Prinsessa á bak við nýja rannsókn á spillingu innan FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 11:30 Haya bint al-Hussein. Vísir/Getty Prinsessan Haya bint al-Hussein er gift einum ríkasta manni heims og bróðir hennar hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta FIFA. Hún spilar einnig stórt hlutverk í nýrri herferð gegn spillingu innan FIFA. New York Times segir frá afskiptum prinsessunnar að rannsókn á framgöngu æðstu manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins en blaðið hefur þetta eftir mörgum aðilum sem þekkja til málsins. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum hefur prinsessan unnið á bak við tjöldin með breskum einkaspæjurum við það að safna sönnunargögnum um spillingu innan fótboltaheimsins. Haya prinsessa réði einkaspæjarafyrirtækið Quest frá London til að hjálpa sér að varpa hulunni af sóðaskapnum innan FIFA. Menn innan Quest hafa reynt að komast í samband við fyrrum og núverandi háttsetta menn innan FIFA sem og að ræða við aðra sem hafa komist í kynni við æðsta hluta fótboltaheimsins. Þá hafa starfsmenn Quest einnig verið í sambandið við þá sem stýrðu herferðinni gegn FIFA árið 2015 sem endaði með handtöku á fjölda háttsettra manna innan Alþjóðafótboltasambandsins sem og endalokum manna eins og Sepp Blatter og Michel Platini. New York Times veit ekki hvaða nýju upplýsingar hafa komið fram í rannsókn Quest-manna en aðkoma Hayu prinsessu bendir til þess að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu risastóra spillingarmáli. FIFA segir hafa endurskiplagt sambandið og tekið til en þessi frétt New York Times bendir þó til annars. Bróðir Hayu prinsessu, Ali bin al-Hussein, tapaði forsetakosningum á móti Sepp Blatter sem og á móti Gianni Infantino, núverandi forseta FIFA. Infantino býður sig væntanlega aftur fram árið 2019 en ekki er vitað hvort að Ali prins bjóði sig þá fram í þriðja sinn. Það er hægt að lesa grein New York Times með því að smela hér. FIFA Fótbolti Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Prinsessan Haya bint al-Hussein er gift einum ríkasta manni heims og bróðir hennar hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta FIFA. Hún spilar einnig stórt hlutverk í nýrri herferð gegn spillingu innan FIFA. New York Times segir frá afskiptum prinsessunnar að rannsókn á framgöngu æðstu manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins en blaðið hefur þetta eftir mörgum aðilum sem þekkja til málsins. Samkvæmt fyrrnefndum heimildum hefur prinsessan unnið á bak við tjöldin með breskum einkaspæjurum við það að safna sönnunargögnum um spillingu innan fótboltaheimsins. Haya prinsessa réði einkaspæjarafyrirtækið Quest frá London til að hjálpa sér að varpa hulunni af sóðaskapnum innan FIFA. Menn innan Quest hafa reynt að komast í samband við fyrrum og núverandi háttsetta menn innan FIFA sem og að ræða við aðra sem hafa komist í kynni við æðsta hluta fótboltaheimsins. Þá hafa starfsmenn Quest einnig verið í sambandið við þá sem stýrðu herferðinni gegn FIFA árið 2015 sem endaði með handtöku á fjölda háttsettra manna innan Alþjóðafótboltasambandsins sem og endalokum manna eins og Sepp Blatter og Michel Platini. New York Times veit ekki hvaða nýju upplýsingar hafa komið fram í rannsókn Quest-manna en aðkoma Hayu prinsessu bendir til þess að öll kurl séu ekki komin til grafar í þessu risastóra spillingarmáli. FIFA segir hafa endurskiplagt sambandið og tekið til en þessi frétt New York Times bendir þó til annars. Bróðir Hayu prinsessu, Ali bin al-Hussein, tapaði forsetakosningum á móti Sepp Blatter sem og á móti Gianni Infantino, núverandi forseta FIFA. Infantino býður sig væntanlega aftur fram árið 2019 en ekki er vitað hvort að Ali prins bjóði sig þá fram í þriðja sinn. Það er hægt að lesa grein New York Times með því að smela hér.
FIFA Fótbolti Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira