Háskólanemar fá helmingi minna en á Norðurlöndunum Ragna Sigurðardóttir skrifar 14. september 2017 08:00 Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017-2019 eru umhverfisbreytingar, fólksflutningar, lýðheilsa og hækkandi meðalaldur nefndar sem áskoranir sem bregðast þarf við í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og kemur fram í stefnunni gegna rannsóknir, nýsköpun og þátttaka í þekkingarsamfélaginu lykilhlutverki við að mæta þeim áskorunum, enda kalla nýjar áskoranir á nýjar lausnir. Nýjar lausnir verða í miklum mæli til í háskólum landsins þar sem lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, listir, hug- og félagsvísindi, hönnun, nýsköpun og rannsóknarstarf. Til þess að háskólar landsins geti haldið áfram að takast á við nýjar áskoranir og skapa lausnir verður þó að fjármagna þá með fullnægjandi hætti. Stefna Vísinda- og tækniráðs, en ráðið er skipað fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðuneyta, háskólanna og atvinnulífsins, felur í sér áætlun um 10 aðgerðir sem hafa það að markmiði að auka afköst rannsóknar- og nýsköpunarstarfs á Íslandi. Ein þessara aðgerða er því efling háskólastigsins. Það markmið er sett fram í stefnunni að meðaltali OECD í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2025. Til að ná meðaltali Norðurlandanna á þessu tímabili þyrfti um 1,5 til 2 milljarða viðbót á hverju ári fram til ársins 2025 miðað við núverandi nemendafjölda. Þessari viðbót er ekki gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisins til næstu 5 ára, og ekki heldur í fjárlögum ársins 2018. Í fjárlögum ársins 2018 er hins vegar gert ráð fyrir aukningu um 703,8 milljónir króna á föstu verðlagi fjárlaga 2017. 703,8 milljónir eru því alls ekki nóg ef ná á markmiðum um bætta fjármögnun háskólanna. Upphæðin er kærkomin innspýting í undirfjármagnað kerfi en hún uppfyllir ekki þau markmið sem Vísinda- og tækniráð hefur sett um að nálgast meðaltal Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins. Nemendur í Danmörku fá 109% meira, nemendur í Noregi fá 104% meira, nemendur í Svíþjóð fá 91% meira og nemendur í Finnlandi fá 60% meira en nemendur á Íslandi ef miðað er við heildartekjur Háskóla Íslands á hvern ársnema í háskóla. Að meðaltali fá aðrir háskólar á Norðurlöndunum því um tvöfalt meira en háskólar á Íslandi miðað við nemendafjölda. Ljóst er að ef við bætum ekki fjármögnun háskólanna drögumst við ekki aðeins aftur úr í samanburði við nágrannalönd okkar, heldur glötum við tækifærum til þess að skapa nýjar lausnir við áskorunum sem steðja að samtímanum. Stúdentaráð hefur því efnt til átaks sem birtist í strætóskýlum háskólasvæðisins, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum til að vekja athygli á fjármögnunarvanda háskólastigsins. Á næstu dögum munu birtast greinar eftir nemendur af hinum ýmsu sviðum háskólans sem lýsa þeirra sýn á vandanum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Í nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017-2019 eru umhverfisbreytingar, fólksflutningar, lýðheilsa og hækkandi meðalaldur nefndar sem áskoranir sem bregðast þarf við í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og kemur fram í stefnunni gegna rannsóknir, nýsköpun og þátttaka í þekkingarsamfélaginu lykilhlutverki við að mæta þeim áskorunum, enda kalla nýjar áskoranir á nýjar lausnir. Nýjar lausnir verða í miklum mæli til í háskólum landsins þar sem lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, listir, hug- og félagsvísindi, hönnun, nýsköpun og rannsóknarstarf. Til þess að háskólar landsins geti haldið áfram að takast á við nýjar áskoranir og skapa lausnir verður þó að fjármagna þá með fullnægjandi hætti. Stefna Vísinda- og tækniráðs, en ráðið er skipað fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðuneyta, háskólanna og atvinnulífsins, felur í sér áætlun um 10 aðgerðir sem hafa það að markmiði að auka afköst rannsóknar- og nýsköpunarstarfs á Íslandi. Ein þessara aðgerða er því efling háskólastigsins. Það markmið er sett fram í stefnunni að meðaltali OECD í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna í fjármögnun háskólakerfisins verði náð árið 2025. Til að ná meðaltali Norðurlandanna á þessu tímabili þyrfti um 1,5 til 2 milljarða viðbót á hverju ári fram til ársins 2025 miðað við núverandi nemendafjölda. Þessari viðbót er ekki gert ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisins til næstu 5 ára, og ekki heldur í fjárlögum ársins 2018. Í fjárlögum ársins 2018 er hins vegar gert ráð fyrir aukningu um 703,8 milljónir króna á föstu verðlagi fjárlaga 2017. 703,8 milljónir eru því alls ekki nóg ef ná á markmiðum um bætta fjármögnun háskólanna. Upphæðin er kærkomin innspýting í undirfjármagnað kerfi en hún uppfyllir ekki þau markmið sem Vísinda- og tækniráð hefur sett um að nálgast meðaltal Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins. Nemendur í Danmörku fá 109% meira, nemendur í Noregi fá 104% meira, nemendur í Svíþjóð fá 91% meira og nemendur í Finnlandi fá 60% meira en nemendur á Íslandi ef miðað er við heildartekjur Háskóla Íslands á hvern ársnema í háskóla. Að meðaltali fá aðrir háskólar á Norðurlöndunum því um tvöfalt meira en háskólar á Íslandi miðað við nemendafjölda. Ljóst er að ef við bætum ekki fjármögnun háskólanna drögumst við ekki aðeins aftur úr í samanburði við nágrannalönd okkar, heldur glötum við tækifærum til þess að skapa nýjar lausnir við áskorunum sem steðja að samtímanum. Stúdentaráð hefur því efnt til átaks sem birtist í strætóskýlum háskólasvæðisins, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum til að vekja athygli á fjármögnunarvanda háskólastigsins. Á næstu dögum munu birtast greinar eftir nemendur af hinum ýmsu sviðum háskólans sem lýsa þeirra sýn á vandanum. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun