Rafsígarettur leyfðar í farþegaþotum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. september 2017 06:00 Mikill viðbúnaður var í fyrrakvöld þegar þota frá Wissair þar sem eldur var sagður vera um borð lenti á Keflavíkurflugvelli. vísir/víkurfréttir Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er talið var að eldur væri laus um borð í þotu Wizz Air sem þá var nýlega farin frá Keflavíkurflugvelli í átt til Póllands með ríflega 70 manns um borð. Vélinni var snúið við og lenti hún áfallalaust í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist liggja fyrir að viðvörunarkerfi um borð í þotunni hafi farið í gang eftir að kviknað hafði í rafsígarettu sem farþegi henti síðan ofan í salernisskál. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður að ekki séu dæmi um það hjá félaginu að farþegar séu að nota rafsígarettur um borð í þotunum. „Auðvitað verðum við vör við að fólk sé með rafsígarettur en samt ekki í neinum mæli og þetta er ekkert vandamál. Það kemur fram í öryggisávarpinu að notkun á rafsígarettum sé ekki heimil eins og með allt tóbak,“ segir Guðjón. Atvikið er til rannsóknar hjá bæði flugslysasviði rannsóknarnefndar flugslysa og hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að svo stöddu stendur ekki til að setja bann við því að farþegar hafi rafsígarettur með sér inn í flugvélar samkvæmt svari frá Isavia. Hins vegar verði tekin afstaða til þeirrar spurningar þegar niðurstöður úr rannsóknum málsins liggja fyrir. Þess má geta að heimilt er fyrir farþega að vera með kveikjara í flugi og þeir eru seldir á flugvellinum og fríhafnarsvæðinu. „Reglurnar hjá flugfélögum eru þannig að ef þú ert með einn kveikjara þá er hann ekki tekinn af þér; þannig að þetta er ekki álitið hættulegra en það,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort flugfélögin vildu vera laus við rafsígarettur og kveikjara í farþegarýminu svarar Guðjón að ekki sé um að ræða svo stórt vandamál. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Engar hömlur eru á því að hafa rafsígarettur meðferðis í handfarangri í farþegaþotum samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Notkun þeirra um borð er hins vegar bönnuð. Lýst var yfir hæsta viðbúnaðarstigi um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er talið var að eldur væri laus um borð í þotu Wizz Air sem þá var nýlega farin frá Keflavíkurflugvelli í átt til Póllands með ríflega 70 manns um borð. Vélinni var snúið við og lenti hún áfallalaust í Keflavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist liggja fyrir að viðvörunarkerfi um borð í þotunni hafi farið í gang eftir að kviknað hafði í rafsígarettu sem farþegi henti síðan ofan í salernisskál. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir aðspurður að ekki séu dæmi um það hjá félaginu að farþegar séu að nota rafsígarettur um borð í þotunum. „Auðvitað verðum við vör við að fólk sé með rafsígarettur en samt ekki í neinum mæli og þetta er ekkert vandamál. Það kemur fram í öryggisávarpinu að notkun á rafsígarettum sé ekki heimil eins og með allt tóbak,“ segir Guðjón. Atvikið er til rannsóknar hjá bæði flugslysasviði rannsóknarnefndar flugslysa og hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Að svo stöddu stendur ekki til að setja bann við því að farþegar hafi rafsígarettur með sér inn í flugvélar samkvæmt svari frá Isavia. Hins vegar verði tekin afstaða til þeirrar spurningar þegar niðurstöður úr rannsóknum málsins liggja fyrir. Þess má geta að heimilt er fyrir farþega að vera með kveikjara í flugi og þeir eru seldir á flugvellinum og fríhafnarsvæðinu. „Reglurnar hjá flugfélögum eru þannig að ef þú ert með einn kveikjara þá er hann ekki tekinn af þér; þannig að þetta er ekki álitið hættulegra en það,“ segir Guðjón. Aðspurður hvort flugfélögin vildu vera laus við rafsígarettur og kveikjara í farþegarýminu svarar Guðjón að ekki sé um að ræða svo stórt vandamál.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira