Axel: Bara naglar sem standa í markinu í stuttbuxum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 20:17 Axel Stefánsson var ánægður með margt. vísir/stefán Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta hófu leik í undankeppni EM 2018 í kvöld með sjö marka tapi, 30-23, á móti Tékklandi. Ílenska liðið hélt í við það tékkneska framan af og var að spila ágætlega en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Stelpurnar okkar sýndu engu að síður flotta spilamennsku á köflum. „Við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar vel en síðan gerðum við of mikið af einföldum tæknifeilum. Við gerðum ekki marga en þeir sem við gerðum voru of einfaldir,“ segir Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, en Vísir heyrði í honum hljóðið skömmu eftir leik. „Við vorum mikið í undirtölu og að fá á okkur mörk þá og slíkt. Það vantaði svolítið upp á reynsluna að ná í fríköstin og nýta tímann.“ „Seinni hálfleikurinn varð svolítill eltingarleikur á köflum en við spiluðum hann um margt ágætlega. Það vantaði smá takt í sóknarleikinn en við þurfum að bæta slæman kaflan. Þegar við dettum niður má sá kafli ekki vera svona slæmur og ekki svona langur,“ segir Axel.Ungar stelpur með ábyrgð Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög stirrður um langa hríð en stelpurnar spiluðu á köflum fínan og hraðan bolta í kvöld. „Mér finnst við vera ná betri og meiri hraða í sóknarleikinn og tímasetningarnar eru betri. Við erum að komast í fín færi og ná meira línuspili en síðan dettum við aðeins inn á slæmar línusendingar þar sem við þurfum að velja betur,“ segir Axel. „Það sem við þurfum að gera er að refsa meira með hraðaupphlaupum. Við þurfum að vera grimmari að keyra í bakið á þessum liðum. Ég er mest svekktur með að hafa ekki refsað Tékkunum meira í kvöld þegar að við náum góðri stöðu á vellinum.“ Ungar stelpur eru komnar með ábyrgðarhlutverk í íslenska liðinu og það er margt sem Axel tekur jákvætt út úr tapinu. „Við erum með Lovísu Thompson þarna 17 ára með mikla ábyrgð og svo er Andrea Jacobsen að spila líka 19 ára. Þær fá helling af reynslu út úr þessu að spila á útivelli gegn einu af tíu bestum liðum Evrópu. Það er margt jákvætt sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ segir Axel. Buxnaval íslensku markvarðanna vakti athygli í kvöld en bæði Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir spiluðu í stuttbuxum. „Þær eru helvíti harðar. Það eru bara naglar sem standa á stuttbuxum í markinu. Ég veit nú ekki alveg söguna á bakvið þetta en Hafdís hefur spilað í stuttbuxum í Danmörku í vetur. Þær byrjuðu á þessu í sumar í æfingaferðinni,“ segir Axel Stefánsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta hófu leik í undankeppni EM 2018 í kvöld með sjö marka tapi, 30-23, á móti Tékklandi. Ílenska liðið hélt í við það tékkneska framan af og var að spila ágætlega en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Stelpurnar okkar sýndu engu að síður flotta spilamennsku á köflum. „Við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar vel en síðan gerðum við of mikið af einföldum tæknifeilum. Við gerðum ekki marga en þeir sem við gerðum voru of einfaldir,“ segir Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, en Vísir heyrði í honum hljóðið skömmu eftir leik. „Við vorum mikið í undirtölu og að fá á okkur mörk þá og slíkt. Það vantaði svolítið upp á reynsluna að ná í fríköstin og nýta tímann.“ „Seinni hálfleikurinn varð svolítill eltingarleikur á köflum en við spiluðum hann um margt ágætlega. Það vantaði smá takt í sóknarleikinn en við þurfum að bæta slæman kaflan. Þegar við dettum niður má sá kafli ekki vera svona slæmur og ekki svona langur,“ segir Axel.Ungar stelpur með ábyrgð Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög stirrður um langa hríð en stelpurnar spiluðu á köflum fínan og hraðan bolta í kvöld. „Mér finnst við vera ná betri og meiri hraða í sóknarleikinn og tímasetningarnar eru betri. Við erum að komast í fín færi og ná meira línuspili en síðan dettum við aðeins inn á slæmar línusendingar þar sem við þurfum að velja betur,“ segir Axel. „Það sem við þurfum að gera er að refsa meira með hraðaupphlaupum. Við þurfum að vera grimmari að keyra í bakið á þessum liðum. Ég er mest svekktur með að hafa ekki refsað Tékkunum meira í kvöld þegar að við náum góðri stöðu á vellinum.“ Ungar stelpur eru komnar með ábyrgðarhlutverk í íslenska liðinu og það er margt sem Axel tekur jákvætt út úr tapinu. „Við erum með Lovísu Thompson þarna 17 ára með mikla ábyrgð og svo er Andrea Jacobsen að spila líka 19 ára. Þær fá helling af reynslu út úr þessu að spila á útivelli gegn einu af tíu bestum liðum Evrópu. Það er margt jákvætt sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ segir Axel. Buxnaval íslensku markvarðanna vakti athygli í kvöld en bæði Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir spiluðu í stuttbuxum. „Þær eru helvíti harðar. Það eru bara naglar sem standa á stuttbuxum í markinu. Ég veit nú ekki alveg söguna á bakvið þetta en Hafdís hefur spilað í stuttbuxum í Danmörku í vetur. Þær byrjuðu á þessu í sumar í æfingaferðinni,“ segir Axel Stefánsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn