Íslensk Nýfréttamennska Jóhannes Loftsson skrifar 21. september 2017 14:54 Aðalpersóna skáldsögunnar 1984 vann hjá Sannleiksráðuneytinu við að endurrita fréttir. Þar var sá háttur hafður á að við hverja endurritun var sagan lagfærð lítillega en gömlu fréttinni eytt. Með síendurteknum endurritunum gátu ráðandi öfl með þessum hætti hagrætt sögunni að þeim boðskap sem þeim hentaði best á hverjum tíma. Sambærilegur ritháttur lifir góðu lífi í íslenskri samfélagsumræðu. Í síharðnandi samkeppni um athyglina þurfa álitsgjafar oft nær fyrirvaralaust að vera reiðubúnir að gefa álit á málefnum líðandi stundar. En vegna takmarkaðra upplýsinga þá verða gjarnan þeir álitsgjafar mest áberandi, sem eru hvað ófeimnastir við að fylla í eyðurnar með alhæfingum byggða á eigin túlkunum. Þeim mun ýktari eða tilfinningameiri sem álitið er þeim mun meiri athygli fær sögumaðurinn. En stundum kemur þó í ljós síðar að sagan var röng. Fyrir stolta og metnaðarfulla sögumenn getur það verið erfið stund að viðurkenna mistökin, og þá sérstaklega ef að spuninn náði verulegu flugi. Fyrir vikið er oft ekkert dregið af og lyginni gefið framhaldslíf í skotgröfum fólks sem lítur aðeins við upplýsingum sem gagnast eigin áróðri. Nú er komið í ljós að Dómsmálaráðherra var fyrsti dómsmálaráðherra Íslandssögunnar til að afgreiða ekki uppreist æru og hafði sjálf frumkvæði að því að reglunum yrði breytt. Ef hennar hefði ekki notið við þá mundi þessi vélræna afgreiðsla líkast til hafa haldið áfram um ófyrirséðan tíma, með tilhlíðandi sársauka fyrir brotaþola. Ekkert er heldur óeðlilegt að nafnleynd sé viðhaldið við umfjöllun um viðkvæm mál, sérstaklega ef vafi er á því hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Ákvörðunin um hvort slíkt upplýsist er betur farin í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála en sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Forsætisráðherrann er í forsæti fyrir ríkisstjórnina og ber ábyrgð á henni. Það hljóta flestir því að sjá að það er eðlilegt að fagráðherra upplýsi hann um erfið mál. Sambærilegt fyrirkomulag er í öllum fyrirtækjum, þar sem undirmenn upplýsa yfirmenn sýna um óvenjulega hluti sem koma upp og geta skipt fyrirtækið máli. Formlega séð var forsætisráðherra einnig mun tengdari þessu máli en dómsmálaráðherra, því ákvörðunin um uppreist æru var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar og hafði forsætisráðherra þá aðgengi að þessum upplýsingum bæði sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórnin og staðgengill innanríkisráðherra þegar svo bar við. Nú þegar framundan eru kosningar þá er við hæfi að fólk í öllum flokkum spyrji sig að því hvers konar stjórnarfar og stjórnmálamenn það vilji hafa í næstu ríkisstjórn. Viljum við óheft áróðursræði þar sem stjórnmálamenn geta eftir hentugleika, veitt fjölmiðlum óheftan aðgang að upplýsingum um þegnana án þess að fyrir liggi hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða? Viljum við sundrað framkvæmdavald þar sem að fagráðherrar mega ekki einu sinni ræða við forsætisráðherra um erfið mál? Eða viljum við kerfisræði þar sem þekkingarlitlir ráðherrar þora ekki að taka á málum og enda sem viljalaust verkfæri í höndum embættismannakerfisins, sem alltaf ver sig og vex. Væri ekki betra að landinu sé stýrt af fagmennsku, þar sem varfærni er gætt í meðferð trúnaðarupplýsinga og að til ábyrgðarstarfa veljist sjálfstæðir einstaklingar geti staðið í lappirnar þegar þess er þörf.Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Aðalpersóna skáldsögunnar 1984 vann hjá Sannleiksráðuneytinu við að endurrita fréttir. Þar var sá háttur hafður á að við hverja endurritun var sagan lagfærð lítillega en gömlu fréttinni eytt. Með síendurteknum endurritunum gátu ráðandi öfl með þessum hætti hagrætt sögunni að þeim boðskap sem þeim hentaði best á hverjum tíma. Sambærilegur ritháttur lifir góðu lífi í íslenskri samfélagsumræðu. Í síharðnandi samkeppni um athyglina þurfa álitsgjafar oft nær fyrirvaralaust að vera reiðubúnir að gefa álit á málefnum líðandi stundar. En vegna takmarkaðra upplýsinga þá verða gjarnan þeir álitsgjafar mest áberandi, sem eru hvað ófeimnastir við að fylla í eyðurnar með alhæfingum byggða á eigin túlkunum. Þeim mun ýktari eða tilfinningameiri sem álitið er þeim mun meiri athygli fær sögumaðurinn. En stundum kemur þó í ljós síðar að sagan var röng. Fyrir stolta og metnaðarfulla sögumenn getur það verið erfið stund að viðurkenna mistökin, og þá sérstaklega ef að spuninn náði verulegu flugi. Fyrir vikið er oft ekkert dregið af og lyginni gefið framhaldslíf í skotgröfum fólks sem lítur aðeins við upplýsingum sem gagnast eigin áróðri. Nú er komið í ljós að Dómsmálaráðherra var fyrsti dómsmálaráðherra Íslandssögunnar til að afgreiða ekki uppreist æru og hafði sjálf frumkvæði að því að reglunum yrði breytt. Ef hennar hefði ekki notið við þá mundi þessi vélræna afgreiðsla líkast til hafa haldið áfram um ófyrirséðan tíma, með tilhlíðandi sársauka fyrir brotaþola. Ekkert er heldur óeðlilegt að nafnleynd sé viðhaldið við umfjöllun um viðkvæm mál, sérstaklega ef vafi er á því hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Ákvörðunin um hvort slíkt upplýsist er betur farin í höndum úrskurðarnefndar upplýsingamála en sem geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna. Forsætisráðherrann er í forsæti fyrir ríkisstjórnina og ber ábyrgð á henni. Það hljóta flestir því að sjá að það er eðlilegt að fagráðherra upplýsi hann um erfið mál. Sambærilegt fyrirkomulag er í öllum fyrirtækjum, þar sem undirmenn upplýsa yfirmenn sýna um óvenjulega hluti sem koma upp og geta skipt fyrirtækið máli. Formlega séð var forsætisráðherra einnig mun tengdari þessu máli en dómsmálaráðherra, því ákvörðunin um uppreist æru var tekin í tíð fyrri ríkisstjórnar og hafði forsætisráðherra þá aðgengi að þessum upplýsingum bæði sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórnin og staðgengill innanríkisráðherra þegar svo bar við. Nú þegar framundan eru kosningar þá er við hæfi að fólk í öllum flokkum spyrji sig að því hvers konar stjórnarfar og stjórnmálamenn það vilji hafa í næstu ríkisstjórn. Viljum við óheft áróðursræði þar sem stjórnmálamenn geta eftir hentugleika, veitt fjölmiðlum óheftan aðgang að upplýsingum um þegnana án þess að fyrir liggi hvort um trúnaðarupplýsingar sé að ræða? Viljum við sundrað framkvæmdavald þar sem að fagráðherrar mega ekki einu sinni ræða við forsætisráðherra um erfið mál? Eða viljum við kerfisræði þar sem þekkingarlitlir ráðherrar þora ekki að taka á málum og enda sem viljalaust verkfæri í höndum embættismannakerfisins, sem alltaf ver sig og vex. Væri ekki betra að landinu sé stýrt af fagmennsku, þar sem varfærni er gætt í meðferð trúnaðarupplýsinga og að til ábyrgðarstarfa veljist sjálfstæðir einstaklingar geti staðið í lappirnar þegar þess er þörf.Höfundur er formaður Frjálshyggjufélagsins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun