Innlent

Kærður fyrir reykingar um borð í flugvél

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur
Tveir flugfarþegar urðu uppvísir að því að reykja um borð í flugvélum sem voru á leið til Íslands. Annað atvikið átti sér stað í morgun og hitt í gærmorgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hugðist sá síðarnefndi halda áfram ferð sinni til Berlínar en ákveðið var að hann færi ekki í það flug vegna þessa athæfis. Þá hyggst flugstjóri vélarinnar kæra hann fyrir hönd flugfélagsins. Hinn farþeginn játaði sök og tók lögreglan á Suðurnesjum af honum skýrslu vegna málsins. Sá getur einnig átt von á alvarlegum eftirmálum.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum framvísaði einn aðili  breytifölsuðum skilríkjum við komuna til landsins. Var hann handtekinn og færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Flugvél á leið frá Glasgow til Newark var lent á Keflavíkurflugvelli þar sem einn farþeganna um borð hafði veikst. Viðkomandi var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Maður féll af vinnupalli þegar hann við vinnu sína hallaði sér á þverslá sem lét undan þunga hans. Maðurinn féll á steinsteipt golf og hlaut meðal annars beinbrot á hendi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×