Umheimur á hröðu breytingaskeiði Guðmunda Smáradóttir skrifar 27. september 2017 07:00 Umheimurinn er að fara í gegnum eitt magnaðasta og hraðasta breytingaskeið sögunnar. Nýsköpun og tækni eru og verða lykilorð þessa umbreytingatímabils. Í þessu samhengi er oft talað um fjórðu iðnbyltinguna sem mun bylta vinnumarkaðnum eins og við þekkjum hann á komandi árum. Stór hluti þeirra starfa sem við þekkjum í dag mun breytast, jafnvel hverfa, og ný störf verða til. Tækifærin sem munu skapast við þessa umbreytingu eru mikil, en erum við sem samfélag tilbúin til að takast á við þessa áskorun? Við þessi tímamót sannast hið fornkveðna að „mennt er máttur“. Í menntun felast tækifæri til að bregðast við hinu óþekkta og skapa ný tækifæri. Menntun í tækni og nýsköpun þarf að færast ofar á forgangslistann á öllum menntastigum og áhugavert væri að sjá meira samstarf og gegnsæi á milli ólíkra menntastiga. Nýsköpun felst í hnotskurn í að skapa eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við menntastofnanir og atvinnulífið í heild. Geta skipulagsheilda til nýsköpunar er mikilvægt samkeppnisforskot og skiptir sköpum í því hvort fyrirtæki og stofnanir lifi af í síbreytilegu umhverfi. Þverfagleiki, sköpunargleði og hæfni til að starfa í teymi með ólíkum einstaklingum eru jafnframt veigamikil atriði í þessu samhengi. Mikilvægt er að áhersla á tækni og nýsköpun verði samofin í menntakerfið frá upphafi skólagöngu og í gegnum allt lífið. Lærdómur og skapandi hugsun ætti að verða lífsstíll, eitthvað sem endar aldrei þannig að við séum sífellt í stakk búin til þess að aðlagast breyttu umhverfi og takast á við nýjar áskoranir í lífi og starfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Umheimurinn er að fara í gegnum eitt magnaðasta og hraðasta breytingaskeið sögunnar. Nýsköpun og tækni eru og verða lykilorð þessa umbreytingatímabils. Í þessu samhengi er oft talað um fjórðu iðnbyltinguna sem mun bylta vinnumarkaðnum eins og við þekkjum hann á komandi árum. Stór hluti þeirra starfa sem við þekkjum í dag mun breytast, jafnvel hverfa, og ný störf verða til. Tækifærin sem munu skapast við þessa umbreytingu eru mikil, en erum við sem samfélag tilbúin til að takast á við þessa áskorun? Við þessi tímamót sannast hið fornkveðna að „mennt er máttur“. Í menntun felast tækifæri til að bregðast við hinu óþekkta og skapa ný tækifæri. Menntun í tækni og nýsköpun þarf að færast ofar á forgangslistann á öllum menntastigum og áhugavert væri að sjá meira samstarf og gegnsæi á milli ólíkra menntastiga. Nýsköpun felst í hnotskurn í að skapa eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við menntastofnanir og atvinnulífið í heild. Geta skipulagsheilda til nýsköpunar er mikilvægt samkeppnisforskot og skiptir sköpum í því hvort fyrirtæki og stofnanir lifi af í síbreytilegu umhverfi. Þverfagleiki, sköpunargleði og hæfni til að starfa í teymi með ólíkum einstaklingum eru jafnframt veigamikil atriði í þessu samhengi. Mikilvægt er að áhersla á tækni og nýsköpun verði samofin í menntakerfið frá upphafi skólagöngu og í gegnum allt lífið. Lærdómur og skapandi hugsun ætti að verða lífsstíll, eitthvað sem endar aldrei þannig að við séum sífellt í stakk búin til þess að aðlagast breyttu umhverfi og takast á við nýjar áskoranir í lífi og starfi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun