Söluferli Lyfju skýrist á næstu vikum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. september 2017 09:00 Stefnt er að því að slíta Lindarhvoli á fyrri hluta næsta árs. Vísir/Anton Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. Sem kunnugt er ógilti Samkeppniseftirlitið í sumar kaup smásölurisans Haga á lyfjakeðjunni, sem er að fullu í eigu ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Alþingi í gær, kemur fram að stjórn félagsins velti nú fyrir sér næstu skrefum í málinu. Hagar áttu langhæsta tilboðið í Lyfju, en það hljóðaði upp á 6,7 milljarða króna. Fram kemur í greinargerðinni að það sé mat Lindarhvols að ekki sé heppilegt að setja önnur óskráð hlutabréf, sem eru í umsýslu félagsins, í söluferli að svo stöddu. Ástæðan sé sú að slík sala „muni ekki verða til þess að hámarka verðmæti viðkomandi hlutabréfa, meðal annars vegna eðli eignanna og annarra þátta sem snúa sérstaklega að einstökum eignum í þessum eignaflokki“. Á meðal óskráðra hlutabréfaeigna félagsins er tíu prósenta hlutur í fjárfestingafélaginu Eyri Invest sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi Marels með 25,9 prósenta hlut. Auk þess á Lindarhvoll hlut í fagfjárfestingasjóðnum Auði I, DOHOP og Norðurturninum við Smáralind, svo eitthvað sé nefnt. Í greinargerðinni er auk þess tekið fram að áfram verði stefnt að því að ljúka við úrvinnslu og sölu eigna félagsins eins fljótt og auðið er. Ekki sé óvarlegt að áætla að unnt verði að slíta starfsemi Lindarhvols á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Stjórn Lindarhvols, eignarhaldsfélags sem heldur utan um stöðugleikaeignir sem voru framseldar til ríkisins, mun á næstu vikum ákveða hvort aftur verði boðað til opins söluferlis á lyfjakeðjunni Lyfju. Sem kunnugt er ógilti Samkeppniseftirlitið í sumar kaup smásölurisans Haga á lyfjakeðjunni, sem er að fullu í eigu ríkisins. Í greinargerð um starfsemi Lindarhvols, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi Alþingi í gær, kemur fram að stjórn félagsins velti nú fyrir sér næstu skrefum í málinu. Hagar áttu langhæsta tilboðið í Lyfju, en það hljóðaði upp á 6,7 milljarða króna. Fram kemur í greinargerðinni að það sé mat Lindarhvols að ekki sé heppilegt að setja önnur óskráð hlutabréf, sem eru í umsýslu félagsins, í söluferli að svo stöddu. Ástæðan sé sú að slík sala „muni ekki verða til þess að hámarka verðmæti viðkomandi hlutabréfa, meðal annars vegna eðli eignanna og annarra þátta sem snúa sérstaklega að einstökum eignum í þessum eignaflokki“. Á meðal óskráðra hlutabréfaeigna félagsins er tíu prósenta hlutur í fjárfestingafélaginu Eyri Invest sem er jafnframt stærsti einstaki hluthafi Marels með 25,9 prósenta hlut. Auk þess á Lindarhvoll hlut í fagfjárfestingasjóðnum Auði I, DOHOP og Norðurturninum við Smáralind, svo eitthvað sé nefnt. Í greinargerðinni er auk þess tekið fram að áfram verði stefnt að því að ljúka við úrvinnslu og sölu eigna félagsins eins fljótt og auðið er. Ekki sé óvarlegt að áætla að unnt verði að slíta starfsemi Lindarhvols á fyrri hluta næsta árs. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira