Voru óvart lyklalausir í útkalli á Skólavörðustíg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. september 2017 06:00 Sjúkrabílar eiga iðulega erindi í miðborg Reykjavíkur. vísir/ernir „Af einhverri ástæðu höfðu þeir skipt um bíl þennan dag og voru ekki með lykilinn,“ segir Brynjar Þór Friðriksson, aðgerðastjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um atvik er sjúkrabíll komst ekki upp Skólavörðustíg með veika konu.Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær segir Hildur Bolladóttir, sem býr og starfar á Skólavörðustíg, að þegar aka hafi átt henni með sjúkrabíl um miðjan ágúst hafi ekki verið lykill í bílnum til að opna hlið sem lokar Skólavörðustíg við Bergstaðastræti. „Það eiga að vera lyklar í öllum bílum hjá okkur en þeir voru á bíl sem er venjulega ekki fremstur hjá okkur heldur varabíll,“ segir Brynjar. Eftir atvikið hafi verið gætt að því hvort lyklar væru í öllum sjúkrabílum „Og var þá bætt á þar sem það vantaði,“ segir hann. „Við erum með tvö sett af lyklum. Erum annars vegar með lykla að spítölum og slíkum stöðum og hins vegar að hliðunum hjá borginni. Þar er einn lykill að öllu.“Sjá einnig: Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Aðspurður segir Brynjar töfina aðeins hafa verið smávægilega.Gunnar Hersveinn, verkefnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg.vísir/eyþór„Ég ræddi við starfsmanninn sem keyrði og hún sagðist bara hafa þurft að taka U-beygju og verið smá stund að fara fram og til baka. Ég held að sjúklingurinn hafi farið í Fossvog þannig að það var bara farið niður á Hverfisgötu og upp eftir,“ segir Brynjar sem játar því þó að betra hefði verið að fara hina leiðina, beint upp Skólavörðustíg. „Tími er alltaf faktor í öllu en við eru með menn, tæki og búnað til þess að vinna þá í málunum í staðinn,“ segir hann. Sjúkraflutningamenn lendi iðulega í ýmsum hindrunum. „Það er einfaldlega raunveruleiki sem við búum við en við erum alltaf lausnamiðaðir og reynum að finna lausnir og leiðir.“ Gunnar Hersveinn, verkefnastjóri miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir frétt Fréttablaðsins í gær með frásögn Hildar Bolladóttur hafa verið einhliða. Völdum götum sé breytt í göngugötur yfir tiltekinn tíma í fullu samráði og með nánum samskiptum borgarstarfsmanna, lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga. „Allir þessir aðilar eru með lykla til að opna hvenær sem er, og eiga að vera með í bílunum sínum,“ segir Gunnar sem tekur ekki undir með Hildi sem kvað götulokanir hafa slæm áhrif á verslun í miðbænum. „Engar mælingar sýna að áhrif af lokunum gatna á verslun og þjónustu séu slæm. Þvert á móti eru þessar götur iðandi af mannlífi,“ segir Gunnar. Kannanir sýni að 75 prósent íbúa í Reykjavík séu jákvæð gagnvart göngugötum í miðbænum. „Annar hópur fólks, sem kann vel við að ganga um götur þar sem bílar eru ekki til staðar og þar sem betri hljóðvist er, kemur gjarnan í bæinn.“ Þótt Hildur hafi sagt að eiturlyfjasalar og annar glæpalýður ætti skjól fyrir lögreglu að næturlagi þar sem götur séu lokaðar fyrir bílum þá segir Gunnar að engar upplýsingar séu til um að einhver ósómi þrífist á göngugötum vegna þessara lokana. „Að sjálfsögðu kemst lögreglan og aðrir aðilar eins og slökkvilið og sjúkrabílar allra sinna leiða um þessar götur til að sinna erindum sínum,“ segir verkefnisstjóri miðlunar. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Hildur Bolladóttir, kjólameistari á Skólavörðustíg, sem veiktist skyndilega fyrir stuttu, segir sjúkrabíl hafa átt erfitt með að komast að húsinu þar sem hún býr vegna lokana. Lögregla fari þar ekki um á nóttunni og óþjóðalýður 21. september 2017 06:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
„Af einhverri ástæðu höfðu þeir skipt um bíl þennan dag og voru ekki með lykilinn,“ segir Brynjar Þór Friðriksson, aðgerðastjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, um atvik er sjúkrabíll komst ekki upp Skólavörðustíg með veika konu.Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær segir Hildur Bolladóttir, sem býr og starfar á Skólavörðustíg, að þegar aka hafi átt henni með sjúkrabíl um miðjan ágúst hafi ekki verið lykill í bílnum til að opna hlið sem lokar Skólavörðustíg við Bergstaðastræti. „Það eiga að vera lyklar í öllum bílum hjá okkur en þeir voru á bíl sem er venjulega ekki fremstur hjá okkur heldur varabíll,“ segir Brynjar. Eftir atvikið hafi verið gætt að því hvort lyklar væru í öllum sjúkrabílum „Og var þá bætt á þar sem það vantaði,“ segir hann. „Við erum með tvö sett af lyklum. Erum annars vegar með lykla að spítölum og slíkum stöðum og hins vegar að hliðunum hjá borginni. Þar er einn lykill að öllu.“Sjá einnig: Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Aðspurður segir Brynjar töfina aðeins hafa verið smávægilega.Gunnar Hersveinn, verkefnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg.vísir/eyþór„Ég ræddi við starfsmanninn sem keyrði og hún sagðist bara hafa þurft að taka U-beygju og verið smá stund að fara fram og til baka. Ég held að sjúklingurinn hafi farið í Fossvog þannig að það var bara farið niður á Hverfisgötu og upp eftir,“ segir Brynjar sem játar því þó að betra hefði verið að fara hina leiðina, beint upp Skólavörðustíg. „Tími er alltaf faktor í öllu en við eru með menn, tæki og búnað til þess að vinna þá í málunum í staðinn,“ segir hann. Sjúkraflutningamenn lendi iðulega í ýmsum hindrunum. „Það er einfaldlega raunveruleiki sem við búum við en við erum alltaf lausnamiðaðir og reynum að finna lausnir og leiðir.“ Gunnar Hersveinn, verkefnastjóri miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir frétt Fréttablaðsins í gær með frásögn Hildar Bolladóttur hafa verið einhliða. Völdum götum sé breytt í göngugötur yfir tiltekinn tíma í fullu samráði og með nánum samskiptum borgarstarfsmanna, lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga. „Allir þessir aðilar eru með lykla til að opna hvenær sem er, og eiga að vera með í bílunum sínum,“ segir Gunnar sem tekur ekki undir með Hildi sem kvað götulokanir hafa slæm áhrif á verslun í miðbænum. „Engar mælingar sýna að áhrif af lokunum gatna á verslun og þjónustu séu slæm. Þvert á móti eru þessar götur iðandi af mannlífi,“ segir Gunnar. Kannanir sýni að 75 prósent íbúa í Reykjavík séu jákvæð gagnvart göngugötum í miðbænum. „Annar hópur fólks, sem kann vel við að ganga um götur þar sem bílar eru ekki til staðar og þar sem betri hljóðvist er, kemur gjarnan í bæinn.“ Þótt Hildur hafi sagt að eiturlyfjasalar og annar glæpalýður ætti skjól fyrir lögreglu að næturlagi þar sem götur séu lokaðar fyrir bílum þá segir Gunnar að engar upplýsingar séu til um að einhver ósómi þrífist á göngugötum vegna þessara lokana. „Að sjálfsögðu kemst lögreglan og aðrir aðilar eins og slökkvilið og sjúkrabílar allra sinna leiða um þessar götur til að sinna erindum sínum,“ segir verkefnisstjóri miðlunar.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Hildur Bolladóttir, kjólameistari á Skólavörðustíg, sem veiktist skyndilega fyrir stuttu, segir sjúkrabíl hafa átt erfitt með að komast að húsinu þar sem hún býr vegna lokana. Lögregla fari þar ekki um á nóttunni og óþjóðalýður 21. september 2017 06:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Sjúkrabíll í öngstræti með innilokaðan kjólameistara á Skólavörðustíg Hildur Bolladóttir, kjólameistari á Skólavörðustíg, sem veiktist skyndilega fyrir stuttu, segir sjúkrabíl hafa átt erfitt með að komast að húsinu þar sem hún býr vegna lokana. Lögregla fari þar ekki um á nóttunni og óþjóðalýður 21. september 2017 06:00