Fyrrverandi þingmenn vilja snúa aftur á þing Aðalheiður Ámundadóttir og Haraldur Guðmundsson skrifa 19. september 2017 06:00 Nær allir sitjandi þingmenn stefna á endurkjör. Óvissa einkennir stemningu innan flokkanna nú þegar kosið verður til Alþingis eftir rúman mánuð. Margir liggja undir feldi. Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur tilkynnt framboð. Björn Valur Gíslason, fráfarandi varaformaður VG, fer yfir málin með félögum í sínu kjördæmi. Stórkostlegra breytinga er ekki að vænta á framboðslistum Sjálfstæðisflokks, en þó íhugar Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, framboð samkvæmt heimildum. Hvorki Svanhildur Hólm, né Borgar Þór Einarsson vildu svara hvort þau hygðust bjóða sig fram, en hafa verið orðuð við framboð í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Línur eru langt frá því að vera skýrar innan Framsóknar. Af fyrrverandi þingmönnum liggja Líneik Anna Sævarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Willum Þór Þórsson undir feldi en að eigin sögn hafa hvorki Vigdís Hauksdóttir né Ásmundur Einar Daðason leitt hugann að framboði. Höskuldur Þórhallsson baðst undan samtali. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður íhuga stofnun nýs flokks. Enn er ekki ljóst hvaða Framsóknarmenn myndu fylgja honum. Nafn Björns Inga Hrafnssonar hefur borið á góma. Björn Ingi sagðist ekki reiðubúinn í umræður um framboð.Útlit er fyrir kvennaslag innan Samfylkingarinnar. Þingkonurnar fyrrverandi, Ólína Þorvarðardóttir og Margrét Tryggvadóttir, íhuga framboð. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, og Eva H. Baldursdóttir hafa lýst áhuga á að taka þátt. Sema Erla Serdar og Margrét Gauja Magnúsdóttir hugsa málið. „Já, af hverju ekki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, þegar hún er innt eftir áhuga á framboði, en viðmælendur Fréttablaðsins nefndu nafn hennar spurðir um óskaframbjóðendur fyrir Samfylkingu. Ekki náðist í þungavigtarkarlpening flokksins þrátt fyrir tilraunir. Meðal nýrra nafna í prófkjörum Pírata verður Einar Steingrímsson stærðfræðingur, sem tilkynnti framboð á Pírataspjallinu í gær. Einar var í framboði til rektors HÍ fyrir tveimur árum. Fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar virðast ekki á framboðsbuxunum, að minnsta kosti ekki fyrir Bjarta framtíð. Páll Valur Björnsson sem sagði sig úr flokknum fyrr á árinu, er sagður skoða að bjóða sig fram fyrir annan flokk en Bjarta framtíð. Uppfært klukkan 10:08Eygló Harðardóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Óvissa einkennir stemningu innan flokkanna nú þegar kosið verður til Alþingis eftir rúman mánuð. Margir liggja undir feldi. Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur tilkynnt framboð. Björn Valur Gíslason, fráfarandi varaformaður VG, fer yfir málin með félögum í sínu kjördæmi. Stórkostlegra breytinga er ekki að vænta á framboðslistum Sjálfstæðisflokks, en þó íhugar Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, framboð samkvæmt heimildum. Hvorki Svanhildur Hólm, né Borgar Þór Einarsson vildu svara hvort þau hygðust bjóða sig fram, en hafa verið orðuð við framboð í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Línur eru langt frá því að vera skýrar innan Framsóknar. Af fyrrverandi þingmönnum liggja Líneik Anna Sævarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Willum Þór Þórsson undir feldi en að eigin sögn hafa hvorki Vigdís Hauksdóttir né Ásmundur Einar Daðason leitt hugann að framboði. Höskuldur Þórhallsson baðst undan samtali. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður íhuga stofnun nýs flokks. Enn er ekki ljóst hvaða Framsóknarmenn myndu fylgja honum. Nafn Björns Inga Hrafnssonar hefur borið á góma. Björn Ingi sagðist ekki reiðubúinn í umræður um framboð.Útlit er fyrir kvennaslag innan Samfylkingarinnar. Þingkonurnar fyrrverandi, Ólína Þorvarðardóttir og Margrét Tryggvadóttir, íhuga framboð. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, og Eva H. Baldursdóttir hafa lýst áhuga á að taka þátt. Sema Erla Serdar og Margrét Gauja Magnúsdóttir hugsa málið. „Já, af hverju ekki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, þegar hún er innt eftir áhuga á framboði, en viðmælendur Fréttablaðsins nefndu nafn hennar spurðir um óskaframbjóðendur fyrir Samfylkingu. Ekki náðist í þungavigtarkarlpening flokksins þrátt fyrir tilraunir. Meðal nýrra nafna í prófkjörum Pírata verður Einar Steingrímsson stærðfræðingur, sem tilkynnti framboð á Pírataspjallinu í gær. Einar var í framboði til rektors HÍ fyrir tveimur árum. Fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar virðast ekki á framboðsbuxunum, að minnsta kosti ekki fyrir Bjarta framtíð. Páll Valur Björnsson sem sagði sig úr flokknum fyrr á árinu, er sagður skoða að bjóða sig fram fyrir annan flokk en Bjarta framtíð. Uppfært klukkan 10:08Eygló Harðardóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira