Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2017 05:00 Frá prestastefnu á Húsavík. Vísir/GVA Þjóðkirkjan neitar að svara fyrirspurn Fréttablaðsins um eðli þeirra 27 mála á síðustu tíu árum sem komið hafa til kasta fagnefndar kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fjögur börn brotaþolar í þessum málum. Fagnefndin á samkvæmt reglum aðeins að taka á móti málum þar sem starfsmenn kirkjunnar eru gerendur kynferðisofbeldis.Elína Hrund Kristjánsdóttir.Tíu málum lokið „í sátt“ Í Fréttablaðinu þann 11. september er greint frá því að 27 mál hafi komið til kasta nefndarinnar á síðustu tíu árum, misalvarleg eftir eðli brota þeirra. Fréttablaðið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um þessi 27 mál. „Um tíu þessara mála var lokið í sátt,“ sögðu forráðamenn þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir nánari upplýsingum um eðli þessara 27 brota, úr hvaða sóknum þær væru, hversu margir þolendur væru í málunum og hversu margir þolendur væru börn. Hvaða stöðu innan kirkjunnar meintir gerendur hefðu og hvort þeir störfuðu náið með börnum innan kirkjunnar. „Það er skýr stefna kirkjunnar að þolendur kynferðisbrota fái sérstaka umhyggju og stuðning,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/VilhelmVeita brotaþolum stuðning „Tilgangur ráðsins er einkum að veita brotaþolum sálgæslu og stuðning. Það er kirkjunni mikilvægt að þau sem til ráðsins leita upplifi öryggi og njóti persónuverndar. Trúnaður um einstök mál og þá einstaklinga sem í hlut eiga verður að vera hafinn yfir allan vafa.“ Vitað er að að minnsta kosti fjórir þolendur í þessum málum kirkjunnar á síðustu tíu árum eru börn. Einnig hafa á þessu tímabili mál borist í fjölmiðla eins og mál Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur börnum í söfnuði hans. „Fyrirspurn blaðamanns laut einnig að merkingu þess að ljúka málum með sátt. Í því felst að sá sem leitar til fagráðsins, lýsir sig sáttan við þá málsmeðferð og úrlausn, ef við á, sem veitt var,“ segir Elína Hrund enn fremur í skriflegu svari til Fréttablaðsins um málið. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Þjóðkirkjan neitar að svara fyrirspurn Fréttablaðsins um eðli þeirra 27 mála á síðustu tíu árum sem komið hafa til kasta fagnefndar kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fjögur börn brotaþolar í þessum málum. Fagnefndin á samkvæmt reglum aðeins að taka á móti málum þar sem starfsmenn kirkjunnar eru gerendur kynferðisofbeldis.Elína Hrund Kristjánsdóttir.Tíu málum lokið „í sátt“ Í Fréttablaðinu þann 11. september er greint frá því að 27 mál hafi komið til kasta nefndarinnar á síðustu tíu árum, misalvarleg eftir eðli brota þeirra. Fréttablaðið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um þessi 27 mál. „Um tíu þessara mála var lokið í sátt,“ sögðu forráðamenn þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir nánari upplýsingum um eðli þessara 27 brota, úr hvaða sóknum þær væru, hversu margir þolendur væru í málunum og hversu margir þolendur væru börn. Hvaða stöðu innan kirkjunnar meintir gerendur hefðu og hvort þeir störfuðu náið með börnum innan kirkjunnar. „Það er skýr stefna kirkjunnar að þolendur kynferðisbrota fái sérstaka umhyggju og stuðning,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/VilhelmVeita brotaþolum stuðning „Tilgangur ráðsins er einkum að veita brotaþolum sálgæslu og stuðning. Það er kirkjunni mikilvægt að þau sem til ráðsins leita upplifi öryggi og njóti persónuverndar. Trúnaður um einstök mál og þá einstaklinga sem í hlut eiga verður að vera hafinn yfir allan vafa.“ Vitað er að að minnsta kosti fjórir þolendur í þessum málum kirkjunnar á síðustu tíu árum eru börn. Einnig hafa á þessu tímabili mál borist í fjölmiðla eins og mál Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur börnum í söfnuði hans. „Fyrirspurn blaðamanns laut einnig að merkingu þess að ljúka málum með sátt. Í því felst að sá sem leitar til fagráðsins, lýsir sig sáttan við þá málsmeðferð og úrlausn, ef við á, sem veitt var,“ segir Elína Hrund enn fremur í skriflegu svari til Fréttablaðsins um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira