Jafnrétti kynjanna er málefni kvenna og karla Eva Magnúsdóttir skrifar 13. september 2017 07:00 ,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu millibili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafnrétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Markaðir Skoðun Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu millibili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafnrétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabilinu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, FrumkvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstörfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfshópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnumarkaði leiðbeini ungum, efnilegum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skilgreina hlutverkin með litum. Jafnrétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar