Var allt betra hér áður fyrr? Bjarni Benediktsson skrifar 9. október 2017 08:45 Í aðdraganda þessara kosninga ber á því að allt of margir tala niður þann mikla árangur sem við Íslendingar höfum sameiginlega náð. Miklu máli skiptir að fram fari opin og heiðarleg umræða um framfarir í landinu, framfarir sem eiga að gera okkur stolt af því að vera Íslendingar. Næst þegar við mætum neikvæðni og bölmóði um okkar góða land ættum við að spyrja: Ef þú gætir valið einhvern tíma frá landnámi til að setjast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú velja? Hvenær var langlífi meira, heilbrigðiskerfið betra eða geta okkar ríkari til að glíma við sjúkdóma, halda úti þéttriðnu velferðarneti og hjálpa þeim sem á þurfa að halda? Var áður auðveldara að afla sér þekkingar og nýta hana hér eða erlendis? Hvenær var menning í samfélagi okkar blómlegri, menntakerfið sterkara eða betra að ala upp börn? Veltum fyrir okkur ástandi auðlindanna, stöðu fiskistofnanna í hafinu og þeirri þekkingu sem við búum nú yfir til að nýta orku fallvatna og hitann í iðrum jarðar til verðmætasköpunar með sjálfbærum hætti. Höfum við lifað aðra tíma þar sem jafnrétti var meira eða frelsi einstaklingsins? Hafa samgöngur í landinu áður verið greiðari, tæknin fullkomnari eða tengingar landsins við umheiminn? Vorum við áður í betri stöðu til að leggja af mörkum til þeirra sem búa á stríðshrjáðum svæðum, glíma við fátækt, hungursneyð eða ofsóknir? Það er svo margt sem mælir með því að við mættum að vera stoltari af þeim árangri sem þjóðin hefur náð. Væri ég spurður um það hvaða tíma ég myndi velja frá landnámi til að stofna fjölskyldu, búa og starfa á Íslandi veldi ég daginn í dag. Við skipum okkur fremst meðal þjóða í lífskjörum og útlitið hefur aldrei verið betra. Verum jákvæð og bjartsýn. Grípum tækifærin.Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þessara kosninga ber á því að allt of margir tala niður þann mikla árangur sem við Íslendingar höfum sameiginlega náð. Miklu máli skiptir að fram fari opin og heiðarleg umræða um framfarir í landinu, framfarir sem eiga að gera okkur stolt af því að vera Íslendingar. Næst þegar við mætum neikvæðni og bölmóði um okkar góða land ættum við að spyrja: Ef þú gætir valið einhvern tíma frá landnámi til að setjast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú velja? Hvenær var langlífi meira, heilbrigðiskerfið betra eða geta okkar ríkari til að glíma við sjúkdóma, halda úti þéttriðnu velferðarneti og hjálpa þeim sem á þurfa að halda? Var áður auðveldara að afla sér þekkingar og nýta hana hér eða erlendis? Hvenær var menning í samfélagi okkar blómlegri, menntakerfið sterkara eða betra að ala upp börn? Veltum fyrir okkur ástandi auðlindanna, stöðu fiskistofnanna í hafinu og þeirri þekkingu sem við búum nú yfir til að nýta orku fallvatna og hitann í iðrum jarðar til verðmætasköpunar með sjálfbærum hætti. Höfum við lifað aðra tíma þar sem jafnrétti var meira eða frelsi einstaklingsins? Hafa samgöngur í landinu áður verið greiðari, tæknin fullkomnari eða tengingar landsins við umheiminn? Vorum við áður í betri stöðu til að leggja af mörkum til þeirra sem búa á stríðshrjáðum svæðum, glíma við fátækt, hungursneyð eða ofsóknir? Það er svo margt sem mælir með því að við mættum að vera stoltari af þeim árangri sem þjóðin hefur náð. Væri ég spurður um það hvaða tíma ég myndi velja frá landnámi til að stofna fjölskyldu, búa og starfa á Íslandi veldi ég daginn í dag. Við skipum okkur fremst meðal þjóða í lífskjörum og útlitið hefur aldrei verið betra. Verum jákvæð og bjartsýn. Grípum tækifærin.Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar