1. des. 2018. Þjóðhátíð eða hnípin þjóð í vanda? Svanur Kristjánsson skrifar 21. september 2017 06:30 Þegar stjórnarskrá konungsríkisins Íslands var endurskoðuð árið 1944 var um það einhugur að breyta því einu sem breyta þyrfti af nauðsyn við þau kaflaskil. Við fyrstu hentugleika yrði stjórnarskráin svo tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þannig líkti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, henni við „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“.“(Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, við setningu Alþingis 12. sept. 2017.) Í rúm 70 ár hefur Alþingi ekki efnt hátíðleg loforð gefin íslenskri þjóð um endurskoðun stjórnarskrárinnar: Að grunnlög lýðveldisins séu byggð á hugsjónum og stjórnskipulagi lýðræðis og mannréttinda en ekki arfleifð frá stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Meirihluta Alþingis virðist meira að segja engu máli skipta að í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykktu 67% kjósenda meginatriði nýrrar stjórnarskrár sem Stjórnlagaráð samdi að frumkvæði Alþingis. Undanfarið höfum við horft upp á afleiðingar þess að hafa stjórnarskrá og lög sem kveða ekki skýrt á um umboð, vald og ábyrgð handhafa ríkisvaldsins. Hver bar t.d. ábyrgð á skipan dómara í Landsrétt? Meirihluti Alþingis benti á dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra benti á forseta Íslands. Forseti Íslands gerði sjálfstæða rannsókn og kvað upp þann úrskurð að Alþingi hefði farið að lögum við atkvæðagreiðslu við skipan dómara. Ekki þarf að rekja hér þann sársauka og niðurlægingu sem „uppreist æra“ dæmdra kynferðisafbrotamanna veldur þeim sem síst skyldi. Í ávarpi sínu við setningu Alþingis kom forseti Íslands að kjarna málsins: „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“ 1. desember 2018 verða 100 ár liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Hver verður þá staða íslenska lýðveldisins? Við Íslendingar eigum einungis tvo valkosti: l 1. desember 2018 verður sannkallaður þjóðhátíðardagur. Íslendingar hafa samið Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá. Byggt var á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs en gerðar þær breytingar sem þjóð og þing töldu vera til bóta. Meirihluti þings og þjóðar samþykkir nýju stjórnarskrána. Ekki var fallist á kröfu sérhagsmunahópa um neitunarvald þeirra varðandi gerð stjórnarskrárinnar. l 1. desember 2018 verður dagur þjóðlegra umbúða án innihalds. Veislur fyrirfólks eru haldnar og ráðamenn flytja hástemmdar ræður um fáheyrða sigurgöngu íslenskrar þjóðar. Fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast enda tekst engum að fela hinn bitra sannleik: Íslendingar eru enn hnípin þjóð í vanda, ófær um byggja upp venjulegt vestrænt lýðræðisríki með Samfélagssáttmála og vandaða stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar stjórnarskrá konungsríkisins Íslands var endurskoðuð árið 1944 var um það einhugur að breyta því einu sem breyta þyrfti af nauðsyn við þau kaflaskil. Við fyrstu hentugleika yrði stjórnarskráin svo tekin til gagngerrar endurskoðunar. Þannig líkti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins, henni við „bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld“.“(Ávarp forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, við setningu Alþingis 12. sept. 2017.) Í rúm 70 ár hefur Alþingi ekki efnt hátíðleg loforð gefin íslenskri þjóð um endurskoðun stjórnarskrárinnar: Að grunnlög lýðveldisins séu byggð á hugsjónum og stjórnskipulagi lýðræðis og mannréttinda en ekki arfleifð frá stjórnarskrá konungsríkisins Danmerkur – frá 1849! Meirihluta Alþingis virðist meira að segja engu máli skipta að í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykktu 67% kjósenda meginatriði nýrrar stjórnarskrár sem Stjórnlagaráð samdi að frumkvæði Alþingis. Undanfarið höfum við horft upp á afleiðingar þess að hafa stjórnarskrá og lög sem kveða ekki skýrt á um umboð, vald og ábyrgð handhafa ríkisvaldsins. Hver bar t.d. ábyrgð á skipan dómara í Landsrétt? Meirihluti Alþingis benti á dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra benti á forseta Íslands. Forseti Íslands gerði sjálfstæða rannsókn og kvað upp þann úrskurð að Alþingi hefði farið að lögum við atkvæðagreiðslu við skipan dómara. Ekki þarf að rekja hér þann sársauka og niðurlægingu sem „uppreist æra“ dæmdra kynferðisafbrotamanna veldur þeim sem síst skyldi. Í ávarpi sínu við setningu Alþingis kom forseti Íslands að kjarna málsins: „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“ 1. desember 2018 verða 100 ár liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Hver verður þá staða íslenska lýðveldisins? Við Íslendingar eigum einungis tvo valkosti: l 1. desember 2018 verður sannkallaður þjóðhátíðardagur. Íslendingar hafa samið Samfélagssáttmála og nýja stjórnarskrá. Byggt var á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs en gerðar þær breytingar sem þjóð og þing töldu vera til bóta. Meirihluti þings og þjóðar samþykkir nýju stjórnarskrána. Ekki var fallist á kröfu sérhagsmunahópa um neitunarvald þeirra varðandi gerð stjórnarskrárinnar. l 1. desember 2018 verður dagur þjóðlegra umbúða án innihalds. Veislur fyrirfólks eru haldnar og ráðamenn flytja hástemmdar ræður um fáheyrða sigurgöngu íslenskrar þjóðar. Fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast enda tekst engum að fela hinn bitra sannleik: Íslendingar eru enn hnípin þjóð í vanda, ófær um byggja upp venjulegt vestrænt lýðræðisríki með Samfélagssáttmála og vandaða stjórnarskrá.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun