Egill Magnússon hefur verið kallaður inn í æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta.
Geir Sveinsson tilkynnti 22 manna æfingahóp í síðustu viku sem mun æfa saman nú um helgina, og hefur Egill nú bæst í þann hóp.
Aðeins leikmenn sem spila á Íslandi voru valdir þar sem ekki er um alþjóðlega landsliðsviku að ræða.
Egill gekk til liðs við Stjörnuna frá danska liðinu Tvis Holstebro í síðustu viku.
Egill í æfingahóp landsliðsins

Tengdar fréttir

Egill kominn með leikheimild
Egill Magnússon er kominn með leikheimild með Stjörnunni og getur því leikið með liðinu gegn Aftureldingu í 3. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn.

Strákarnir á Íslandi fá að sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur valið æfingahóp sem er eingöngu með leikmönnum sem spila á Íslandi.

Egill á leið í Stjörnuna
Samkvæmt heimildum Vísis er Egill Magnússon á leið heim í Stjörnuna. Honum er ætlað að fylla skarðið sem Ólafur Gústafsson skildi eftir sig.