Linda Hamilton gæti snúið aftur í Terminator-seríuna Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2017 13:00 Linda Hamilton sem Sarah Connor í Terminator sem kom út árið 1984. IMDB Leikkonan Linda Hamilton mun eiga endurkomu í Terminator-seríuna sem hin þrautseiga Sarah Connor. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan fyrsta Terminator-myndin leit dagsins ljós sem sagði frá baráttu Söruh við illvígt vélmenni í mannsmynd. Arnold Schwarzenegger fór með hlutverk vélmennisins sem sent var aftur til ársins 1984 til að drepa Söruh sem átti eftir að fæða drenginn John Connor, en sá átti eftir að leiða uppreisn mannkynsins þegar vélarnar höfðu tekið yfir jörðina í framtíðinni. Hamilton lék Söruh Connor aftur í Terminator 2: Judgement Day, en hefur ekki sést í myndunum sem komu á eftir. Terminator-serían er byggð á hugarfóstri leikstjórans James Cameron, sem einnig leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, en Hollywood Reporter segir frá því að Cameron hefði boðið endurkomu Hamilton á einkaviðburði í gærkvöldi. Cameron sagði Söruh Connor hafa verið þýðingarmikla persónu fyrir kvenréttindabaráttuna og hasarmyndaleikara þegar hún kom fyrst fram. „Það eru fimmtugir og sextugir karlar að drepa vonda gaura, en það eru ekki dæmi um það þegar kemur að konum,“ er haft eftir Cameron. Áður höfðu verið fluttar fregnir af því að Arnold Schwarzenegger myndi endurtaka leikinn í næstu Terminator-mynd James Cameron. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikkonan Linda Hamilton mun eiga endurkomu í Terminator-seríuna sem hin þrautseiga Sarah Connor. Þrjátíu og þrjú ár eru síðan fyrsta Terminator-myndin leit dagsins ljós sem sagði frá baráttu Söruh við illvígt vélmenni í mannsmynd. Arnold Schwarzenegger fór með hlutverk vélmennisins sem sent var aftur til ársins 1984 til að drepa Söruh sem átti eftir að fæða drenginn John Connor, en sá átti eftir að leiða uppreisn mannkynsins þegar vélarnar höfðu tekið yfir jörðina í framtíðinni. Hamilton lék Söruh Connor aftur í Terminator 2: Judgement Day, en hefur ekki sést í myndunum sem komu á eftir. Terminator-serían er byggð á hugarfóstri leikstjórans James Cameron, sem einnig leikstýrði fyrstu tveimur myndunum, en Hollywood Reporter segir frá því að Cameron hefði boðið endurkomu Hamilton á einkaviðburði í gærkvöldi. Cameron sagði Söruh Connor hafa verið þýðingarmikla persónu fyrir kvenréttindabaráttuna og hasarmyndaleikara þegar hún kom fyrst fram. „Það eru fimmtugir og sextugir karlar að drepa vonda gaura, en það eru ekki dæmi um það þegar kemur að konum,“ er haft eftir Cameron. Áður höfðu verið fluttar fregnir af því að Arnold Schwarzenegger myndi endurtaka leikinn í næstu Terminator-mynd James Cameron.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið