Fornleifarannsóknum sniðinn þröngur stakkur Sveinn Arnarsson skrifar 26. september 2017 06:00 Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi við Eyjafjörð í sumar var merkilegur fyrir þær sakir að þar fundust nokkuð heilleg bátskuml sem nú er verið að rannsaka. vísir/auðunn „Eins og staðan er í dag er nánast ómögulegt að stunda fornleifarannsóknir án aðstoðar frá sveitarfélögum, áhugamannafélögum,eða öðrum sem sýna rannsóknum á þessi sviði áhuga,“ segir Sólrún Inga Traustadóttir, formaður Félags fornleifafræðinga en í fjárlagfrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að um 45 milljónum verði varið til fornminjasjóðs, óbreytt frá því í ár.Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félags fornleifafræðinga F01170917 fornleifar„Það er mikilvægt að fornleifarannsóknir fái þann stuðning sem þær þurfa því þær koma ekki bara fornleifafræðingum við, heldur öllu fólkinu í landinu,“ segir Sólrún Inga. Fornminjasjóður styrkir fornleifaskráningu, uppgröft, úrvinnslu rannsókna, varðveislu og viðhald minja, báta og skipa og miðlun þekkingar á sviði fornminja á Íslandi. Þessar 45 miljónir eiga að duga til þessarar vinnu á næsta ári. Íslenskar fornleifarannsóknir síðustu ára hafa að miklu leyti snúist um að verja fornleifar og kanna landsvæði áður en þau fara undir mannvirki. Til að mynda fundust afar áhugaverð bátskuml á Dysnesi í Eyjafirði í sumar í rannsókn sem var hluti af umhverfismati stórskipahafnar á Dysnesi. „ Afar fáar fastar stöður eru í boði fyrir fornleifafræðinga á Íslandi og því er fornminjasjóður mjög mikilvægur sjálfstætt starfandi fornleifafræðingum og starfsumhverfi þeirra, ekki síður en þeim sem vinna við fornleifarannsóknir í föstum stöðum,“ segir Sólrún Inga. Aðeins lítill hluti þeirra sem sækja um rannsóknarstyrki í fornminjasjóð hljóta styrki til verkefna. Að mati Sólrúnar Ingu virðist það vera sem svo að vísindamenn séu að gefast upp á að sækja um í sjóðinn því líkurnar á að hljóta styrk séu ekki nægilega miklar. Tímafrekt er að útbúa umsókn í vísindasjóði. „Fornleifarannsóknir skapa þekkingu um land og þjóð og þessi þekking nýtist á mörgum sviðum í samfélaginu. Hún er mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna, kennslu í skólum, og til að styrkja sjálfsmynd samfélags og einstaklinga svo eitthvað sé nefnt,“ bætir Sólrún Inga við. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Eins og staðan er í dag er nánast ómögulegt að stunda fornleifarannsóknir án aðstoðar frá sveitarfélögum, áhugamannafélögum,eða öðrum sem sýna rannsóknum á þessi sviði áhuga,“ segir Sólrún Inga Traustadóttir, formaður Félags fornleifafræðinga en í fjárlagfrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að um 45 milljónum verði varið til fornminjasjóðs, óbreytt frá því í ár.Sólrún Inga Traustadóttir, formaður félags fornleifafræðinga F01170917 fornleifar„Það er mikilvægt að fornleifarannsóknir fái þann stuðning sem þær þurfa því þær koma ekki bara fornleifafræðingum við, heldur öllu fólkinu í landinu,“ segir Sólrún Inga. Fornminjasjóður styrkir fornleifaskráningu, uppgröft, úrvinnslu rannsókna, varðveislu og viðhald minja, báta og skipa og miðlun þekkingar á sviði fornminja á Íslandi. Þessar 45 miljónir eiga að duga til þessarar vinnu á næsta ári. Íslenskar fornleifarannsóknir síðustu ára hafa að miklu leyti snúist um að verja fornleifar og kanna landsvæði áður en þau fara undir mannvirki. Til að mynda fundust afar áhugaverð bátskuml á Dysnesi í Eyjafirði í sumar í rannsókn sem var hluti af umhverfismati stórskipahafnar á Dysnesi. „ Afar fáar fastar stöður eru í boði fyrir fornleifafræðinga á Íslandi og því er fornminjasjóður mjög mikilvægur sjálfstætt starfandi fornleifafræðingum og starfsumhverfi þeirra, ekki síður en þeim sem vinna við fornleifarannsóknir í föstum stöðum,“ segir Sólrún Inga. Aðeins lítill hluti þeirra sem sækja um rannsóknarstyrki í fornminjasjóð hljóta styrki til verkefna. Að mati Sólrúnar Ingu virðist það vera sem svo að vísindamenn séu að gefast upp á að sækja um í sjóðinn því líkurnar á að hljóta styrk séu ekki nægilega miklar. Tímafrekt er að útbúa umsókn í vísindasjóði. „Fornleifarannsóknir skapa þekkingu um land og þjóð og þessi þekking nýtist á mörgum sviðum í samfélaginu. Hún er mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna, kennslu í skólum, og til að styrkja sjálfsmynd samfélags og einstaklinga svo eitthvað sé nefnt,“ bætir Sólrún Inga við.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Fornminjar fundust á framkvæmdasvæði Fornleifarannsóknir á Dysnesi, rétt norðan við Akureyri, þar sem stórskipahöfn Eyfirðinga á að rísa benda til fjölda kumla á svæðinu. Fyrsta kumlið fundið með haugfé frá víkingaöld. Til stendur að kanna allt svæðið á næstu dögum. 12. júní 2017 07:00