Fjögur ár í að slátrun skoskra nauta hefjist í stærsta búi Íslands Haraldur Guðmundsson skrifar 29. september 2017 06:00 Fósturvísarnir úr Aberdeen Angus holdanautgripum frá Noregi voru teknir í maí. Nordicphotos/Getty Eigendur þriggja jarða í Skaftárhreppi, sem ætla að koma upp stærsta nautgripabúi landsins, segja að slátrun á skoska holdanautinu Aberdeen Angus, ræktuðu úr nýjum fósturvísum, geti hafist þar eftir fjögur ár. Telja þeir að kjötið muni uppfylla strangar kröfur Costco. Fósturvísar úr holdakúnum, sem eru skoskar að uppruna en ræktaðar víða um heim, eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði frá Noregi. Þeir verða í kjölfarið settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóahreppi sem verður opnuð á næstu vikum. Stjórnvöld heimiluðu innflutning á fósturvísunum um mitt ár 2015 en holdanautastofninn hér er innræktaður og gamall. „Það eru til Angus-gripir í landinu sem eru af gömlu sæði, úr tveimur gripum sem voru teknir til landsins og eru bræður, og það hefur ekki tekist að rækta almennilega úr því. Að mestu leyti hefur nautakjötsframleiðsla á Íslandi verið hliðargrein og aukaafurð. Menn eru kannski að nota ýmsa kima í fjósum og gert þetta margir með vinstri hendinni með mjólkurframleiðslu,“ segir Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Skaftárhreppi sem er nú á lokametrunum í uppbyggingu nautgripabúsins ásamt eigendum bæjanna Efri-Eyjar og Grundar í sömu sveit. „Eggin eru ekta Aberdeen Angus, bæði faðir og móðir eru af því kyni, og það er búið að velja þessa gripi til undaneldis og þetta er úrvalsefni. Allir ræktendur hér á landi hlakka til að þess að fá þetta efni. Þetta er það kyn sem hefur tekist að skapa hvað besta nafnið með og fer í fínar búðir í Bandaríkjunum,“ segir Örn. Bændurnir í Skaftárhreppi eru nú með hátt í 300 gripi úr því erfðaefni sem þegar er til í landinu. Vilja þeira skipta þeim út og geta hýst yfir 700 gripi af skoska kynstofninum á komandi árum. Þar verður eingöngu stunduð kjötræktun en slátrun hófst þar fyrr á þessu ári. „Við stefnum að því að vera með þetta í sterku eldi, slátra á réttum tíma áður en það myndast sinar, og ég gæti trúað því að það sem Costco-menn eru að segja sé að gæðin hér séu mismunandi og of mikill óstöðugleiki,“ segir Örn og vísar í ummæli Steve Pappas, varaforseta Costco í Evrópu, á opnum fundi Íslandsbanka á þriðjudag. Pappas greindi þar frá þeirri skoðun Costco að íslenskt nautakjöt væri ekki af sömu gæðum og innlent svínakjöt, kjúklingur og fiskur. Í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Pappas að fyrirtækið stefni ekki að framleiðslu á nautakjöti hér á landi í nánustu framtíð. Það sé ágætt í gæðum en ekki sambærilegt því sem neytendum í Norður-Ameríku og Bretlandi býðst. Birtist í Fréttablaðinu Costco Flóahreppur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Eigendur þriggja jarða í Skaftárhreppi, sem ætla að koma upp stærsta nautgripabúi landsins, segja að slátrun á skoska holdanautinu Aberdeen Angus, ræktuðu úr nýjum fósturvísum, geti hafist þar eftir fjögur ár. Telja þeir að kjötið muni uppfylla strangar kröfur Costco. Fósturvísar úr holdakúnum, sem eru skoskar að uppruna en ræktaðar víða um heim, eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði frá Noregi. Þeir verða í kjölfarið settir upp í íslenskar kýr í nýrri einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóahreppi sem verður opnuð á næstu vikum. Stjórnvöld heimiluðu innflutning á fósturvísunum um mitt ár 2015 en holdanautastofninn hér er innræktaður og gamall. „Það eru til Angus-gripir í landinu sem eru af gömlu sæði, úr tveimur gripum sem voru teknir til landsins og eru bræður, og það hefur ekki tekist að rækta almennilega úr því. Að mestu leyti hefur nautakjötsframleiðsla á Íslandi verið hliðargrein og aukaafurð. Menn eru kannski að nota ýmsa kima í fjósum og gert þetta margir með vinstri hendinni með mjólkurframleiðslu,“ segir Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli í Skaftárhreppi sem er nú á lokametrunum í uppbyggingu nautgripabúsins ásamt eigendum bæjanna Efri-Eyjar og Grundar í sömu sveit. „Eggin eru ekta Aberdeen Angus, bæði faðir og móðir eru af því kyni, og það er búið að velja þessa gripi til undaneldis og þetta er úrvalsefni. Allir ræktendur hér á landi hlakka til að þess að fá þetta efni. Þetta er það kyn sem hefur tekist að skapa hvað besta nafnið með og fer í fínar búðir í Bandaríkjunum,“ segir Örn. Bændurnir í Skaftárhreppi eru nú með hátt í 300 gripi úr því erfðaefni sem þegar er til í landinu. Vilja þeira skipta þeim út og geta hýst yfir 700 gripi af skoska kynstofninum á komandi árum. Þar verður eingöngu stunduð kjötræktun en slátrun hófst þar fyrr á þessu ári. „Við stefnum að því að vera með þetta í sterku eldi, slátra á réttum tíma áður en það myndast sinar, og ég gæti trúað því að það sem Costco-menn eru að segja sé að gæðin hér séu mismunandi og of mikill óstöðugleiki,“ segir Örn og vísar í ummæli Steve Pappas, varaforseta Costco í Evrópu, á opnum fundi Íslandsbanka á þriðjudag. Pappas greindi þar frá þeirri skoðun Costco að íslenskt nautakjöt væri ekki af sömu gæðum og innlent svínakjöt, kjúklingur og fiskur. Í skriflegu svari hans við fyrirspurn Fréttablaðsins segir Pappas að fyrirtækið stefni ekki að framleiðslu á nautakjöti hér á landi í nánustu framtíð. Það sé ágætt í gæðum en ekki sambærilegt því sem neytendum í Norður-Ameríku og Bretlandi býðst.
Birtist í Fréttablaðinu Costco Flóahreppur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira