Mannauður Torfi H. Tulinius skrifar 18. september 2017 06:00 Mannauður er fallegt orð, geðþekkara en sambærilegt hugtak á ensku: „human resources“, sem gefur í skyn að meðbræður okkar séu auðlind til að nýta. „Maður er manns gaman“ sagði óþekkt skáld Hávamála og í því felst að samferðafólkið auðgar tilveru okkar. Sú auðlegð sem býr í getu manna, þekkingu og hæfileikum hefur gert mannfólkinu kleift að treysta afkomu sína, lengja líf, bæta heilsu og byggja upp siðmenningu sem stundum er býsna fögur. Í heimi tuttugustu og fyrstu aldar, með öllum sínum tækifærum og áskorunum, skiptir mannauður ekki síður máli en í veröld fornskáldsins. Tækifærin eru mikilfengleg með tækninýjungum, hnattvæðingu og síauknum skilningi á náttúrunni og okkur sjálfum. Áskoranirnar eru gríðarlegar með fólksfjölgun, náttúruvá af margvíslegu tagi, að ónefndri vaxandi misskiptingu auðs með fylgifiskum hennar: óréttlæti og ófriði. Til að nýta tækifærin og takast á við áskoranirnar er þörf fyrir fólk sem hefur verið þjálfað í skipulagðri þekkingarleit og í hugsun sem er í senn gagnrýnin og skapandi. Það er með öflugu menntakerfi sem þjóðfélög skapa mannauð af þessu tagi, frá leikskóla upp í háskóla. Leik- og grunnskólar búa börnum umhverfi þar sem þau öðlast grunnfærni og eiga að eflast af sjálfstrausti og vinnugleði. Framhaldsskólarnir byggja á þessu starfi, hlúa að almennri menntun ungmenna um leið og þeim er leiðbeint á fyrstu stigum sérhæfingar. Svo tekur æðri menntunin við ýmist sem starfs-, tækni- eða háskólanám þar sem fyrrnefnd þjálfun fer fram. Alls staðar í samfélaginu er mannauður mikilvægur en háskólar hafa sérstöðu því þar er hugað að tækifærum og áskorunum nútíðar og framtíðar með rannsóknum og nýsköpun. Í frumvarpi því til fjárlaga sem liggur fyrir þinginu eru framlög til háskólastigsins enn töluvert lægri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ljóst er að mannauður okkar Íslendinga muni rýrna nema stjórnvöld hætti að svelta háskólastigið. Alþingi verður að taka fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar en hefur nú óbundnar hendur í ljósi þess að stjórn Bjarna Benediktssonar er fallin. Rík ástæða er til þess að hvetja hið ágæta mannval sem situr á þingi til að taka höndum saman og hækka framlög til háskóla í fjárlögum næsta árs og efla með því móti mannauð okkar.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Mannauður er fallegt orð, geðþekkara en sambærilegt hugtak á ensku: „human resources“, sem gefur í skyn að meðbræður okkar séu auðlind til að nýta. „Maður er manns gaman“ sagði óþekkt skáld Hávamála og í því felst að samferðafólkið auðgar tilveru okkar. Sú auðlegð sem býr í getu manna, þekkingu og hæfileikum hefur gert mannfólkinu kleift að treysta afkomu sína, lengja líf, bæta heilsu og byggja upp siðmenningu sem stundum er býsna fögur. Í heimi tuttugustu og fyrstu aldar, með öllum sínum tækifærum og áskorunum, skiptir mannauður ekki síður máli en í veröld fornskáldsins. Tækifærin eru mikilfengleg með tækninýjungum, hnattvæðingu og síauknum skilningi á náttúrunni og okkur sjálfum. Áskoranirnar eru gríðarlegar með fólksfjölgun, náttúruvá af margvíslegu tagi, að ónefndri vaxandi misskiptingu auðs með fylgifiskum hennar: óréttlæti og ófriði. Til að nýta tækifærin og takast á við áskoranirnar er þörf fyrir fólk sem hefur verið þjálfað í skipulagðri þekkingarleit og í hugsun sem er í senn gagnrýnin og skapandi. Það er með öflugu menntakerfi sem þjóðfélög skapa mannauð af þessu tagi, frá leikskóla upp í háskóla. Leik- og grunnskólar búa börnum umhverfi þar sem þau öðlast grunnfærni og eiga að eflast af sjálfstrausti og vinnugleði. Framhaldsskólarnir byggja á þessu starfi, hlúa að almennri menntun ungmenna um leið og þeim er leiðbeint á fyrstu stigum sérhæfingar. Svo tekur æðri menntunin við ýmist sem starfs-, tækni- eða háskólanám þar sem fyrrnefnd þjálfun fer fram. Alls staðar í samfélaginu er mannauður mikilvægur en háskólar hafa sérstöðu því þar er hugað að tækifærum og áskorunum nútíðar og framtíðar með rannsóknum og nýsköpun. Í frumvarpi því til fjárlaga sem liggur fyrir þinginu eru framlög til háskólastigsins enn töluvert lægri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ljóst er að mannauður okkar Íslendinga muni rýrna nema stjórnvöld hætti að svelta háskólastigið. Alþingi verður að taka fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar en hefur nú óbundnar hendur í ljósi þess að stjórn Bjarna Benediktssonar er fallin. Rík ástæða er til þess að hvetja hið ágæta mannval sem situr á þingi til að taka höndum saman og hækka framlög til háskóla í fjárlögum næsta árs og efla með því móti mannauð okkar.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun