Fótbolti

Lars Lagerbäck hefur byrjað betur með Noreg en hann gerði með íslenska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. Vísir/Getty
Það tekur sinn tíma að breyta leikstíl og venjum hjá landsliði. Íslenska landsliðið breyttist ekki strax í EM 2016 liðið eftir að Lars Lagerbäck tók við. Hann þurfti sinn tíma en tókst að breyta miklu.

Lars Lagerbäck er nú þjálfari norska landsliðsins og liðið hefur nú spilað fimm leiki undir hans stjórn.

Eftir 6-0 tap á móti liði Þýskalands eru ekki allir vissir um að Svíanum takist að koma norska landsliðinu aftur á þann stall sem liðið var fyrir nokkrum árum.

Liðið á ekki lengur möguleiki á að komast upp úr sínum riðli og hefur í raun að litlu að keppa í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM 2019.

Á sama tíma er Heimir Hallgrímsson áfram að gera flotta hluti með íslenska landsliðið sem er í toppbaráttunni í sínum riðli sem er langt frá því að vera einn af þeim léttari í keppninni.

Reynslan með íslenska landsliðið sýnir þó að það mátti búast við basli í byrjun. Íslenska landsliðið tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lagerbäck og vann ekki fyrr en í fimmta leik sem var heimaleikur á móti Færeyjum.

Norska landsliðið hefur því byrjað betur undir stjórn Lars Lagerbäck en það íslenska. Lagerbäck gerði hinsvegar betur með sænska landsliðið í fyrstu fimm leikjunum.

Það vekur hinsvegar athygli að íslensku strákarnir skoruðu tvöfalt meira í fyrstu fimm leikjunum en þeir norsku. Íslenska landsliðið gat alltaf skorað mörk en mesta breytingin á liðinu undir stjórn Lagerbäck var á varnarleik liðsins.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm fyrstu landsleiki þjóðanna þriggja eftir að Lars Lagerbäck settist í þjálfarastólinn.



Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með sænska landsliðið

1-0 sigur á Danmörku

1-1 jafntefli við Noregi

1-0 tap fyrir Ítalíu

1-1 jafntefli við Austurríki

1-0 sigur á Danmörku

8 stig (2 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap, markatala: +1, 4-3)



Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið

3-1 tap fyrir Japan

2-1 tap fyrir Svartfjallalandi

3-2 tap fyrir Frakklandi

3-2 tap fyrir Svíþjóð

2-0 sigur á Færeyjum

3 stig (1 sigur, 4 töp, markatala: -3, 8-11)



Fyrstu fimm leikir Lars Lagerbäck með norska landsliðið

2-0 tap fyrir Norður-Írlandi

1-1 jafntefli við Tékkland

1-1 jafntefli við Svíþjóð

2-0 sigur á Aserbaídjsan

6-0 tap fyrir Þýskalandi

5 stig (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp, markatala: -6, 4-10)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×