Stjórnarslitin þurrkuðu út 35 milljarða í Kauphöllinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2017 12:17 Hlutabréfaverð hefur lækkað þó nokkuð í Kauphöllinni síðan ríkisstjórnin féll. vísir/Daníel Það hefur vart farið fram hjá mörgum að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk fyrir viku síðan og að kosningar eru framundan. Kostnaðurinn við þær hleypur á hundruðum milljóna króna sem verða teknar úr varasjóði ríkisins eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Þá hefur hlutabréfaverð verð í frjálsu falli í Kauphöllinni í dag vegna pólitískrar óvissu líkt og Vísir greindi frá í morgun en nú hefur greiningardeild Arion banka tekið saman ýmsar tölur varðandi það hvað stjórnarslitin kosta. Á meðal þess sem fram kemur í markaðspunktum greiningardeildarinnar er að stjórnarslitin þurrkuðu út 35 milljarða í Kauphöll Íslands föstudaginn 15. september, daginn eftir að ríkisstjórnin féll. Þá veiktist krónan um 1,3 prósent gagnvart evru þann dag. „Lækkanir á verði skulda- og hlutabréfa á föstudaginn hafði talsverð áhrif á sparnað landsmanna en markaðsvirði skráðra hlutabréfa, ríkisbréfa, íbúðabréfa og sértryggðra skuldabréfa lækkaði um samtals rúma 32 milljarða króna. Þar af virðast eignir lífeyrissjóðanna hafa rýrnað að lágmarki um 14 ma.kr., en þeir eru langstærstu eigendur íslenskra verðbréfa. Ef þessar lækkanir ganga ekki til baka ef/þegar óvissunni léttir má því segja að stjórnarslitin hafi lækkað sparnað landsmanna um tugi milljarða króna,“ segir í markaðspunktunum.Myndin sýnir lækkun á markaðsvirði ýmissa bréfa síðastliðinn föstudag, daginn eftir að ríkisstjórnin féll.mynd/greiningardeild arion bankaLíkurnar á stýrivaxtalækkun eru minni en áður Að auki lækkaði verð óverðtryggðra ríkisskuldabréfa svo að ávöxtunarkrafa þeirra hækkaði um allt að hálfu prósenti. Verðtryggð skuldabréf héldu hins vegar velli svo að verðbólguálagið rauk upp bæði til 5 og 10 ára. „Verðbólguálag er einn af þeim mælikvörðum sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir til en það hefur hækkað um u.þ.b. eitt prósentustig á þremur mánuðum sem hefur lækkað raunstýrivexti miðað við verðbólguálag sem því nemur. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif þess á líkur á stýrivaxtalækkunum á næstunni: Þær eru minni en áður. Hækkun ávöxtunarkröfu á markaði smitast á löngum eða skemmri tíma yfir í annað vaxtastig í landinu. Vextirnir sem ríkissjóði bjóðast mynda grunn fyrir annað vaxtastig og því má með mikilli einföldun segja að stjórnarslitin og óvissan sem tekur við hafi hækkað vaxtastig á Íslandi. Þessar breytingar á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og óvissa vegna stjórnarslita hafði einnig mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn þar sem nær öll félög á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkuðu og því lækkaði úrvalsvísitalan um 2,9% og hefur haldið áfram að lækka um samtals 5,7% þegar þetta er skrifað, sem má hugsanlega einnig rekja til pólitískrar óvissu.“Nánar má lesa um hvað stjórnarslitin kosta samkvæmt greiningardeild Arion banka hér. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Rauðar tölur í Kauphöll Íslands Gengi krónunnar veikist og hlutabréf falla í Kauphöll Íslands. 15. september 2017 10:37 Hlutabréfaverð í frjálsu falli vegna pólitískrar óvissu Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hríðfallið í umtalsverðum viðskiptum í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega tvö prósent. Markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði hefur þannig lækkað um nærri 60 milljarða frá því að ríkisstjórnin sprakk í lok síðuðustu viku. 21. september 2017 10:58 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Það hefur vart farið fram hjá mörgum að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk fyrir viku síðan og að kosningar eru framundan. Kostnaðurinn við þær hleypur á hundruðum milljóna króna sem verða teknar úr varasjóði ríkisins eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Þá hefur hlutabréfaverð verð í frjálsu falli í Kauphöllinni í dag vegna pólitískrar óvissu líkt og Vísir greindi frá í morgun en nú hefur greiningardeild Arion banka tekið saman ýmsar tölur varðandi það hvað stjórnarslitin kosta. Á meðal þess sem fram kemur í markaðspunktum greiningardeildarinnar er að stjórnarslitin þurrkuðu út 35 milljarða í Kauphöll Íslands föstudaginn 15. september, daginn eftir að ríkisstjórnin féll. Þá veiktist krónan um 1,3 prósent gagnvart evru þann dag. „Lækkanir á verði skulda- og hlutabréfa á föstudaginn hafði talsverð áhrif á sparnað landsmanna en markaðsvirði skráðra hlutabréfa, ríkisbréfa, íbúðabréfa og sértryggðra skuldabréfa lækkaði um samtals rúma 32 milljarða króna. Þar af virðast eignir lífeyrissjóðanna hafa rýrnað að lágmarki um 14 ma.kr., en þeir eru langstærstu eigendur íslenskra verðbréfa. Ef þessar lækkanir ganga ekki til baka ef/þegar óvissunni léttir má því segja að stjórnarslitin hafi lækkað sparnað landsmanna um tugi milljarða króna,“ segir í markaðspunktunum.Myndin sýnir lækkun á markaðsvirði ýmissa bréfa síðastliðinn föstudag, daginn eftir að ríkisstjórnin féll.mynd/greiningardeild arion bankaLíkurnar á stýrivaxtalækkun eru minni en áður Að auki lækkaði verð óverðtryggðra ríkisskuldabréfa svo að ávöxtunarkrafa þeirra hækkaði um allt að hálfu prósenti. Verðtryggð skuldabréf héldu hins vegar velli svo að verðbólguálagið rauk upp bæði til 5 og 10 ára. „Verðbólguálag er einn af þeim mælikvörðum sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir til en það hefur hækkað um u.þ.b. eitt prósentustig á þremur mánuðum sem hefur lækkað raunstýrivexti miðað við verðbólguálag sem því nemur. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif þess á líkur á stýrivaxtalækkunum á næstunni: Þær eru minni en áður. Hækkun ávöxtunarkröfu á markaði smitast á löngum eða skemmri tíma yfir í annað vaxtastig í landinu. Vextirnir sem ríkissjóði bjóðast mynda grunn fyrir annað vaxtastig og því má með mikilli einföldun segja að stjórnarslitin og óvissan sem tekur við hafi hækkað vaxtastig á Íslandi. Þessar breytingar á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa og óvissa vegna stjórnarslita hafði einnig mikil áhrif á hlutabréfamarkaðinn þar sem nær öll félög á aðalmarkaði Kauphallarinnar lækkuðu og því lækkaði úrvalsvísitalan um 2,9% og hefur haldið áfram að lækka um samtals 5,7% þegar þetta er skrifað, sem má hugsanlega einnig rekja til pólitískrar óvissu.“Nánar má lesa um hvað stjórnarslitin kosta samkvæmt greiningardeild Arion banka hér.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Rauðar tölur í Kauphöll Íslands Gengi krónunnar veikist og hlutabréf falla í Kauphöll Íslands. 15. september 2017 10:37 Hlutabréfaverð í frjálsu falli vegna pólitískrar óvissu Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hríðfallið í umtalsverðum viðskiptum í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega tvö prósent. Markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði hefur þannig lækkað um nærri 60 milljarða frá því að ríkisstjórnin sprakk í lok síðuðustu viku. 21. september 2017 10:58 Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Rauðar tölur í Kauphöll Íslands Gengi krónunnar veikist og hlutabréf falla í Kauphöll Íslands. 15. september 2017 10:37
Hlutabréfaverð í frjálsu falli vegna pólitískrar óvissu Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hríðfallið í umtalsverðum viðskiptum í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega tvö prósent. Markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði hefur þannig lækkað um nærri 60 milljarða frá því að ríkisstjórnin sprakk í lok síðuðustu viku. 21. september 2017 10:58