. Hann nefndi einnig dauða Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu. Hann var myrtur með VX-taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á flugvelli í Kuala Lumpur. Forsetinn nefndi einnig að þrettán ára stúlku hefði verið rænt í Japan og hún flutt til Norður-Kóreu. Þar hefði hún verið neydd til að þjálfa njósnara Norður-Kóreu í að tala japönsku.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 Þá sagði Trump að það væri óásættanlegt að önnur ríki stæðu í viðskiptum við Norður-Kóreu og kallaði eftir því að ríkið yrði alfarið einangrað.Vill stjórnarskipti í Venesúela Trump fjallaði einnig um Venesúela og sagði að þörf væri á stjórnarskiptum þar. Ríkisstjórn Nicolas Maduro hefði lagt þetta ríka land í rúst og nú væri ríkisstjórnin að berjast gegn eigin þegnum. „Við viljum hjálpa þeim að ná lýðræði sínu aftur,“ sagði Trump.Ræða Trump í heild sinni.
Donald Trump Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira