Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 20:22 Brynjar gefur lítið fyrir vantraust Viðreisnar á formennsku hans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Vísir/Vilhelm Viðreisn getur leitað til umboðsmanns Alþingis telji flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra. Þetta segir Brynjar Níelsson sem segir enga þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið eins og Viðreisn vill. Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti ályktun í dag sem fól meðal annars í sér að embættisfærslur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna málefna sem tengjast uppreist æru yrðu rannsakaðar fyrir kosningar. Í samtali við Vísi sagði Þorsteinn Víglundsson, sem verið hefur félagsmálaráðherra, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að sjá um rannsóknina. Vísaði hann þó til gagnrýni á störf Brynjar sem formaður nefndarinnar í tengslum við uppreist æru og sagði að annar nefndarmaður ætti að taka að sér formennsku. Nefndin fór yfir hvernig staðið væri að uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu í sumar. Þar voru gögn sem tengdust uppreist æru Roberts Downey lögð fyrir en þingmenn meirihlutans vildu ekki kynna sér þau.Þorsteinn Víglundsson segir að yfirlýsingar Brynjars um mál sem tengjast uppreist æru hafi ekki aukið traust til hans sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/ErnirSegir ályktun Viðreisnar vanhugsaðaBrynjar vísar þessari gagnrýni á bug í samtali við Vísi og segir enga þörf á rannsókn af þessu tagi. „Það liggur alveg fyrir hver embættisfærslan var. Það þarf ekkert að rannsaka það nánar. Svo geta menn bara haft einhverja skoðun á því,“ segir Brynjar. Þá bendir hann á að engin hefðbundin nefndarstörf verði fyrir kosningar. Þingnefndir muni aðeins fjalla um tiltekin mál ef samstaða næst um það. „Þetta er allt vanhugsað í einhverjum æsingi. Ég held að þau ættu að setjast aðeins niður og hugsa málin betur í Viðreisn. Þau geta beint þessu til umboðsmanns [Alþingis] ef þau vilja,“ segir hann. „Í mínum huga er þetta bara innihaldslaust raus í flokki sem er eiginlega með allt niðrum sig í þessu máli,“ segir Brynjar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Viðreisn getur leitað til umboðsmanns Alþingis telji flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra. Þetta segir Brynjar Níelsson sem segir enga þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið eins og Viðreisn vill. Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti ályktun í dag sem fól meðal annars í sér að embættisfærslur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna málefna sem tengjast uppreist æru yrðu rannsakaðar fyrir kosningar. Í samtali við Vísi sagði Þorsteinn Víglundsson, sem verið hefur félagsmálaráðherra, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að sjá um rannsóknina. Vísaði hann þó til gagnrýni á störf Brynjar sem formaður nefndarinnar í tengslum við uppreist æru og sagði að annar nefndarmaður ætti að taka að sér formennsku. Nefndin fór yfir hvernig staðið væri að uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu í sumar. Þar voru gögn sem tengdust uppreist æru Roberts Downey lögð fyrir en þingmenn meirihlutans vildu ekki kynna sér þau.Þorsteinn Víglundsson segir að yfirlýsingar Brynjars um mál sem tengjast uppreist æru hafi ekki aukið traust til hans sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/ErnirSegir ályktun Viðreisnar vanhugsaðaBrynjar vísar þessari gagnrýni á bug í samtali við Vísi og segir enga þörf á rannsókn af þessu tagi. „Það liggur alveg fyrir hver embættisfærslan var. Það þarf ekkert að rannsaka það nánar. Svo geta menn bara haft einhverja skoðun á því,“ segir Brynjar. Þá bendir hann á að engin hefðbundin nefndarstörf verði fyrir kosningar. Þingnefndir muni aðeins fjalla um tiltekin mál ef samstaða næst um það. „Þetta er allt vanhugsað í einhverjum æsingi. Ég held að þau ættu að setjast aðeins niður og hugsa málin betur í Viðreisn. Þau geta beint þessu til umboðsmanns [Alþingis] ef þau vilja,“ segir hann. „Í mínum huga er þetta bara innihaldslaust raus í flokki sem er eiginlega með allt niðrum sig í þessu máli,“ segir Brynjar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09