Hefur áhyggjur af því hversu létt það var fyrir samstarfsflokkana að hlaupast undan ábyrgð Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2017 09:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sjálfstæðisflokksins, í stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann beinir orðum sínum að samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og Bjartri framtíð. Í stöðuuppfærslunni segir Jón ríkisstjórnarsamstarfið hafa gengið ágætlega og oft hafi þurft að gera málamiðlanir til að láta það ganga upp. „Og þannig höfum við Sjálfstæðismenn á þingi farið út fyrir þægindarammann í nokkrum málum sem samstarfsflokkar okkar hafa lagt áherslu á. Allt í þágu þess að viðhalda stöðugleika í landinu þar sem mikilvægt er að ekki sé pólitísk óvissa,“ skrifar Jón. Hann segir ríkar ábyrgðarskyldur á þingmönnum sem Sjálfstæðismenn hafa ekki vikist undan. „Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi. Fjárlög eru til afgreiðslu í þinginu, mjög mikilvægir kjarasamningar eru á dagskrá, málefni sauðfjárbænda í miklu uppnámi, miklir erfiðleikar hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum, uppbygging atvinnulífs víða á landsbyggðinni í tengslum við laxeldi í óvissu og svo má lengi telja,“ skrifar Jón og bendir á að við þessar aðstæður hafi Viðreisn og Björt framtíð ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Jón bendir á að kosningabarátta sé fyrir höndum með tilheyrandi kostnaði sem gæti hlaupið á milljörðum króna ef allt er talið með. Að hans mati er það slæm meðhöndlun á almannafé. „Ég hef fundað með Sjálfstæðismönnum í mínu kjördæmi um helgina og heyrt í fjölda félaga okkar um allt land. Sjálfstæðismenn munu axla sína ábyrð af festu og heiðarleika. Um allt land eru félagar okkar strax farin að undirbúa vinnuna, sterk grasrót sem af hugsjón hliðrar til í sínum daglegu verkum til að geta lagt hönd á plóg. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessari sterku sveit kvenna og manna. Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn verður enn og aftur sú kjölfesta í Íslenskri pólitík sem nauðsynleg er fyrir land og þjóð.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sjálfstæðisflokksins, í stöðuuppfærslu á Facebook, þar sem hann beinir orðum sínum að samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Viðreisn og Bjartri framtíð. Í stöðuuppfærslunni segir Jón ríkisstjórnarsamstarfið hafa gengið ágætlega og oft hafi þurft að gera málamiðlanir til að láta það ganga upp. „Og þannig höfum við Sjálfstæðismenn á þingi farið út fyrir þægindarammann í nokkrum málum sem samstarfsflokkar okkar hafa lagt áherslu á. Allt í þágu þess að viðhalda stöðugleika í landinu þar sem mikilvægt er að ekki sé pólitísk óvissa,“ skrifar Jón. Hann segir ríkar ábyrgðarskyldur á þingmönnum sem Sjálfstæðismenn hafa ekki vikist undan. „Það er mikið ábyrgðarleysi að rjúfa þing og boða til kosninga við þær krefjandi aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi. Fjárlög eru til afgreiðslu í þinginu, mjög mikilvægir kjarasamningar eru á dagskrá, málefni sauðfjárbænda í miklu uppnámi, miklir erfiðleikar hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum, uppbygging atvinnulífs víða á landsbyggðinni í tengslum við laxeldi í óvissu og svo má lengi telja,“ skrifar Jón og bendir á að við þessar aðstæður hafi Viðreisn og Björt framtíð ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Jón bendir á að kosningabarátta sé fyrir höndum með tilheyrandi kostnaði sem gæti hlaupið á milljörðum króna ef allt er talið með. Að hans mati er það slæm meðhöndlun á almannafé. „Ég hef fundað með Sjálfstæðismönnum í mínu kjördæmi um helgina og heyrt í fjölda félaga okkar um allt land. Sjálfstæðismenn munu axla sína ábyrð af festu og heiðarleika. Um allt land eru félagar okkar strax farin að undirbúa vinnuna, sterk grasrót sem af hugsjón hliðrar til í sínum daglegu verkum til að geta lagt hönd á plóg. Ég hlakka til kosningabaráttunnar með þessari sterku sveit kvenna og manna. Ég er sannfærður um að Sjálfstæðisflokkurinn verður enn og aftur sú kjölfesta í Íslenskri pólitík sem nauðsynleg er fyrir land og þjóð.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Hélt að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sagði að sín fyrstu viðbrögð við því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar væri fallin væru þau að hann hefði haldið að hann hefði kannski ýtt á vitlausan takka þegar hann sprengdi fyrir Dýrafjarðargöngum í gær. 15. september 2017 10:56