Höldum áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 26. september 2017 09:15 Á síðasta kjörtímabili náði Ísland hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurs ríkis í seinni tíð. Á sama tíma komst stærsti hluti fjármálakerfis landsins í eigu ríkisins. Einstakar aðstæður sköpuðust til að ráðast í sögulegar samfélagsumbætur. Með bættu efnahagsástandi var hægt að hverfa frá dýrri varnarbaráttu og snúa sér þess í stað að arðbærri sókn. Þar með varð mögulegt að fjárfesta í framtíðinni í stað þess að fást fyrst og fremst við vandamál fortíðar. Það á við á mörgum sviðum, til dæmis í menntun, tækni og vísindum en einnig á sviði byggðamála. Fyrirheit höfðu verið gefin um stórsókn í byggðamálum þegar stjórnvöld sæju til lands í stóru efnahagsaðgerðunum eins og uppgjöri slitabúa bankanna. Slík sókn er nauðsynleg til þess að Ísland allt virki sem ein heild og hægt sé að leysa úr læðingi verðmæti sem liggja í landinu, byggðarlögunum og fólkinu. Bætt staða gerir okkur líka kleift að koma sérstaklega til móts við hópa fólks sem dregist hefur aftur úr í hinni hröðu kaupmáttaraukningu síðustu ára. Ítök ríkisins á fjármálamarkaði, auk hins efnahagslega stöðugleika, veittu svo einstakt tækifæri til að ráðast í umbætur á því sviði og byggja upp fjármálakerfi sem virkar betur fyrir almenning og atvinnulífið en nú er. Þótt eftirfylgnina hafi vantað í eitt og hálft ár veita kosningarnar nú tækifæri til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þótt undirbúningur hafi gengið vel og aðstæður séu góðar verður þó ekki auðvelt að hrinda svo stórum breytingum í framkvæmd, ekki nú frekar en áður. Ríkjandi fyrirkomulag verður varið af miklum krafti. Til að koma hreyfingu á hlutina þarf því enn meira afl að koma á móti. Það mun þurfa stjórnmálaflokka sem hafa þolgæði og festu. Flokka sem nálgast úrlausnarefnin af opnum hug en eru svo reiðubúnir til að beita sér fyrir skynsamlegustu lausnunum af krafti. Flokka sem eru reiðubúnir til að verja réttlætið bæði þegar það er auðvelt og þegar það er erfitt. Á næstu dögum birtist slíkur flokkur. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili náði Ísland hraðasta efnahagslega viðsnúningi nokkurs ríkis í seinni tíð. Á sama tíma komst stærsti hluti fjármálakerfis landsins í eigu ríkisins. Einstakar aðstæður sköpuðust til að ráðast í sögulegar samfélagsumbætur. Með bættu efnahagsástandi var hægt að hverfa frá dýrri varnarbaráttu og snúa sér þess í stað að arðbærri sókn. Þar með varð mögulegt að fjárfesta í framtíðinni í stað þess að fást fyrst og fremst við vandamál fortíðar. Það á við á mörgum sviðum, til dæmis í menntun, tækni og vísindum en einnig á sviði byggðamála. Fyrirheit höfðu verið gefin um stórsókn í byggðamálum þegar stjórnvöld sæju til lands í stóru efnahagsaðgerðunum eins og uppgjöri slitabúa bankanna. Slík sókn er nauðsynleg til þess að Ísland allt virki sem ein heild og hægt sé að leysa úr læðingi verðmæti sem liggja í landinu, byggðarlögunum og fólkinu. Bætt staða gerir okkur líka kleift að koma sérstaklega til móts við hópa fólks sem dregist hefur aftur úr í hinni hröðu kaupmáttaraukningu síðustu ára. Ítök ríkisins á fjármálamarkaði, auk hins efnahagslega stöðugleika, veittu svo einstakt tækifæri til að ráðast í umbætur á því sviði og byggja upp fjármálakerfi sem virkar betur fyrir almenning og atvinnulífið en nú er. Þótt eftirfylgnina hafi vantað í eitt og hálft ár veita kosningarnar nú tækifæri til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Þótt undirbúningur hafi gengið vel og aðstæður séu góðar verður þó ekki auðvelt að hrinda svo stórum breytingum í framkvæmd, ekki nú frekar en áður. Ríkjandi fyrirkomulag verður varið af miklum krafti. Til að koma hreyfingu á hlutina þarf því enn meira afl að koma á móti. Það mun þurfa stjórnmálaflokka sem hafa þolgæði og festu. Flokka sem nálgast úrlausnarefnin af opnum hug en eru svo reiðubúnir til að beita sér fyrir skynsamlegustu lausnunum af krafti. Flokka sem eru reiðubúnir til að verja réttlætið bæði þegar það er auðvelt og þegar það er erfitt. Á næstu dögum birtist slíkur flokkur. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar